Helmingi dræmari kjörsókn nú en í síðustu forsetakosningum Heimir Már Pétursson skrifar 14. maí 2024 12:24 Kjósendur geta valið milli tólf frambjóðenda í forsetakosningunum. Grafík/Sara Mun færri hafa kosið utan kjörfundar fyrstu tíu dagana fyrir forsetakosningarnar nú en í forsetakosningunum 2020. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir aðsóknina hafa tekið kipp í gær og reiknað væri með að tæplega 45 þúsund muni kjósa utan kjörfundar á höguðborgarsvæðinu fram að kosningum. Í dag er ellefti dagurinn sem hægt hefur verið að kjósa utan kjörfundar vegna forsetakosninganna hinn 1. júní næst komandi. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir mun færri hafa kosið á fyrstu tíu dögunum en í síðustu forsetakosningum. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu reiknar með að 40-45 þúsund manns muni kjósa utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu.Stöð 2/Ívar Fannar „Þetta hefur gengið mjög vel. Fór rólega af stað. Núna klukkan 11:15 hafa kosið hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu 1.733. Þá hafa 2.691 kosið á öllu landinu og í sendiráðunum,“ segir Sigríður. Í forsetakosningunum 2020 þegar Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn höfðu 4.936 kosið á fyrstu tíu dögunum, þar af 3.869 á höfuðborgarsvæðinu, eða rétt tæplega helmingi fleiri en á fyrstu tíu dögunum fyrir komandi kosningar. Þá var kjördagurinn hins vegar mun síðar eða hinn 27. júní og frambjóðendur aðeins tveir. Valið hefur því ef til vill verið auðveldara og fleiri viljað kjósa áður en haldið var í sumarleyfi. Sigríður segir kjörsóknina hins vegar að glæðast. „Já, hún er að gera það. Eins og til dæmis í gær. Þá kusu 350 á höfuðborgarsvæðinu. Sem er tvöföldun frá deginum áður. En það hafa verið að kjósa svona frá 120 til 140 á dag frá því við opnuðum,“ segir sýslumaður. Á höfuðborgarsvæðinu er kjörfundur á fyrstu hæði í Holtagörðum 1 þar sem er opið frá klukkan tíu til átta. Opunartíminn verður síðan lengdur hinn 21. maí til klukkan tíu og hægt að kjósa þar allt fram á kjördag. Það eins sem kjósendur þurfa að muna eftir er að taka með sér gild persónuskilríki. Hægt er að kjósa frá klukkan tíu til átta í Holtagörðum 1 í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Fyrir forsetakosningarnar 2020 kusu tæplega fjörutíu þúsund manns utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu og 53.968 í heildina. Sigríður reiknar með svipuðum fjölda nú. „Áætlanir okkar gera ráð fyrir að fjörutíu til fjörutíu og fimm þúsund muni kjósa á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigríður Kristinsdóttir. Einnig er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá öllum sendiskrifstofur Íslands (nema Fastanefnd hjá NATO í Brussel), aðalræðisskrifstofum í Winnipeg, Þórshöfn og Nuuk og hjá kjörræðismönnum. Kjósendum er ráðlagt að hafa samband við sendiskrifstofur og kjörræðismenn og bóka tíma eftir samkomulagi til að kjósa. Allir íslenskir ríkisborgarar átján ára og eldri á kjördag sem hafa átt lögheimili erlendis skemur en 16 ár, talið frá 1. desember síðast liðnum, eru sjálfkrafa með kosningarétt á Íslandi. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23 Kappræðurnar höfðu talsverð áhrif á kjósendur Kappræður Ríkisútvarpsins þann 3. maí virðast hafa haft talsverð áhrif á hug kjósenda. Frammistaða frambjóðenda hafði þó meiri áhrif á konur en karla og meiri áhrif á ungt fólk en eldra. 11. maí 2024 13:44 Stefnir í tveggja turna tal Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir eru hnífjafnar í kapphlaupinu mikla á Bessastaði nú þegar þrjár vikur eru til forsetakosninga. 10. maí 2024 16:40 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Í dag er ellefti dagurinn sem hægt hefur verið að kjósa utan kjörfundar vegna forsetakosninganna hinn 1. júní næst komandi. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir mun færri hafa kosið á fyrstu tíu dögunum en í síðustu forsetakosningum. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu reiknar með að 40-45 þúsund manns muni kjósa utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu.Stöð 2/Ívar Fannar „Þetta hefur gengið mjög vel. Fór rólega af stað. Núna klukkan 11:15 hafa kosið hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu 1.733. Þá hafa 2.691 kosið á öllu landinu og í sendiráðunum,“ segir Sigríður. Í forsetakosningunum 2020 þegar Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn höfðu 4.936 kosið á fyrstu tíu dögunum, þar af 3.869 á höfuðborgarsvæðinu, eða rétt tæplega helmingi fleiri en á fyrstu tíu dögunum fyrir komandi kosningar. Þá var kjördagurinn hins vegar mun síðar eða hinn 27. júní og frambjóðendur aðeins tveir. Valið hefur því ef til vill verið auðveldara og fleiri viljað kjósa áður en haldið var í sumarleyfi. Sigríður segir kjörsóknina hins vegar að glæðast. „Já, hún er að gera það. Eins og til dæmis í gær. Þá kusu 350 á höfuðborgarsvæðinu. Sem er tvöföldun frá deginum áður. En það hafa verið að kjósa svona frá 120 til 140 á dag frá því við opnuðum,“ segir sýslumaður. Á höfuðborgarsvæðinu er kjörfundur á fyrstu hæði í Holtagörðum 1 þar sem er opið frá klukkan tíu til átta. Opunartíminn verður síðan lengdur hinn 21. maí til klukkan tíu og hægt að kjósa þar allt fram á kjördag. Það eins sem kjósendur þurfa að muna eftir er að taka með sér gild persónuskilríki. Hægt er að kjósa frá klukkan tíu til átta í Holtagörðum 1 í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Fyrir forsetakosningarnar 2020 kusu tæplega fjörutíu þúsund manns utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu og 53.968 í heildina. Sigríður reiknar með svipuðum fjölda nú. „Áætlanir okkar gera ráð fyrir að fjörutíu til fjörutíu og fimm þúsund muni kjósa á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigríður Kristinsdóttir. Einnig er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá öllum sendiskrifstofur Íslands (nema Fastanefnd hjá NATO í Brussel), aðalræðisskrifstofum í Winnipeg, Þórshöfn og Nuuk og hjá kjörræðismönnum. Kjósendum er ráðlagt að hafa samband við sendiskrifstofur og kjörræðismenn og bóka tíma eftir samkomulagi til að kjósa. Allir íslenskir ríkisborgarar átján ára og eldri á kjördag sem hafa átt lögheimili erlendis skemur en 16 ár, talið frá 1. desember síðast liðnum, eru sjálfkrafa með kosningarétt á Íslandi.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23 Kappræðurnar höfðu talsverð áhrif á kjósendur Kappræður Ríkisútvarpsins þann 3. maí virðast hafa haft talsverð áhrif á hug kjósenda. Frammistaða frambjóðenda hafði þó meiri áhrif á konur en karla og meiri áhrif á ungt fólk en eldra. 11. maí 2024 13:44 Stefnir í tveggja turna tal Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir eru hnífjafnar í kapphlaupinu mikla á Bessastaði nú þegar þrjár vikur eru til forsetakosninga. 10. maí 2024 16:40 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23
Kappræðurnar höfðu talsverð áhrif á kjósendur Kappræður Ríkisútvarpsins þann 3. maí virðast hafa haft talsverð áhrif á hug kjósenda. Frammistaða frambjóðenda hafði þó meiri áhrif á konur en karla og meiri áhrif á ungt fólk en eldra. 11. maí 2024 13:44
Stefnir í tveggja turna tal Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir eru hnífjafnar í kapphlaupinu mikla á Bessastaði nú þegar þrjár vikur eru til forsetakosninga. 10. maí 2024 16:40
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent