Aðrir frambjóðendur en efstu tveir eigi töluvert langt í land Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2024 19:55 Eiríkur telur líklegast að fremstu konur í kapphlaupinu að Bessastöðum, Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir, verði það áfram. Vísir/Einar Prófessor í stjórnmálafræði segir allt útlit fyrir tveggja hesta kapphlaup fram að kjördegi. Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir mælast jafnar í nýjustu könnun Gallup. Kappræður Ríkisútvarpsins fyrir rúmri viku virðast hafa haft talsverð áhrif á hug kjósenda. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup mælast Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir jafnar, með 25 prósenta fylgi hvor. Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 18 prósent. Halla Tómasdóttir mælist með 11 prósent, sem er næstum þrefalt meira en hún var með í síðustu mælingu. Jón Gnarr er með 10 prósenta fylgi, en aðrir undir 10 prósentum. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir fylgið nú vera byrjað að festast. Litlar líkur séu á að frambjóðendur sem nú njóta ekki mikils fylgis fari að gera sig gildandi. „Auðvitað getur alltaf eitthvað slíkt gerst. Það er ekkert útilokað, þetta eru kosningar og það getur hvað sem er gerst. En það þarf ansi mikið að ganga á til þess að slíkt gerist,“ segir Eiríkur. Kappræðurnar telja Kappræður Ríkisútvarpsins 3. maí virðast hafa haft töluverð áhrif á hug kjósenda. Samkvæmt könnun Gallup sögðu 16 prósent svarenda að þær hafi haft mikil áhrif, en 44 prósent sögðu áhrifin nokkur. 40 prósent sögðu kappræðurnar hafa haft lítil eða engin áhrif. Um átta af hverjum tíu sem myndu kjósa Höllu Tómasdóttur sögðu kappræðurnar hafa haft mikil áhrif á þau og hvernig þau munu kjósa. Aðeins 34 prósent þeirra sem myndu kjósa Höllu Hrund sögðu kappræðurnar áhrifamiklar, en hún mældist með 11 prósentustigum meira í síðasta þjóðarpúlsi. „Það eru ýmsir frambjóðendur sem ná að skora mörk í svona þætti og taka til sín fylgi. Það hefur augljóslega gerst í þessu tilviki,“ segir Eiríkur. Eiríkur segir baráttuna um Bessastaði stefna í að verða kapphlaup milli Katrínar og Höllu Hrundar. „Aðrir eiga töluvert mikið í land, til þess að ná þeim.“ Baldur Þórhallsson geti þó enn blandað sér í baráttuna. „En nú erum við búin að fá það margar kannanir sem eru að sýna þessa sviðsmynd, að það séu helst þær tvær sem eru að keppa um embættið. Maður á frekar von á því, en við þurfum fleiri kannanir til þess að staðfesta það,“ segir Eiríkur. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Samkvæmt nýjustu könnun Gallup mælast Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir jafnar, með 25 prósenta fylgi hvor. Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 18 prósent. Halla Tómasdóttir mælist með 11 prósent, sem er næstum þrefalt meira en hún var með í síðustu mælingu. Jón Gnarr er með 10 prósenta fylgi, en aðrir undir 10 prósentum. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir fylgið nú vera byrjað að festast. Litlar líkur séu á að frambjóðendur sem nú njóta ekki mikils fylgis fari að gera sig gildandi. „Auðvitað getur alltaf eitthvað slíkt gerst. Það er ekkert útilokað, þetta eru kosningar og það getur hvað sem er gerst. En það þarf ansi mikið að ganga á til þess að slíkt gerist,“ segir Eiríkur. Kappræðurnar telja Kappræður Ríkisútvarpsins 3. maí virðast hafa haft töluverð áhrif á hug kjósenda. Samkvæmt könnun Gallup sögðu 16 prósent svarenda að þær hafi haft mikil áhrif, en 44 prósent sögðu áhrifin nokkur. 40 prósent sögðu kappræðurnar hafa haft lítil eða engin áhrif. Um átta af hverjum tíu sem myndu kjósa Höllu Tómasdóttur sögðu kappræðurnar hafa haft mikil áhrif á þau og hvernig þau munu kjósa. Aðeins 34 prósent þeirra sem myndu kjósa Höllu Hrund sögðu kappræðurnar áhrifamiklar, en hún mældist með 11 prósentustigum meira í síðasta þjóðarpúlsi. „Það eru ýmsir frambjóðendur sem ná að skora mörk í svona þætti og taka til sín fylgi. Það hefur augljóslega gerst í þessu tilviki,“ segir Eiríkur. Eiríkur segir baráttuna um Bessastaði stefna í að verða kapphlaup milli Katrínar og Höllu Hrundar. „Aðrir eiga töluvert mikið í land, til þess að ná þeim.“ Baldur Þórhallsson geti þó enn blandað sér í baráttuna. „En nú erum við búin að fá það margar kannanir sem eru að sýna þessa sviðsmynd, að það séu helst þær tvær sem eru að keppa um embættið. Maður á frekar von á því, en við þurfum fleiri kannanir til þess að staðfesta það,“ segir Eiríkur.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira