Grafalvarleg staða: „Við verðum að breyta þessu strax“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. maí 2024 07:01 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri HSÍ harmar grafalvarlega stöðu vegna ungs afreksíþróttafólks sem þarf að treysta á hundruð þúsunda útgjöld foreldra til að taka þátt í landsliðsverkefnum. Ráðherra íþróttamála segir ekki hægt að bregðast við stöðunni fyrr en á næsta ári. Greint var frá því á Vísi í vikunni að liðsmenn í undir 18 ára landsliði kvenna í handbolta þyrftu að greiða 600 þúsund krónur á haus til að keppa á heimsmeistaramótinu í Kína í ár. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, móðir stúlku í liðinu, furðar sig á kostnaðinum og sagði þetta kaldar kveðjur til ungs afreksíþróttafólks. „Mér finnst vera spurning sem samfélagið þarf að spyrja sig að, viljum við í alvörunni koma svona fram við afreksíþróttafólkið okkar?“ spurði Jóhanna. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, gagnrýndi stuðnings ríkisins sömuleiðis, eða öllu heldur skortinn þar á. Fjögur yngri landslið á vegum HSÍ eru á leið á stórmót í sumar, U18 og U20 karla og kvenna, og verulegur kostnaður fylgir hverri ferð. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, harmar stöðuna. „Þetta er í raun og veru alveg hörmulegt. Að við séum að varpa hundruðum þúsunda á heimilin í landinu til að taka þátt á stórmóti fyrir Íslands hönd er í raun grafalvarlegt mál. Við hljótum að spyrja okkur að því af hverju þetta þarf að vera svona á landi eins og Íslandi. Við sjáum það hjá nágrannaþjóðum okkar að styrkir til afreksíþrótta eru töluvert hærri heldur en nokkurn tíma hérna á Íslandi,“ segir Róbert Geir. Framlög ríkisins hækkuðu hratt milli 2015 og 2019 en hafa síðan staðið í stað, og raunar lækkað lítillega.Vísir/Hjalti Um sé að kenna ferðakostnaði sem fari hækkandi hvert ár á meðan framlag ríkisins til afreksstarfs stendur í stað. Greiðslur ríkisins í afrekssjóð fóru ört hækkandi á árunum 2015 til 2019, úr 70 milljónum í 400, en hefur nú staðið í stað í sex ár. Á sama tíma hefur kostnaður af afreksstarfi aukist gríðarlega en heildarkostnaður sérsambanda af afreksstarfi reis úr 1,5 milljarði í 2,5 milljarða milli 2020 og 2021 og haldið áfram að hækka. Á meðan framlag ríkisins stendur í stað margfaldast kostnaður sambandanna.Vísir/Hjalti Hver eru skilaboðin frá HSÍ til þeirra sem fjárvaldið hafa? „Við verðum að gera betur. Við getum ekki verið að fara eftir efnahag foreldra hvort við getum sent börnin sem eiga að keppa fyrir Ísland á lokamótum. Það er með ólikindum og við verðum að breyta þessu, og breyta þessu strax,“ segir Róbert Geir. Ráðherra sammælist því að staðan sé slæm Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, segir að ekki sé hægt að bregðast við strax en aðgerða sé von á næstu mánuðum. „Við erum ekki með fjárheimilidir á yfirstandandi ári til að mæta því en við verðum með aukningu á næsta ári. Við erum að undirbúa okkur að geta komið inn í það þá. Þetta hefur í alltof langan tíma höfum við ekki verið að gera nægilega vel í þessum málum,“ segir Ásmundur. Aðspurður um það hvers vegna ekki hafi verið brugðist við fyrr og af hverju upphæðir í afrekssjóð hafi ekki hækkað segir Ásmundur: „Íþróttirnar hafa ekki verið verðbættar í fjárlögum, þannig að þessar upphæðir hafa lækkað að raungildi. Við munum sjá það breytast á næsta ári.“ Vísir/Vilhelm Íþróttir barna Landslið kvenna í handbolta HSÍ ÍSÍ Tengdar fréttir Gagnrýnir lítinn stuðning við afreksíþróttafólk: „Upphæðin ein og sér er grín“ Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, gagnrýnir harðlega úthlutanir til Afrekssjóðs ÍSÍ í pistli á Facebook. 9. maí 2024 08:00 Kostar 600 þúsund að keppa með U18: „Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir landsliðið“ Liðsmenn í U18 landsliði kvenna í handbolta þurfa að greiða 600 þúsund krónur úr eigin vasa fyrir að keppa á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Kína í ár. Móðir einnar úr liðinu segir stuðnings við afreksíþróttafólk frá ríkinu ábótavant og spyr hvort samfélagið vilji í alvörunni koma fram við afreksíþróttafólk landsins með þessum hætti. 5. maí 2024 21:54 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í vikunni að liðsmenn í undir 18 ára landsliði kvenna í handbolta þyrftu að greiða 600 þúsund krónur á haus til að keppa á heimsmeistaramótinu í Kína í ár. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, móðir stúlku í liðinu, furðar sig á kostnaðinum og sagði þetta kaldar kveðjur til ungs afreksíþróttafólks. „Mér finnst vera spurning sem samfélagið þarf að spyrja sig að, viljum við í alvörunni koma svona fram við afreksíþróttafólkið okkar?“ spurði Jóhanna. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, gagnrýndi stuðnings ríkisins sömuleiðis, eða öllu heldur skortinn þar á. Fjögur yngri landslið á vegum HSÍ eru á leið á stórmót í sumar, U18 og U20 karla og kvenna, og verulegur kostnaður fylgir hverri ferð. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, harmar stöðuna. „Þetta er í raun og veru alveg hörmulegt. Að við séum að varpa hundruðum þúsunda á heimilin í landinu til að taka þátt á stórmóti fyrir Íslands hönd er í raun grafalvarlegt mál. Við hljótum að spyrja okkur að því af hverju þetta þarf að vera svona á landi eins og Íslandi. Við sjáum það hjá nágrannaþjóðum okkar að styrkir til afreksíþrótta eru töluvert hærri heldur en nokkurn tíma hérna á Íslandi,“ segir Róbert Geir. Framlög ríkisins hækkuðu hratt milli 2015 og 2019 en hafa síðan staðið í stað, og raunar lækkað lítillega.Vísir/Hjalti Um sé að kenna ferðakostnaði sem fari hækkandi hvert ár á meðan framlag ríkisins til afreksstarfs stendur í stað. Greiðslur ríkisins í afrekssjóð fóru ört hækkandi á árunum 2015 til 2019, úr 70 milljónum í 400, en hefur nú staðið í stað í sex ár. Á sama tíma hefur kostnaður af afreksstarfi aukist gríðarlega en heildarkostnaður sérsambanda af afreksstarfi reis úr 1,5 milljarði í 2,5 milljarða milli 2020 og 2021 og haldið áfram að hækka. Á meðan framlag ríkisins stendur í stað margfaldast kostnaður sambandanna.Vísir/Hjalti Hver eru skilaboðin frá HSÍ til þeirra sem fjárvaldið hafa? „Við verðum að gera betur. Við getum ekki verið að fara eftir efnahag foreldra hvort við getum sent börnin sem eiga að keppa fyrir Ísland á lokamótum. Það er með ólikindum og við verðum að breyta þessu, og breyta þessu strax,“ segir Róbert Geir. Ráðherra sammælist því að staðan sé slæm Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, segir að ekki sé hægt að bregðast við strax en aðgerða sé von á næstu mánuðum. „Við erum ekki með fjárheimilidir á yfirstandandi ári til að mæta því en við verðum með aukningu á næsta ári. Við erum að undirbúa okkur að geta komið inn í það þá. Þetta hefur í alltof langan tíma höfum við ekki verið að gera nægilega vel í þessum málum,“ segir Ásmundur. Aðspurður um það hvers vegna ekki hafi verið brugðist við fyrr og af hverju upphæðir í afrekssjóð hafi ekki hækkað segir Ásmundur: „Íþróttirnar hafa ekki verið verðbættar í fjárlögum, þannig að þessar upphæðir hafa lækkað að raungildi. Við munum sjá það breytast á næsta ári.“ Vísir/Vilhelm
Íþróttir barna Landslið kvenna í handbolta HSÍ ÍSÍ Tengdar fréttir Gagnrýnir lítinn stuðning við afreksíþróttafólk: „Upphæðin ein og sér er grín“ Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, gagnrýnir harðlega úthlutanir til Afrekssjóðs ÍSÍ í pistli á Facebook. 9. maí 2024 08:00 Kostar 600 þúsund að keppa með U18: „Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir landsliðið“ Liðsmenn í U18 landsliði kvenna í handbolta þurfa að greiða 600 þúsund krónur úr eigin vasa fyrir að keppa á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Kína í ár. Móðir einnar úr liðinu segir stuðnings við afreksíþróttafólk frá ríkinu ábótavant og spyr hvort samfélagið vilji í alvörunni koma fram við afreksíþróttafólk landsins með þessum hætti. 5. maí 2024 21:54 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Sjá meira
Gagnrýnir lítinn stuðning við afreksíþróttafólk: „Upphæðin ein og sér er grín“ Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, gagnrýnir harðlega úthlutanir til Afrekssjóðs ÍSÍ í pistli á Facebook. 9. maí 2024 08:00
Kostar 600 þúsund að keppa með U18: „Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir landsliðið“ Liðsmenn í U18 landsliði kvenna í handbolta þurfa að greiða 600 þúsund krónur úr eigin vasa fyrir að keppa á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Kína í ár. Móðir einnar úr liðinu segir stuðnings við afreksíþróttafólk frá ríkinu ábótavant og spyr hvort samfélagið vilji í alvörunni koma fram við afreksíþróttafólk landsins með þessum hætti. 5. maí 2024 21:54
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti