Hið opinbera skuldi sér og öðrum mæðrum afsökunarbeiðni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. maí 2024 19:02 Ólöf Melkorka Laufeyjardóttir kennslu-og guðfræðingur vill að hið opinbera biðji sig og aðrar konur sem misstu börn sín frá sér á vöggustofur vegna aðstæðna, afsökunar. Aðsend Kona sem missti barn sitt á Vöggustofu vegna veikinda og var þar neitað um að umgangast það fer fram á að Reykjavíkurborg og aðrir opinberir aðilar sem komu að málinu biðji sig afsökunar. Fátækar, einstæðar og veikar mæður sem hafi misst börnin sína á slíkar stofnanir eigi inni afsökunarbeiðni frá hinu opinbera. „Ég grét ekki þegar hún var tekin, ég grét ekki þegar ég horfði á hana gegnum glerið, ég hef aldrei grátið hana. Ég hef aldrei þorað að sakna hennar en ég má það núna eftir þennan þátt,“ segir Ólöf Melkorka Laufeyjardóttir sem sagði frá reynslu sinni af því að missa barn sitt á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins vegna aðstæðna sinna, sem var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún telur að hið opinbera skuldi sér afsökunarbeiðni. „Ósk mín er að fá nafnið mitt til baka, að fá mig til baka. Það verði sagt við mig: Ólöf Melkorka þú ert eðlileg en lentir í áföllum sem breyttu hegðun þinni á þessum tíma. Það er bara hægt með því að hið opinbera kerfi biðji mig afsökunar á hvernig komið var fram við mig á þessum tíma. Ég þarf að fá skilning og virðingu. Að það verði tekið í höndina á mér og ég verði beðin fyrirgefningar. Mér yrði jafnvel hælt fyrir hversu langt ég hef náð í lífinu þrátt fyrir að kerfið hafi traðkað á mér um árabil,“ segir Ólöf Melkorka. Gengu í gegnum logandi helvíti Það sama eigi við um aðrar fátækar, veikar eða einstæðar mæður sem voru í svipaðri stöðu og hún á þessum tíma og misstu barn sitt á Vöggustofu vegna erfiðra aðstæðna. „Kerfið ætti að biðja allar þessar mæður sem gengu í gegnu logandi helvíti, fyrirgefningar. Ég veit það margar eru dánar þetta er svo langur tími sem er liðinn en jafnvel dáin manneskja á fyrirgefningu skilið og enduruppreisn,“ segir hún. Hún segir að reynsla sín hafi haft mikil áhrif á sig allt lífið. „Það er fátt erfiðara en að verða fyrir því að barn er tekið af manni og fylgir manni alla tíð,“ segir Ólöf. Vistheimili Vöggustofur í Reykjavík Tengdar fréttir Vinnubrögðin gátu leitt til dauða Læknir og hjúkrunarfræðingur sem sáu um vöggustofuna að Hlíðarenda ákváðu að reka hana eins og spítala. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augun á þeim og foreldrar fengu aðeins að horfa á þau gegnum gler. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun jafnvel geta verið lífshættulega fyrir ungbörn. 6. maí 2024 08:01 Frumsýning á Vísi: Segja þjóðinni loksins frá harðræðinu á vistheimilunum Þúsundir barna hafa verið vistuð á vegum hins opinbera á upptökuheimilum hér og þar um landið í gegnum tíðina. Í fyrsta sinn fær fólkið sem lifði af að segja þjóðinni frá því hvaða meðferð það sætti á vistheimilum í heimildaþáttunum Vistheimilin með Berghildi Erlu Bernharðsdóttur. 23. apríl 2024 14:45 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira
„Ég grét ekki þegar hún var tekin, ég grét ekki þegar ég horfði á hana gegnum glerið, ég hef aldrei grátið hana. Ég hef aldrei þorað að sakna hennar en ég má það núna eftir þennan þátt,“ segir Ólöf Melkorka Laufeyjardóttir sem sagði frá reynslu sinni af því að missa barn sitt á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins vegna aðstæðna sinna, sem var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún telur að hið opinbera skuldi sér afsökunarbeiðni. „Ósk mín er að fá nafnið mitt til baka, að fá mig til baka. Það verði sagt við mig: Ólöf Melkorka þú ert eðlileg en lentir í áföllum sem breyttu hegðun þinni á þessum tíma. Það er bara hægt með því að hið opinbera kerfi biðji mig afsökunar á hvernig komið var fram við mig á þessum tíma. Ég þarf að fá skilning og virðingu. Að það verði tekið í höndina á mér og ég verði beðin fyrirgefningar. Mér yrði jafnvel hælt fyrir hversu langt ég hef náð í lífinu þrátt fyrir að kerfið hafi traðkað á mér um árabil,“ segir Ólöf Melkorka. Gengu í gegnum logandi helvíti Það sama eigi við um aðrar fátækar, veikar eða einstæðar mæður sem voru í svipaðri stöðu og hún á þessum tíma og misstu barn sitt á Vöggustofu vegna erfiðra aðstæðna. „Kerfið ætti að biðja allar þessar mæður sem gengu í gegnu logandi helvíti, fyrirgefningar. Ég veit það margar eru dánar þetta er svo langur tími sem er liðinn en jafnvel dáin manneskja á fyrirgefningu skilið og enduruppreisn,“ segir hún. Hún segir að reynsla sín hafi haft mikil áhrif á sig allt lífið. „Það er fátt erfiðara en að verða fyrir því að barn er tekið af manni og fylgir manni alla tíð,“ segir Ólöf.
Vistheimili Vöggustofur í Reykjavík Tengdar fréttir Vinnubrögðin gátu leitt til dauða Læknir og hjúkrunarfræðingur sem sáu um vöggustofuna að Hlíðarenda ákváðu að reka hana eins og spítala. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augun á þeim og foreldrar fengu aðeins að horfa á þau gegnum gler. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun jafnvel geta verið lífshættulega fyrir ungbörn. 6. maí 2024 08:01 Frumsýning á Vísi: Segja þjóðinni loksins frá harðræðinu á vistheimilunum Þúsundir barna hafa verið vistuð á vegum hins opinbera á upptökuheimilum hér og þar um landið í gegnum tíðina. Í fyrsta sinn fær fólkið sem lifði af að segja þjóðinni frá því hvaða meðferð það sætti á vistheimilum í heimildaþáttunum Vistheimilin með Berghildi Erlu Bernharðsdóttur. 23. apríl 2024 14:45 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira
Vinnubrögðin gátu leitt til dauða Læknir og hjúkrunarfræðingur sem sáu um vöggustofuna að Hlíðarenda ákváðu að reka hana eins og spítala. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augun á þeim og foreldrar fengu aðeins að horfa á þau gegnum gler. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun jafnvel geta verið lífshættulega fyrir ungbörn. 6. maí 2024 08:01
Frumsýning á Vísi: Segja þjóðinni loksins frá harðræðinu á vistheimilunum Þúsundir barna hafa verið vistuð á vegum hins opinbera á upptökuheimilum hér og þar um landið í gegnum tíðina. Í fyrsta sinn fær fólkið sem lifði af að segja þjóðinni frá því hvaða meðferð það sætti á vistheimilum í heimildaþáttunum Vistheimilin með Berghildi Erlu Bernharðsdóttur. 23. apríl 2024 14:45