„Kanadíski Tsjekhov“ sagði bandaríski rithöfundurinn Cynthia Ozick um Munro. Og Margaret Atwood sagði hana á meðal mikilvægustu höfunda okkar tíma.
Alice Munro fæddist árið 1931 og var dóttir bóndahjóna í Ontario. Fyrstu árin voru erfið vegna kreppunnar miklu.
Smásögur áttu hug Munro sem gaf í fyrstu út smásögur í tímaritum, en fyrsta smásagnasafn hennar var gefið út árið 1968.
Árið 2013 hlaut hún bókmenntaverðlaun Nóbels.
Munro lést á hjúkrunarheimili í Ontario en hún hafði glímt við elliglöp á síðusta áratug.