Sauð upp úr milli bónda og dýraverndunarsinna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. maí 2024 15:33 Litlu munaði að til átaka kæmi þegar dýraverndarsinnar rifust við bóndann á Höfða í Þverárhlíð um meinta vanrækslu hennar á sauðfé. Hægra megin stendur kind yfir látnu lambi. Vísir Lögreglan var kölluð til þegar upp úr sauð milli dýraverndunarsinna og ábúenda á sveitabæ í Borgarfirði í gær. Dýraverndarsinnar fóru með hey til til kindanna og ábúandi kom og ógnaði þeim með spjóti. Mikið hefur verið fjallað um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum síðustu daga. Kindurnar á bænum Höfða í Þverárhlíð eru sagðar veikar, horaðar, og í miklum vanhöldum. MAST hefur verið sökuð um að leyfa dýraníði að viðgangast, en þvertekur fyrir það. Nú síðast á fimmtudaginn heimsótti fréttastofa Stöðvar 2 bæinn og tók myndefni. Ingiveig Gunnarsdóttir er í forsvari fyrir hóp sem heitir „Björgum dýrum í neyð“ á Facebook. Hún fór ásamt föruneyti á sveitabæinn Höfða til að gefa kindunum á bænum hey. Hún segir að þau hafi ekki stigið fæti inn á einkalóð heldur verið á þjóðveginum allan tímann. Þau hafi þó komið heyi yfir girðinguna þar sem kindurnar voru. Þegar lögreglan kom á vettvang hafi hún bent á að það væri ólöglegt. „Þau eru ekki að deyja úr hungri!“ Skömmu eftir að Ingiveig og föruneyti höfðu komið heyinu til kindanna kom ábúandinn á Höfða akandi á móti þeim, og stöðvaði bifreið sína þannig að þau kæmust ekki í burtu. Hún var fokreið yfir háttsemi dýraverndunarsinnanna og ekki leið á langt þar til upp úr sauð. Vísir hefur undir höndum myndband af samskiptum fólksins. Vanræktar kindur á bænum, fyrir framan hey sem Ingiveig segir ónýttSteinunn Árnadóttir „Við höfum aðstoð, sauðburður er búinn hjá okkur, og ég bara vil ekki þessa djöfulsins afskiptasemi. Þessi djöfulsins píka, Steinunn Árnadóttir, er búin að vera leggja okkur í einelti,“ segir bóndinn. Hún segir að MAST hafi sinnt lögbundnu eftirliti hjá þeim eins og öllum öðrum. Það sé á færi þeirra að meta aðstæður og veita aðstoð ef þurfa þykir. Rifrildið hélt svo áfram þar sem Ingiveig og María vildu endilega að bóndinn myndi þiggja heyið sem þau höfðu komið með. Bóndinn þvertók fyrir það að ástand sauðfésins væri slæmt og vildi ekkert kannast við það að lömb væru að deyja úr hungri. Mikill hiti var í samræðunum og fór það svo að bóndinn veittist að Ingiveigu sem sat í bílnum með priki, þegar hún hafði sakað bóndann um vanrækslu. Bóndinn vildi ekki kannast við að hafa vanrækt kindur sínar og ógnaði bílstjóranum með prikiVísir Ingiveig hafi þá hringt á lögregluna, og þegar hún kom á vettvang hafi hún sagt þeim að fjarlægja heyið, þar sem lóðin væri einkalóð. Meint vanræksla kindanna skipti engu máli hvað það varðar. Þangað settu Ingiveig og föruneyti heyiðIngiveig Hræ af lambiIngiveig Hræ af kindIngiveig Ekki er fyrirséð hvernig þetta mál mun þróast áfram en ljóst er að dýraverndarsinnum víða um land blöskrar meðferðin og ástand dýranna sem birtist miðlunum. Matvælastofnun hefur verið gefið að sök að leyfa þessu að viðgangast í að verða um tuttugu ár. MAST hefur hafnað því að þau fylgist ekki með velferð dýranna á þessum bæ. Stofnunin gaf frá sér tilkynningu á miðvikudaginn sem sagði að þau hefðu gert margvíslegar athugasemdir og ítrekað kröfur um úrbætur á bænum. Fyrri fréttir af málinu má sjá hér að neðan. Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýr Landbúnaður Tengdar fréttir Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 8. maí 2024 13:38 Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Kindurnar á bænum Höfða í Þverárhlíð eru sagðar veikar, horaðar, og í miklum vanhöldum. MAST hefur verið sökuð um að leyfa dýraníði að viðgangast, en þvertekur fyrir það. Nú síðast á fimmtudaginn heimsótti fréttastofa Stöðvar 2 bæinn og tók myndefni. Ingiveig Gunnarsdóttir er í forsvari fyrir hóp sem heitir „Björgum dýrum í neyð“ á Facebook. Hún fór ásamt föruneyti á sveitabæinn Höfða til að gefa kindunum á bænum hey. Hún segir að þau hafi ekki stigið fæti inn á einkalóð heldur verið á þjóðveginum allan tímann. Þau hafi þó komið heyi yfir girðinguna þar sem kindurnar voru. Þegar lögreglan kom á vettvang hafi hún bent á að það væri ólöglegt. „Þau eru ekki að deyja úr hungri!“ Skömmu eftir að Ingiveig og föruneyti höfðu komið heyinu til kindanna kom ábúandinn á Höfða akandi á móti þeim, og stöðvaði bifreið sína þannig að þau kæmust ekki í burtu. Hún var fokreið yfir háttsemi dýraverndunarsinnanna og ekki leið á langt þar til upp úr sauð. Vísir hefur undir höndum myndband af samskiptum fólksins. Vanræktar kindur á bænum, fyrir framan hey sem Ingiveig segir ónýttSteinunn Árnadóttir „Við höfum aðstoð, sauðburður er búinn hjá okkur, og ég bara vil ekki þessa djöfulsins afskiptasemi. Þessi djöfulsins píka, Steinunn Árnadóttir, er búin að vera leggja okkur í einelti,“ segir bóndinn. Hún segir að MAST hafi sinnt lögbundnu eftirliti hjá þeim eins og öllum öðrum. Það sé á færi þeirra að meta aðstæður og veita aðstoð ef þurfa þykir. Rifrildið hélt svo áfram þar sem Ingiveig og María vildu endilega að bóndinn myndi þiggja heyið sem þau höfðu komið með. Bóndinn þvertók fyrir það að ástand sauðfésins væri slæmt og vildi ekkert kannast við það að lömb væru að deyja úr hungri. Mikill hiti var í samræðunum og fór það svo að bóndinn veittist að Ingiveigu sem sat í bílnum með priki, þegar hún hafði sakað bóndann um vanrækslu. Bóndinn vildi ekki kannast við að hafa vanrækt kindur sínar og ógnaði bílstjóranum með prikiVísir Ingiveig hafi þá hringt á lögregluna, og þegar hún kom á vettvang hafi hún sagt þeim að fjarlægja heyið, þar sem lóðin væri einkalóð. Meint vanræksla kindanna skipti engu máli hvað það varðar. Þangað settu Ingiveig og föruneyti heyiðIngiveig Hræ af lambiIngiveig Hræ af kindIngiveig Ekki er fyrirséð hvernig þetta mál mun þróast áfram en ljóst er að dýraverndarsinnum víða um land blöskrar meðferðin og ástand dýranna sem birtist miðlunum. Matvælastofnun hefur verið gefið að sök að leyfa þessu að viðgangast í að verða um tuttugu ár. MAST hefur hafnað því að þau fylgist ekki með velferð dýranna á þessum bæ. Stofnunin gaf frá sér tilkynningu á miðvikudaginn sem sagði að þau hefðu gert margvíslegar athugasemdir og ítrekað kröfur um úrbætur á bænum. Fyrri fréttir af málinu má sjá hér að neðan.
Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýr Landbúnaður Tengdar fréttir Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 8. maí 2024 13:38 Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 8. maí 2024 13:38
Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19