Hvað þarf til að forseti beiti málskotsrétti? Salvör Nordal skrifar 13. maí 2024 13:31 Í aðdraganda forsetakosninganna hafa frambjóðendur verið spurðir um hvernig þeir hyggist beita málskotsrétti forseta sem kveðið er á um 26. grein stjórnarskrárinnar, eða eins og það er stundum orðað, hvað þyrfti til að viðkomandi samþykkti ekki lög frá Alþingi. Í svörum hafa verið nefnd brot á mannréttindum, samningur um að ganga í Evrópusambandið án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu, löggjöf um útlendingamál, lög sem með einhverjum hætti brjóta á réttindum kvenna, hinsegin fólks eða fatlaðra, lög sem feli í sér gjörbreytingu á auðlindamálum, varði framtíðina miklu og svo mætti áfram telja. Einhverjir hafa jafnframt nefnt mikilvægi þess að meta þann ágreiningi sem uppi er eða hvort afgerandi óánægja sé til staðar. Í þessu samhengi er áhugavert að rifja upp þau örfáu tilvik þar sem málskotsréttinum hefur verið beitt og ítreka að í honum felst ekki, eða þarf ekki að felast efnisleg afstaða forseta til laganna sem um ræðir (Ólafur Ragnar Grímsson gaf til dæmis ekki upp sína afstöðu þegar hann neitaði að skrifa undir í þeim þremur tilvikum sem hann synjaði lögum undirritun) heldur felur synjunin í sér mat forseta að rétt sé að færa ákvörðun um lagasetningu frá Alþingi til þjóðarinnar. Hann þarf því að skynja mjög skýran vilja þjóðarinnar til að fá málið í sínar hendur og að um málið sé meiriháttar ágreiningur. Þeir sem muna aðstæður á Íslandi, þegar fjölmiðlafrumvarpið og Icesave samningarnir voru til umræðu, muna hversu gríðarlegur ágreiningur var um þessi mál, ekki einungis á Alþingi, heldur í samfélaginu öllu. Þetta átti ekki síst við um Icesave samningana, en segja má að samfélagið hafi leikið á reiðiskjálfi vegna þeirra í langan tíma. Hvort sem þing eða forseti vísar máli í þjóðaratkvæðagreiðslu er afar líklegt að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi áhrif á viðkomandi valdhafa. Með þjóðaratkvæðagreiðslu tekur meirihluti kjósenda afstöðu annað hvort með meirihluta þingsins eða á móti honum. Í báðum Icesave kosningunum var kosið gegn þinginu eða ríkisstjórninni og samningarnir felldir. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin segði ekki af sér, veikti niðurstaðan ríkisstjórnina. Fyrir forsetann má segja að hann hafi „unnið“ kosningarnar, þ.e. niðurstaðan sýndi að það var rétt af forseta að vísa málinu til þjóðarinnar, en samt reyndist þetta ekki að öllu leyti auðvelt fyrir hann. Stjórnarmeirihlutinn í þau skipti sem forseti neitaði að undirrita hugsaði honum þegjandi þörfina enda er það viss niðurlæging að tapa kosningu þjóðarinnar eða draga málið til baka eins og gerðist í tilviki fjölmiðlalaganna. Forsetakosningar voru haldnar skömmu eftir fjölmiðlamálið árið 2004 en þá hafði Ólafur Ragnar setið í 8 ár. Í þeim kosningum, þar sem mótframbjóðendur voru Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson, fékk Ólafur Ragnar afgerandi meirihluta en þó þannig að um 20% atkvæða voru auð svo Ólafur Ragnar fékk um 67% af greiddum atkvæðum. Eftir að hafa synjað Icesave samningunum í tvígang, fékk Ólafur Ragnar árið 2012 öflugri mótframboð. Í þeim kosningum fékk Ólafur Ragnar tæp 53% atkvæða, en Þóra Arnórsdóttir, sem næst kom, um 33 % atkvæða. Óhætt er að segja að á þessum tímapunkti hafi Ólafur Ragnar verið afar umdeildur í embætti, eins og sést á niðurstöðum kosninganna, og þar hafi miklu skipt að hann beitti málskotsréttinum í Icesave málinu þó vissulega kæmi fleira til, enda var hann þá búinn að sitja í embætti í 16 ár. Þetta er rifjað upp til að árétta að viðbúið er að beiting málskotsréttarins verði ætið mjög umdeild, og ólíklegt að sá sem beiti honum geri það nema í undantekningartilvikum og í deilum þar sem hann telur líklegra en hitt að lögin verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Engin leið er að sjá fyrir um mál í framtíðinni þar sem slíkar aðstæður væru uppi og óhætt að fullyrða að enginn hefði getað séð fyrir, að bankahrun og afleiðingar þess kynnu að leiða til milliríkjadeilu sem hefur orsakað einar mestu deilur í íslensku samfélagi síðustu áratugi. Þess vegna getur frambjóðandi til forseta í raun ekki svarað því við hvaða aðstæður kæmi til greina að hann beitti 26. gr. stjórnarskrárinnar, og hans eigið gildismat eða hvaða lög hann getur mögulega ekki fellt sig við er ekki endilega aðalatriðið við slíkt mat, heldur mat á á stöðunni í samfélaginu, ágreiningnum sem uppi er, aðstæður í stjórnmálunum og svo auðvitað verður forseti að hafa persónulegan kjark til að taka slíka ákvörðun, meti hann hana nauðsynlega. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda forsetakosninganna hafa frambjóðendur verið spurðir um hvernig þeir hyggist beita málskotsrétti forseta sem kveðið er á um 26. grein stjórnarskrárinnar, eða eins og það er stundum orðað, hvað þyrfti til að viðkomandi samþykkti ekki lög frá Alþingi. Í svörum hafa verið nefnd brot á mannréttindum, samningur um að ganga í Evrópusambandið án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu, löggjöf um útlendingamál, lög sem með einhverjum hætti brjóta á réttindum kvenna, hinsegin fólks eða fatlaðra, lög sem feli í sér gjörbreytingu á auðlindamálum, varði framtíðina miklu og svo mætti áfram telja. Einhverjir hafa jafnframt nefnt mikilvægi þess að meta þann ágreiningi sem uppi er eða hvort afgerandi óánægja sé til staðar. Í þessu samhengi er áhugavert að rifja upp þau örfáu tilvik þar sem málskotsréttinum hefur verið beitt og ítreka að í honum felst ekki, eða þarf ekki að felast efnisleg afstaða forseta til laganna sem um ræðir (Ólafur Ragnar Grímsson gaf til dæmis ekki upp sína afstöðu þegar hann neitaði að skrifa undir í þeim þremur tilvikum sem hann synjaði lögum undirritun) heldur felur synjunin í sér mat forseta að rétt sé að færa ákvörðun um lagasetningu frá Alþingi til þjóðarinnar. Hann þarf því að skynja mjög skýran vilja þjóðarinnar til að fá málið í sínar hendur og að um málið sé meiriháttar ágreiningur. Þeir sem muna aðstæður á Íslandi, þegar fjölmiðlafrumvarpið og Icesave samningarnir voru til umræðu, muna hversu gríðarlegur ágreiningur var um þessi mál, ekki einungis á Alþingi, heldur í samfélaginu öllu. Þetta átti ekki síst við um Icesave samningana, en segja má að samfélagið hafi leikið á reiðiskjálfi vegna þeirra í langan tíma. Hvort sem þing eða forseti vísar máli í þjóðaratkvæðagreiðslu er afar líklegt að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi áhrif á viðkomandi valdhafa. Með þjóðaratkvæðagreiðslu tekur meirihluti kjósenda afstöðu annað hvort með meirihluta þingsins eða á móti honum. Í báðum Icesave kosningunum var kosið gegn þinginu eða ríkisstjórninni og samningarnir felldir. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin segði ekki af sér, veikti niðurstaðan ríkisstjórnina. Fyrir forsetann má segja að hann hafi „unnið“ kosningarnar, þ.e. niðurstaðan sýndi að það var rétt af forseta að vísa málinu til þjóðarinnar, en samt reyndist þetta ekki að öllu leyti auðvelt fyrir hann. Stjórnarmeirihlutinn í þau skipti sem forseti neitaði að undirrita hugsaði honum þegjandi þörfina enda er það viss niðurlæging að tapa kosningu þjóðarinnar eða draga málið til baka eins og gerðist í tilviki fjölmiðlalaganna. Forsetakosningar voru haldnar skömmu eftir fjölmiðlamálið árið 2004 en þá hafði Ólafur Ragnar setið í 8 ár. Í þeim kosningum, þar sem mótframbjóðendur voru Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson, fékk Ólafur Ragnar afgerandi meirihluta en þó þannig að um 20% atkvæða voru auð svo Ólafur Ragnar fékk um 67% af greiddum atkvæðum. Eftir að hafa synjað Icesave samningunum í tvígang, fékk Ólafur Ragnar árið 2012 öflugri mótframboð. Í þeim kosningum fékk Ólafur Ragnar tæp 53% atkvæða, en Þóra Arnórsdóttir, sem næst kom, um 33 % atkvæða. Óhætt er að segja að á þessum tímapunkti hafi Ólafur Ragnar verið afar umdeildur í embætti, eins og sést á niðurstöðum kosninganna, og þar hafi miklu skipt að hann beitti málskotsréttinum í Icesave málinu þó vissulega kæmi fleira til, enda var hann þá búinn að sitja í embætti í 16 ár. Þetta er rifjað upp til að árétta að viðbúið er að beiting málskotsréttarins verði ætið mjög umdeild, og ólíklegt að sá sem beiti honum geri það nema í undantekningartilvikum og í deilum þar sem hann telur líklegra en hitt að lögin verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Engin leið er að sjá fyrir um mál í framtíðinni þar sem slíkar aðstæður væru uppi og óhætt að fullyrða að enginn hefði getað séð fyrir, að bankahrun og afleiðingar þess kynnu að leiða til milliríkjadeilu sem hefur orsakað einar mestu deilur í íslensku samfélagi síðustu áratugi. Þess vegna getur frambjóðandi til forseta í raun ekki svarað því við hvaða aðstæður kæmi til greina að hann beitti 26. gr. stjórnarskrárinnar, og hans eigið gildismat eða hvaða lög hann getur mögulega ekki fellt sig við er ekki endilega aðalatriðið við slíkt mat, heldur mat á á stöðunni í samfélaginu, ágreiningnum sem uppi er, aðstæður í stjórnmálunum og svo auðvitað verður forseti að hafa persónulegan kjark til að taka slíka ákvörðun, meti hann hana nauðsynlega. Höfundur er heimspekingur.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun