Nýsköpun er svarið Nótt Thorberg skrifar 15. maí 2024 09:15 Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir í loftslagsmálum virðast oft vera óyfirstíganleg. En hvað gerist ef við horfum á þessar áskoranir frá nýju sjónarhorni? Að nú sé einmitt tækifærið til að skrifa nýjan kafla, að endurmarka heiminn í átt að sjálfbærri og grænni framtíð. Árangur í loftslagsaðgerðum kallar nefnilega á nýja hugsun – nýja nálgun. Umbreytingin sem er nauðsynleg kallar á að við endurskoðum og endurmetum sérstaklega með það fyrir augum að breyta. Fremur en að bregðast bara við þurfum við vera djörf, taka áhættu og endurhugsa hvernig við gerum hlutina. Þannig hugsun gefur sköpunarkraftinum lausan tauminn. Á þeim grunni skapast frjór jarðvegur fyrir nýsköpun og loftslagsmálin verða ekki leyst án nýsköpunar. Það er einmitt á þeim grunni sem fjölmörg fyrirtæki hérlendis hafa ákveðið að nálgast loftslagsmálin. Nýsköpun á sviði loftslagsmála hérlendis er þannig fjölbreytt. Allt frá því að finna nýjar leiðir til að nýta betur núverandi auðlindir svo minnka megi kolefnisspor, yfir í að innleiða orkuskipti og þróa brautryðjendalausnir á sviði föngunar, förgunar og nýtingar kolefnis svo dæmi séu tekin. Nýsköpun felst ekki eingöngu í tæknilausnum heldur ekki síður í nýjum áhrifaríkum loftslagsvænni aðferðum. Ísland er þannig orðin að gjöfulli uppsprettu hugvits og grænna lausna sem aðrar þjóðir horfa til. Þessi ferska hugsun og nálgun vekur eftirtekt. Það er mikilvægt að við miðlum og deilum okkar reynslu því það leysir enginn loftslagsmálin einn. Loftslagsmál eru hópíþrótt. Það er því ekki að undra að Nýsköpunarvikan, sem fagnar fimm ár afmæli í ár, laði til sín breiðan hóp fyrirtækja, frumkvöðla, fjárfesta, stofnana og samstarfsaðila. Enda er loftslagsráðstefnan Ok, bye, hluti af nýsköpunarviku. Grænvangur styður þennan vettvang nýsköpunar og mun, ásamt fjölmörgum fyrirtækjum í baklandi Grænvangs, taka þátt í fjölbreyttri dagskrá hátíðarinnar. Við hlökkum til að eiga við ykkur samtal og samstarf um grænar lausnir framtíðar. Sjáumst á nýsköpunarvikunni! Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Nýsköpun Loftslagsmál Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir í loftslagsmálum virðast oft vera óyfirstíganleg. En hvað gerist ef við horfum á þessar áskoranir frá nýju sjónarhorni? Að nú sé einmitt tækifærið til að skrifa nýjan kafla, að endurmarka heiminn í átt að sjálfbærri og grænni framtíð. Árangur í loftslagsaðgerðum kallar nefnilega á nýja hugsun – nýja nálgun. Umbreytingin sem er nauðsynleg kallar á að við endurskoðum og endurmetum sérstaklega með það fyrir augum að breyta. Fremur en að bregðast bara við þurfum við vera djörf, taka áhættu og endurhugsa hvernig við gerum hlutina. Þannig hugsun gefur sköpunarkraftinum lausan tauminn. Á þeim grunni skapast frjór jarðvegur fyrir nýsköpun og loftslagsmálin verða ekki leyst án nýsköpunar. Það er einmitt á þeim grunni sem fjölmörg fyrirtæki hérlendis hafa ákveðið að nálgast loftslagsmálin. Nýsköpun á sviði loftslagsmála hérlendis er þannig fjölbreytt. Allt frá því að finna nýjar leiðir til að nýta betur núverandi auðlindir svo minnka megi kolefnisspor, yfir í að innleiða orkuskipti og þróa brautryðjendalausnir á sviði föngunar, förgunar og nýtingar kolefnis svo dæmi séu tekin. Nýsköpun felst ekki eingöngu í tæknilausnum heldur ekki síður í nýjum áhrifaríkum loftslagsvænni aðferðum. Ísland er þannig orðin að gjöfulli uppsprettu hugvits og grænna lausna sem aðrar þjóðir horfa til. Þessi ferska hugsun og nálgun vekur eftirtekt. Það er mikilvægt að við miðlum og deilum okkar reynslu því það leysir enginn loftslagsmálin einn. Loftslagsmál eru hópíþrótt. Það er því ekki að undra að Nýsköpunarvikan, sem fagnar fimm ár afmæli í ár, laði til sín breiðan hóp fyrirtækja, frumkvöðla, fjárfesta, stofnana og samstarfsaðila. Enda er loftslagsráðstefnan Ok, bye, hluti af nýsköpunarviku. Grænvangur styður þennan vettvang nýsköpunar og mun, ásamt fjölmörgum fyrirtækjum í baklandi Grænvangs, taka þátt í fjölbreyttri dagskrá hátíðarinnar. Við hlökkum til að eiga við ykkur samtal og samstarf um grænar lausnir framtíðar. Sjáumst á nýsköpunarvikunni! Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar