Dæmdir fyrir ofbeldishrinu Jón Þór Stefánsson skrifar 14. maí 2024 14:17 Dómurinn féll í Héraðsdómi Suðurlands. Vísir/Vilhelm Tveir menn hlutu sex mánaða skilorðsbundna fangelsisdóma hvor um sig í Héraðsdómi Suðurlands á dögunum fyrir fjölda ofbeldisbrota. Þeir voru ákærðir fyrir samanlagt sex brot, fjórar líkamsárásir, árás gegn tveimur lögregluþjónum og eina hótun. Brotin áttu sér stað árin 2021 og 2022. Þeir frömdu eitt þessara brota saman. Þar voru þeir ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa um nótt slegið annan mann tvisvar sinnum með glerflösku í höfuðið, nánar tiltekið í hnakka og enni. Fyrir vikið féll maðurinn til jarðar en þar hann hafði staðið aftur upp slógu mennirnir hann fjórum sinnum með krepptum hnefa í kjálkann. Fyrir vikið hlaut maðurinn ýmsa áverka, líkt og 4,5 sentímetra skurð sem náði niður að beini. Annar sakborningurinn var ákærður fyrir fjögur brot til viðbótar. Það fyrsta varðar hótun þar sem honum var gefið að sök að halda hníf upp að hálsi annars einstaklings. Í öðru brotinu var hann ákærður fyrir líkamsárás, með því að ýta öðrum manni til jarðar. Þriðja brotið varðar líkamsárás sem átti sér stað á veitingastað. Þar var honum gefið að sök að slá enn annan mann með krepptum hnefa í andlitið sem féll fyrir vikið á hurð og síðan til jarðar. Í fjórða lagi var hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að ráðast á tvo lögreglumenn, meðal annars með því að sparka í annan þeirra eftir að hafa verið handtekinn, bæði inni í lögreglubíl og fyrir framan lögreglustöð. Jafnframt var honum gefið að sök að hóta öðrum lögreglumanninum ítrekað ofbeldi og lífláti. Hinn sakborningurinn var ákærður fyrir eitt brot til viðbótar, líkamsárás sem átti sér stað inni á vínveitingastað. Honum var gefið að sök að ráðast að manni með því að ská hann í andlitið með krepptum hnefa. Mennirnir voru sakfelldir fyrir öll þessi brot. Líkt og áður segir hlutu þeir báðir sex mánaða dóm, skilorðsbundin til tveggja ára. Annar þeirra þurfti að greiða rímar tvær milljónir í sakarkostnað og hinn 1,5 milljónir. Þeim síðarnefnda var einnig gert að greiða miskabætur og málskostnað tveggja sem urðu fyrir árásum hans. Samtals hljóðar það upp á 1,4 milljónir króna. Dómsmál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Brotin áttu sér stað árin 2021 og 2022. Þeir frömdu eitt þessara brota saman. Þar voru þeir ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa um nótt slegið annan mann tvisvar sinnum með glerflösku í höfuðið, nánar tiltekið í hnakka og enni. Fyrir vikið féll maðurinn til jarðar en þar hann hafði staðið aftur upp slógu mennirnir hann fjórum sinnum með krepptum hnefa í kjálkann. Fyrir vikið hlaut maðurinn ýmsa áverka, líkt og 4,5 sentímetra skurð sem náði niður að beini. Annar sakborningurinn var ákærður fyrir fjögur brot til viðbótar. Það fyrsta varðar hótun þar sem honum var gefið að sök að halda hníf upp að hálsi annars einstaklings. Í öðru brotinu var hann ákærður fyrir líkamsárás, með því að ýta öðrum manni til jarðar. Þriðja brotið varðar líkamsárás sem átti sér stað á veitingastað. Þar var honum gefið að sök að slá enn annan mann með krepptum hnefa í andlitið sem féll fyrir vikið á hurð og síðan til jarðar. Í fjórða lagi var hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að ráðast á tvo lögreglumenn, meðal annars með því að sparka í annan þeirra eftir að hafa verið handtekinn, bæði inni í lögreglubíl og fyrir framan lögreglustöð. Jafnframt var honum gefið að sök að hóta öðrum lögreglumanninum ítrekað ofbeldi og lífláti. Hinn sakborningurinn var ákærður fyrir eitt brot til viðbótar, líkamsárás sem átti sér stað inni á vínveitingastað. Honum var gefið að sök að ráðast að manni með því að ská hann í andlitið með krepptum hnefa. Mennirnir voru sakfelldir fyrir öll þessi brot. Líkt og áður segir hlutu þeir báðir sex mánaða dóm, skilorðsbundin til tveggja ára. Annar þeirra þurfti að greiða rímar tvær milljónir í sakarkostnað og hinn 1,5 milljónir. Þeim síðarnefnda var einnig gert að greiða miskabætur og málskostnað tveggja sem urðu fyrir árásum hans. Samtals hljóðar það upp á 1,4 milljónir króna.
Dómsmál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira