„Búinn að vera tilfinningarússibani“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. maí 2024 08:00 Jón Guðni Fjóluson Vísir/Arnar Fótboltamaðurinn Jón Guðni Fjóluson hefur sigrast á miklu mótlæti síðustu misseri og náði í gær að komast aftur á völlinn eftir langt hlé. Það var á sunnudagskvöldið í Víkinni sem Jón Guðni spilaði sinn fyrsta fótboltaleik í tvö og hálft ár eftir krossbandameiðsli sem hafa leikið hann grátt. En hvernig var tilfinningin að mæta aftur á völlinn? „Það var bara frábær tilfinning og maður var búinn að bíða lengi eftir þessu. Það hefur ekki alltaf verið sjálfsagt að maður myndi snúa aftur en þetta var ógeðslega gaman maður,“ segir Jón Guðni kátur. Jón Guðni spilaði fyrri hálfleikinn í 2-0 sigri Víkings á FH í gær og komst vel frá verkefninu þrátt fyrir að leika í vinstri bakverði í fyrsta skipti í rúman áratug. Allan atvinnumannaferilinn lék hann sem miðvörður. Honum tókst að leggja upp mark fyrir Aron Elís Þrándarson undir lok hálfleiksins. Það var kærkomið eftir erfið undanfarin ár. „Þetta er búinn að vera tilfinningarússibani. Þetta er ekki skemmtilegt og enginn fótboltamaður sem vill meiðast. En þetta eru búin að vera löng og erfið meiðsli, margar aðgerðir og mikið af inngripum. Ég aldrei komist út á völl þannig séð, ekki nema bara til að jogga og aldrei verið nálægt, í sjálfu sér. Þetta er búið að reyna mikið á, en loksins er maður komin í gegnum þetta og biðin var þess virði,“ segir Jón Guðni. En hvað var erfiðast í þessu langa endurhæfingarferli? „Erfiðast var að vita að ég þyrfti að fara í aðra aðgerð. Það var ári eftir fyrstu aðgerð en ég hafði þá fengið sýkingu í hnéð. Það kom í ljós og læknirinn segir, þegar ég vakna eftir svæfingu, að við eigum eftir að sjást töluvert mikið aftur. Það var erfiðasti parturinn í þessu.“ Áfram gakk Jón Guðni hefur það fínt í dag og hlakkar til að fjölga mínútunum. „Ég er bara furðulega góður. Það er allt í fínu standi, ekkert vesen á neinu svo ég get ekki kvartað,“ segir Jón Guðni og bætir við: „Næstu skref er bara endurhæfing í dag og svo sjáum við hvernig staðan er á morgun. Það er bikarleikur á fimmtudaginn, við tökum þetta dag fyrir dag og sjáum hvernig staðan er. Við höldum bara áfram.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Það var á sunnudagskvöldið í Víkinni sem Jón Guðni spilaði sinn fyrsta fótboltaleik í tvö og hálft ár eftir krossbandameiðsli sem hafa leikið hann grátt. En hvernig var tilfinningin að mæta aftur á völlinn? „Það var bara frábær tilfinning og maður var búinn að bíða lengi eftir þessu. Það hefur ekki alltaf verið sjálfsagt að maður myndi snúa aftur en þetta var ógeðslega gaman maður,“ segir Jón Guðni kátur. Jón Guðni spilaði fyrri hálfleikinn í 2-0 sigri Víkings á FH í gær og komst vel frá verkefninu þrátt fyrir að leika í vinstri bakverði í fyrsta skipti í rúman áratug. Allan atvinnumannaferilinn lék hann sem miðvörður. Honum tókst að leggja upp mark fyrir Aron Elís Þrándarson undir lok hálfleiksins. Það var kærkomið eftir erfið undanfarin ár. „Þetta er búinn að vera tilfinningarússibani. Þetta er ekki skemmtilegt og enginn fótboltamaður sem vill meiðast. En þetta eru búin að vera löng og erfið meiðsli, margar aðgerðir og mikið af inngripum. Ég aldrei komist út á völl þannig séð, ekki nema bara til að jogga og aldrei verið nálægt, í sjálfu sér. Þetta er búið að reyna mikið á, en loksins er maður komin í gegnum þetta og biðin var þess virði,“ segir Jón Guðni. En hvað var erfiðast í þessu langa endurhæfingarferli? „Erfiðast var að vita að ég þyrfti að fara í aðra aðgerð. Það var ári eftir fyrstu aðgerð en ég hafði þá fengið sýkingu í hnéð. Það kom í ljós og læknirinn segir, þegar ég vakna eftir svæfingu, að við eigum eftir að sjást töluvert mikið aftur. Það var erfiðasti parturinn í þessu.“ Áfram gakk Jón Guðni hefur það fínt í dag og hlakkar til að fjölga mínútunum. „Ég er bara furðulega góður. Það er allt í fínu standi, ekkert vesen á neinu svo ég get ekki kvartað,“ segir Jón Guðni og bætir við: „Næstu skref er bara endurhæfing í dag og svo sjáum við hvernig staðan er á morgun. Það er bikarleikur á fimmtudaginn, við tökum þetta dag fyrir dag og sjáum hvernig staðan er. Við höldum bara áfram.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira