Hjartastaður – hvaðan ertu? Anna Sigríður Melsteð skrifar 14. maí 2024 13:00 Söfn þekkjum við flest sem stofnun sem safnar og sýnir athyglisverða muni. Allt frá því að fyrstu almenningssöfnin litu dagsins ljós á 17. öld hefur þeim fjölgað en hlutverk þeirra var í upphafi m.a. það að mennta alþýðuna og halda henni upplýstri. Söfn fóru að safna markvisst og svæðisbundið munum og heimildum og undirstrikuðu þannig sjálfstæði þjóða og sérstæði þjóðarhópa. Íslensk söfn koma til sögunnar talsvert seinna eða undir lok 19. aldarinnar þegar forngripasafnið, síðar Þjóðminjasafn Íslands, var stofnað. Byggðasöfn á landsbyggðinni byggðust upp á fyrri hluta 20. aldar og var þeim einkum ætlað það hlutverk að varðveita bændamenninguna og þá menningu sem var að hverfa við myndun þéttbýlis. Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla var stofnað árið 1956 en fyrsta grunnsýning þess var opnuð árið 2001 í nýuppgerðu húsi sem Árni Thorlacius reisti 1832 í Stykkishólmi. Ný grunnsýning safnsins, Hjartastaður, opnaði haustið 2023. Þegar ákveðið var að breyta um grunnsýningu safnsins lá fyrir að efnistök nýrrar sýningar yrðu um margt ólík fyrri sýningu sem sýndi heldra heimili á ofanverðri 19. öld. Mörg söfn, og þar með talið Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, hafa í gegnum tíðina sætt gagnrýni fyrir stefnu sína í sýningahaldi m.a. fyrir nýlendustefnu, að hylla feðraveldið, að einblína á menningu yfirstétta í sýningum sínum og fyrir skort á miðlun alþýðumenningar. Þegar ákveðið var að setja upp nýja grunnsýningu á Byggðasafninu var settur á stofn stýrihópur með það að markmiði að eiga samtal við íbúa svæðisins um nýju sýninguna. Niðurstöður þeirrar vinnu var að sýningin skyldi endurspegla sögu og menningu Snæfellsness alls á 20. öld, þar sem sagan yrði sögð frá sjónarhóli ungs fólks á svæðinu. Í þessum áherslum var sleginn nýr tónn fyrir safnið, þar sem óskir um að ungt fólk á þröskuldi fullorðinsára segði sínar sögur úr heimahögunum og tengsl sín við þá, að raddir sem sjaldan fá pláss í sýningum tækju sviðið, ef svo má að orði komast. Þessar áherslur kölluðu á rannsóknir á efninu og var ráðist í þær í kjölfar vinnu stýrihópsins. Tíu djúpviðtöl við einstaklinga á ýmsum aldri voru hljóðrituð á tveggja ára tímabili og á sama tíma voru settar fram spurningakannanir á samfélagsmiðlum og svörum safnað saman til skoðunar fyrir handrit sýningarinnar. Rannsóknin dró fram efnivið í tengslum við menningararf Snæfellsness þar sem almenningi er gefin rödd og sýningarhandrit byggði að stórum hluta á. Gögnin sýna m.a. fram á djúp staðartengsl íbúa við staðinn, hjartastaðinn, sinn á Snæfellsnesi. Á það bæði við um náttúru og umhverfi staðarins ekki síður en samfélag hvers staðar fyrir sig. Þannig er það ríkt persónueinkenni meðal íbúa á Snæfellsnesi að kenna sig við staðinn sinn. Sýningin er sambland af þematengdri- og tímalínunálgun þar sem gestum hennar er boðið upp á að draga eigin ályktanir auk þess sem þeim er gefið tækifæri til að yfirfæra á aðrar aðstæður og einstaklinga sem og því að spegla þær við sjálf sig þegar hún er skoðuð. Rannsóknarvinna í aðdraganda sýningar skiptir sköpum svo vel takist til. Hún byggir upp efni þeirra og er á sama tíma nýr fróðleikur sem verður að kveikjum fyrir hugleiðingar gesta hennar. Það að leyfa nýjum röddum að heyrast, breyta um sjónarhorn og skoða hluti í nýju ljósi kallar á öflugt rannsóknarstarf og er nauðsynlegt svo söfn geti haldið áfram að breytast og þróast með samfélaginu. Höfundur er þjóðfræðingur og sýningarstjóri Hjartastaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Söfn þekkjum við flest sem stofnun sem safnar og sýnir athyglisverða muni. Allt frá því að fyrstu almenningssöfnin litu dagsins ljós á 17. öld hefur þeim fjölgað en hlutverk þeirra var í upphafi m.a. það að mennta alþýðuna og halda henni upplýstri. Söfn fóru að safna markvisst og svæðisbundið munum og heimildum og undirstrikuðu þannig sjálfstæði þjóða og sérstæði þjóðarhópa. Íslensk söfn koma til sögunnar talsvert seinna eða undir lok 19. aldarinnar þegar forngripasafnið, síðar Þjóðminjasafn Íslands, var stofnað. Byggðasöfn á landsbyggðinni byggðust upp á fyrri hluta 20. aldar og var þeim einkum ætlað það hlutverk að varðveita bændamenninguna og þá menningu sem var að hverfa við myndun þéttbýlis. Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla var stofnað árið 1956 en fyrsta grunnsýning þess var opnuð árið 2001 í nýuppgerðu húsi sem Árni Thorlacius reisti 1832 í Stykkishólmi. Ný grunnsýning safnsins, Hjartastaður, opnaði haustið 2023. Þegar ákveðið var að breyta um grunnsýningu safnsins lá fyrir að efnistök nýrrar sýningar yrðu um margt ólík fyrri sýningu sem sýndi heldra heimili á ofanverðri 19. öld. Mörg söfn, og þar með talið Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, hafa í gegnum tíðina sætt gagnrýni fyrir stefnu sína í sýningahaldi m.a. fyrir nýlendustefnu, að hylla feðraveldið, að einblína á menningu yfirstétta í sýningum sínum og fyrir skort á miðlun alþýðumenningar. Þegar ákveðið var að setja upp nýja grunnsýningu á Byggðasafninu var settur á stofn stýrihópur með það að markmiði að eiga samtal við íbúa svæðisins um nýju sýninguna. Niðurstöður þeirrar vinnu var að sýningin skyldi endurspegla sögu og menningu Snæfellsness alls á 20. öld, þar sem sagan yrði sögð frá sjónarhóli ungs fólks á svæðinu. Í þessum áherslum var sleginn nýr tónn fyrir safnið, þar sem óskir um að ungt fólk á þröskuldi fullorðinsára segði sínar sögur úr heimahögunum og tengsl sín við þá, að raddir sem sjaldan fá pláss í sýningum tækju sviðið, ef svo má að orði komast. Þessar áherslur kölluðu á rannsóknir á efninu og var ráðist í þær í kjölfar vinnu stýrihópsins. Tíu djúpviðtöl við einstaklinga á ýmsum aldri voru hljóðrituð á tveggja ára tímabili og á sama tíma voru settar fram spurningakannanir á samfélagsmiðlum og svörum safnað saman til skoðunar fyrir handrit sýningarinnar. Rannsóknin dró fram efnivið í tengslum við menningararf Snæfellsness þar sem almenningi er gefin rödd og sýningarhandrit byggði að stórum hluta á. Gögnin sýna m.a. fram á djúp staðartengsl íbúa við staðinn, hjartastaðinn, sinn á Snæfellsnesi. Á það bæði við um náttúru og umhverfi staðarins ekki síður en samfélag hvers staðar fyrir sig. Þannig er það ríkt persónueinkenni meðal íbúa á Snæfellsnesi að kenna sig við staðinn sinn. Sýningin er sambland af þematengdri- og tímalínunálgun þar sem gestum hennar er boðið upp á að draga eigin ályktanir auk þess sem þeim er gefið tækifæri til að yfirfæra á aðrar aðstæður og einstaklinga sem og því að spegla þær við sjálf sig þegar hún er skoðuð. Rannsóknarvinna í aðdraganda sýningar skiptir sköpum svo vel takist til. Hún byggir upp efni þeirra og er á sama tíma nýr fróðleikur sem verður að kveikjum fyrir hugleiðingar gesta hennar. Það að leyfa nýjum röddum að heyrast, breyta um sjónarhorn og skoða hluti í nýju ljósi kallar á öflugt rannsóknarstarf og er nauðsynlegt svo söfn geti haldið áfram að breytast og þróast með samfélaginu. Höfundur er þjóðfræðingur og sýningarstjóri Hjartastaðar.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar