Ætlar að gera Grillhúsið að heitasta staðnum í Borgarnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2024 14:45 Örvar er spenntur fyrir framtíðinni á Grillhúsinu þar sem gestir eiga ekki bara von á borgara heldur gætu verið blústónleikar, pílukeppni eða pöbbkvis í gangi. Örvar Bessason er reynslumikill matreiðslumaður til sjós og lands. Hann lærði sjókokkinn fyrir um 30 árum og starfaði sem kokkur á frystitogurum árum saman. Þess á milli vann hann á veitingastöðum í landi. Hans næsta verkefni er að gera Grillhúsið í Borgarnesi að heitasta veitinga- og samverustaðnum í Borgarnesi. Örvar segist hafa rekið augun í auglýsingu um sölu á Grillhúsinu í Borgarnesi um áramótin en þá hafði hann starfað sem rekstrarstjóri staðarins í nokkra mánuði. „Ég sá bara tækifæri til að stimpla mig inn í bæinn,“ segir Örvar. Hann hafi búið í Borgarnesi sem krakki. „Það er leiðinlegt hvernig þróunin hefur verið. Borgnesingar hafa sótt alla afþreyingu út úr bænum. En ég ætla að reyna að snúa þessu við,“ segir Örvar. Pílusalur opnaður Spenna er fyrir nýjum pílusal sem Örvar hyggst opna í öðru rými í húsinu. Opnunin er handan við hornið. Þá stendur hann fyrir alls konar viðburðum og hefur raunar gert undanfarna mánuði. Þar ber hæst pöbbkviss, trúbadorar og síðast en ekki síst blúshátíð þar sem fjórar hljómsveitir tróðu upp. Andrea Gylfadóttir blúsdrottning á meðal flytjenda. Blúsað við þjóðveg 1. Grillhúsið stendur við Þjóðveg 1 þegar ekið er í gegnum Borgarnesi. „Það hefur verið fín mæting á alla þessa viðburði, hvort sem það er pöbbkvis, trúbador eða blús. Það þarf greinilega bara að vera eitthvað til staðar fyrir fólkið og þá mætir það.“ Grillhúsið í Borgarnesi var auglýst til sölu ásamt tveimur veitingastöðum Grillhússins í Reykjavík um áramótin. Eigendur TGI Fridays keyptu reksturinn í Reykjavík en Örvar fer fyrir hópnum sem keypti útibúið í Borgarnesi. Opið í annan endann „Þetta er alveg dýrt. Miklu meira en ein fjölskylda ræður við. Ég þurfti að finna mannskap með mér og fann þá. Mjög góða og reynslumikla menn.“ Staðurinn opnar dyr sínar á hverjum degi klukkan ellefu og Örvar ætlar að hafa opið þangað til fólk er hætt að mæta. „Það fyrsta sem ég gerði var að ég tók út að það loki klukkan níu eða tíu. Það er algjör óþarfi að vera með sex starfsmenn í húsi og ekkert að gerast. En svo ef það er eitthvað að gerast þá vil ég hafa opið,“ segir Örvar. Þó ekki lengur en til eitt eins og tilskilin leyfi segja til um. En það er eitt alveg ljóst í huga Örvars: „Borgarnes verður staðurinn í sumar.“ Veitingastaðir Borgarbyggð Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Örvar segist hafa rekið augun í auglýsingu um sölu á Grillhúsinu í Borgarnesi um áramótin en þá hafði hann starfað sem rekstrarstjóri staðarins í nokkra mánuði. „Ég sá bara tækifæri til að stimpla mig inn í bæinn,“ segir Örvar. Hann hafi búið í Borgarnesi sem krakki. „Það er leiðinlegt hvernig þróunin hefur verið. Borgnesingar hafa sótt alla afþreyingu út úr bænum. En ég ætla að reyna að snúa þessu við,“ segir Örvar. Pílusalur opnaður Spenna er fyrir nýjum pílusal sem Örvar hyggst opna í öðru rými í húsinu. Opnunin er handan við hornið. Þá stendur hann fyrir alls konar viðburðum og hefur raunar gert undanfarna mánuði. Þar ber hæst pöbbkviss, trúbadorar og síðast en ekki síst blúshátíð þar sem fjórar hljómsveitir tróðu upp. Andrea Gylfadóttir blúsdrottning á meðal flytjenda. Blúsað við þjóðveg 1. Grillhúsið stendur við Þjóðveg 1 þegar ekið er í gegnum Borgarnesi. „Það hefur verið fín mæting á alla þessa viðburði, hvort sem það er pöbbkvis, trúbador eða blús. Það þarf greinilega bara að vera eitthvað til staðar fyrir fólkið og þá mætir það.“ Grillhúsið í Borgarnesi var auglýst til sölu ásamt tveimur veitingastöðum Grillhússins í Reykjavík um áramótin. Eigendur TGI Fridays keyptu reksturinn í Reykjavík en Örvar fer fyrir hópnum sem keypti útibúið í Borgarnesi. Opið í annan endann „Þetta er alveg dýrt. Miklu meira en ein fjölskylda ræður við. Ég þurfti að finna mannskap með mér og fann þá. Mjög góða og reynslumikla menn.“ Staðurinn opnar dyr sínar á hverjum degi klukkan ellefu og Örvar ætlar að hafa opið þangað til fólk er hætt að mæta. „Það fyrsta sem ég gerði var að ég tók út að það loki klukkan níu eða tíu. Það er algjör óþarfi að vera með sex starfsmenn í húsi og ekkert að gerast. En svo ef það er eitthvað að gerast þá vil ég hafa opið,“ segir Örvar. Þó ekki lengur en til eitt eins og tilskilin leyfi segja til um. En það er eitt alveg ljóst í huga Örvars: „Borgarnes verður staðurinn í sumar.“
Veitingastaðir Borgarbyggð Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira