Patrick til bjargar eftir klúður Gylfa og klaufamörk á Akranesi Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 09:59 Patrick Pedersen er kominn með fimm mörk í Bestu deildinni í ár, og alls 104 mörk í efstu deild á Íslandi sem er met hjá erlendum leikmanni. vísir/Anton Viktor Jónsson og Patrick Pedersen eru tveir markahæstu leikmenn Bestu deildar karla í fótbolta og þeir voru báðir á skotskónum í gær þegar tveir leikir fóru fram í sjöttu umferð. Mörkin má nú sjá á Vísi. Viktor skoraði fyrsta mark ÍA í 3-0 sigrinum gegn Vestra, í nýliðaslagnum á Akranesi, og er nú kominn með sex mörk, flest allra í deildinni. Hann hafði áður mest skorað fimm mörk á einni leiktíð í efstu deild, í reyndar aðeins níu leikjum sumarið 2020, en raðað inn mörkum í næstefstu deild. Seinni tvö mörk ÍA mætti skrifa á mikinn klaufaskap Vestramanna en Johannes Vall skoraði það fyrra úr aukaspyrnu af löngu færi, án þess að William Eskelinen næði að verja. Síðasta markið kom þegar Guðfinnur Þór Leósson nýtti sér vandræði Vestra við að koma boltanum í burtu, til að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. Mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá í þessari frétt úr Sportpakkanum í gærkvöld. Á N1-vellinum að Hlíðarenda voru Valsmenn sterkari og unnu 3-1 sigur gegn KA. Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði fyrsta markið með skalla, eftir aukaspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar, en Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði metin úr vítaspyrnu á 42. mínútu. Gylfi fékk tækifæri til að koma Val yfir á nýjan leik úr annarri vítaspyrnu, en Steinþór Már Auðunsson varði frá honum. Það kom þó ekki að sök fyrir Val því Patrick Pedersen skoraði tvö mörk í seinni hálfleiknum. Þessi markahæsti, erlendi leikmaður í sögu efstu deildar hér á landi hefur þar með skorað 104 mörk, og er næstmarkahæstur í deildinni í ár með fimm mörk, einu færra en fyrrnefndur Viktor. Toppslagur á dagskrá í kvöld Sjöttu umferð Bestu deildar lýkur í dag þegar KR tekur á móti HK, Fylkir mætir Breiðabliki og Víkingur og FH mætast svo í toppslag. Leikirnir verða svo allir gerðir upp í Stúkunni á Stöð 2 Sport annað kvöld. Besta deild karla Tengdar fréttir Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Vítaklúður Gylfa kom ekki að sök Valur vann sinn annan sigur í röð í Bestu-deild karla er liðið lagði KA á heimavelli, 3-1. Gylfi Þór Sigurðsson misnotaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en það kom ekki að sök. 11. maí 2024 16:15 Uppgjörið: ÍA - Vestri 3-0 | Öruggt hjá ÍA í slag nýliðanna ÍA lék í dag sinn fyrsta heimaleik á sínum aðalvelli, ELKEM vellinum, þegar Vestramenn komu í heimsókn í 6. umferð Bestu deildarinnar. Lauk leiknum með 3-0 sigri heimamanna. 11. maí 2024 15:57 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Sjá meira
Viktor skoraði fyrsta mark ÍA í 3-0 sigrinum gegn Vestra, í nýliðaslagnum á Akranesi, og er nú kominn með sex mörk, flest allra í deildinni. Hann hafði áður mest skorað fimm mörk á einni leiktíð í efstu deild, í reyndar aðeins níu leikjum sumarið 2020, en raðað inn mörkum í næstefstu deild. Seinni tvö mörk ÍA mætti skrifa á mikinn klaufaskap Vestramanna en Johannes Vall skoraði það fyrra úr aukaspyrnu af löngu færi, án þess að William Eskelinen næði að verja. Síðasta markið kom þegar Guðfinnur Þór Leósson nýtti sér vandræði Vestra við að koma boltanum í burtu, til að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. Mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá í þessari frétt úr Sportpakkanum í gærkvöld. Á N1-vellinum að Hlíðarenda voru Valsmenn sterkari og unnu 3-1 sigur gegn KA. Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði fyrsta markið með skalla, eftir aukaspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar, en Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði metin úr vítaspyrnu á 42. mínútu. Gylfi fékk tækifæri til að koma Val yfir á nýjan leik úr annarri vítaspyrnu, en Steinþór Már Auðunsson varði frá honum. Það kom þó ekki að sök fyrir Val því Patrick Pedersen skoraði tvö mörk í seinni hálfleiknum. Þessi markahæsti, erlendi leikmaður í sögu efstu deildar hér á landi hefur þar með skorað 104 mörk, og er næstmarkahæstur í deildinni í ár með fimm mörk, einu færra en fyrrnefndur Viktor. Toppslagur á dagskrá í kvöld Sjöttu umferð Bestu deildar lýkur í dag þegar KR tekur á móti HK, Fylkir mætir Breiðabliki og Víkingur og FH mætast svo í toppslag. Leikirnir verða svo allir gerðir upp í Stúkunni á Stöð 2 Sport annað kvöld.
Besta deild karla Tengdar fréttir Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Vítaklúður Gylfa kom ekki að sök Valur vann sinn annan sigur í röð í Bestu-deild karla er liðið lagði KA á heimavelli, 3-1. Gylfi Þór Sigurðsson misnotaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en það kom ekki að sök. 11. maí 2024 16:15 Uppgjörið: ÍA - Vestri 3-0 | Öruggt hjá ÍA í slag nýliðanna ÍA lék í dag sinn fyrsta heimaleik á sínum aðalvelli, ELKEM vellinum, þegar Vestramenn komu í heimsókn í 6. umferð Bestu deildarinnar. Lauk leiknum með 3-0 sigri heimamanna. 11. maí 2024 15:57 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Vítaklúður Gylfa kom ekki að sök Valur vann sinn annan sigur í röð í Bestu-deild karla er liðið lagði KA á heimavelli, 3-1. Gylfi Þór Sigurðsson misnotaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en það kom ekki að sök. 11. maí 2024 16:15
Uppgjörið: ÍA - Vestri 3-0 | Öruggt hjá ÍA í slag nýliðanna ÍA lék í dag sinn fyrsta heimaleik á sínum aðalvelli, ELKEM vellinum, þegar Vestramenn komu í heimsókn í 6. umferð Bestu deildarinnar. Lauk leiknum með 3-0 sigri heimamanna. 11. maí 2024 15:57
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti