NFL lið samdi við eineggja tvíbura sem spila sömu stöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2024 13:02 Jadon og Jaxon Janke eru hér með Garret Greenfield, sem var liðsfélagi þeirra í South Dakota State háskólaliðinu. Getty/ Justin Tafoya Tvíburarnir Jadon og Jaxon Janke fá nú tækifæri hjá NFL-liði þrátt fyrir að hafa ekki verið valdir í nýliðavalinu í vor. Houston Texans hefur samið við þá báða og þeir fá tækifæri til að sýna sig og sanna í æfingabúðum nýliða hjá félaginu. Það sem gerir þetta enn sérstakara eru að þeir eru eineggja tvíburar og spila líka sömu stöðu. Í raun munar bara einum staf á nafni þeirra. Annar er með d í nafinu sínu en hinn er með x. Identical twins Jadon and Jaxon Janke sign with Texans after going unselected in 2024 NFL Draft https://t.co/DOs4YkrLL6— ABC13 Houston (@abc13houston) May 6, 2024 Strákarnir stóðu sig mjög vel með South Dakota State University í háskólaboltanum. Þeir eru eldsnöggir útherjar. Þeir gera sér líka vel grein fyrir því að þeir eru nú í mikilli samkeppni við hvor annan um að komast inn í NFL-deildina. „Við erum alltaf að reyna að gera betur en hinn. Það skiptir ekki máli hvort að það er fótbolti, körfubolti, frjálsar íþróttir eða hafnabolti. Nefndu íþróttina og við erum klárir í keppni við hvorn annan,“ sagði Jadon við ABC News. „Tvíburar blómstra og standa sig best þegar þeir eru nálægt hvorum öðrum eða þegar þeir eru saman. Ef þú slítur þá í sundur og setur þá aðskilda í nýtt umhverfi, þá sýna tölurnar það að þeir gefa eftir,“ sagði Jaxon. Þeir hafa líka verið í sama liði síðan í öðrum bekk og þekkja ekkert annað. „Þannig er mál með vexti að rétt áður en við samþykktum að semja við Texans þá fékk Jaxon tilboð frá Seattle. Hann var nálægt því að ganga frá því,“ sagði Jadon. Tilboðið kom hins vegar frá Houston Texans og þeir völdu það. „Umboðsmaðurinn okkar segist aldrei hafa fengið svona samningsboð á sínum ferli og hann er búinn að vera í þessu í tuttugu ár. Mamma okkar var einstaklega ánægð með það að við værum að fara í þetta saman,“ sagði Jaxon. NFL Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Sjá meira
Houston Texans hefur samið við þá báða og þeir fá tækifæri til að sýna sig og sanna í æfingabúðum nýliða hjá félaginu. Það sem gerir þetta enn sérstakara eru að þeir eru eineggja tvíburar og spila líka sömu stöðu. Í raun munar bara einum staf á nafni þeirra. Annar er með d í nafinu sínu en hinn er með x. Identical twins Jadon and Jaxon Janke sign with Texans after going unselected in 2024 NFL Draft https://t.co/DOs4YkrLL6— ABC13 Houston (@abc13houston) May 6, 2024 Strákarnir stóðu sig mjög vel með South Dakota State University í háskólaboltanum. Þeir eru eldsnöggir útherjar. Þeir gera sér líka vel grein fyrir því að þeir eru nú í mikilli samkeppni við hvor annan um að komast inn í NFL-deildina. „Við erum alltaf að reyna að gera betur en hinn. Það skiptir ekki máli hvort að það er fótbolti, körfubolti, frjálsar íþróttir eða hafnabolti. Nefndu íþróttina og við erum klárir í keppni við hvorn annan,“ sagði Jadon við ABC News. „Tvíburar blómstra og standa sig best þegar þeir eru nálægt hvorum öðrum eða þegar þeir eru saman. Ef þú slítur þá í sundur og setur þá aðskilda í nýtt umhverfi, þá sýna tölurnar það að þeir gefa eftir,“ sagði Jaxon. Þeir hafa líka verið í sama liði síðan í öðrum bekk og þekkja ekkert annað. „Þannig er mál með vexti að rétt áður en við samþykktum að semja við Texans þá fékk Jaxon tilboð frá Seattle. Hann var nálægt því að ganga frá því,“ sagði Jadon. Tilboðið kom hins vegar frá Houston Texans og þeir völdu það. „Umboðsmaðurinn okkar segist aldrei hafa fengið svona samningsboð á sínum ferli og hann er búinn að vera í þessu í tuttugu ár. Mamma okkar var einstaklega ánægð með það að við værum að fara í þetta saman,“ sagði Jaxon.
NFL Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Sjá meira