Aðstoðardómarinn bað Bæjara afsökunar: „Þetta er hörmung“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2024 22:47 Matthijs de Ligt og Thomas Müller kvarta við Szymon Marciniak, dómara leiks Real Madrid og Bayern München. getty/Alexander Hassenstein Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, segir að annar aðstoðardómarinn í leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hafi beðist afsökunar á að hafa lyft flaggi sínu of snemma þegar Bæjarar skoruðu undir lokin. Real vann leikinn, 2-1, og einvígið, 4-3 samanlagt. Bayern komst yfir í leiknum á Santiago Bernabéu með marki Alphonsos Davies á 68. mínútu. Joselu jafnaði fyrir Real Madrid á 88. mínútu og hann skoraði svo aftur í uppbótartíma. Matthjis de Ligt skoraði undir lok uppbótartímans en Szymon Marciniak, dómari leiksins, var búinn að flauta þar sem aðstoðardómarinn hafði flaggað, alltof snemma að flestra mati. Ekki var því hægt að skoða markið á myndbandi. Bæjarar voru æfir eftir leikinn og Tuchel lét dómarana heyra það í viðtölum. „Við vorum næstum því komnir áfram en síðan gerði okkar besti maður [markvörðurinn Manuel Neuer] mjög óvenjuleg mistök þegar þeir jöfnuðu og svo fengum við annað mark á okkur í uppbótartíma,“ sagði Tuchel í leikslok. „Síðan skoruðum við en þetta var hræðileg ákvörðun hjá dómaranum og aðstoðardómaranum. Við erum sárir. Þetta var mikill bardagi, við skildum allt eftir á vellinum og vorum næstum því komnir áfram. Við óskum Real Madrid til hamingju.“ Tuchel sagðist svo hafa fengið afsökunarbeiðni frá aðstoðardómaranum. „Hann baðst afsökunar en það hjálpar ekkert. Að lyfta flagginu á augnabliki sem þessu. Dómarinn sér að boltinn endar hjá okkur og við skjótum á markið. Þetta var mjög, mjög slæm ákvörðun og gegn reglunum. Þetta er hörmung og erfitt að kyngja þessu en svona er þetta,“ sagði Tuchel. Hann lætur af störfum hjá Bayern eftir tímabilið. Það er það fyrsta hjá Bayern án titils síðan 2011-12. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Bayern komst yfir í leiknum á Santiago Bernabéu með marki Alphonsos Davies á 68. mínútu. Joselu jafnaði fyrir Real Madrid á 88. mínútu og hann skoraði svo aftur í uppbótartíma. Matthjis de Ligt skoraði undir lok uppbótartímans en Szymon Marciniak, dómari leiksins, var búinn að flauta þar sem aðstoðardómarinn hafði flaggað, alltof snemma að flestra mati. Ekki var því hægt að skoða markið á myndbandi. Bæjarar voru æfir eftir leikinn og Tuchel lét dómarana heyra það í viðtölum. „Við vorum næstum því komnir áfram en síðan gerði okkar besti maður [markvörðurinn Manuel Neuer] mjög óvenjuleg mistök þegar þeir jöfnuðu og svo fengum við annað mark á okkur í uppbótartíma,“ sagði Tuchel í leikslok. „Síðan skoruðum við en þetta var hræðileg ákvörðun hjá dómaranum og aðstoðardómaranum. Við erum sárir. Þetta var mikill bardagi, við skildum allt eftir á vellinum og vorum næstum því komnir áfram. Við óskum Real Madrid til hamingju.“ Tuchel sagðist svo hafa fengið afsökunarbeiðni frá aðstoðardómaranum. „Hann baðst afsökunar en það hjálpar ekkert. Að lyfta flagginu á augnabliki sem þessu. Dómarinn sér að boltinn endar hjá okkur og við skjótum á markið. Þetta var mjög, mjög slæm ákvörðun og gegn reglunum. Þetta er hörmung og erfitt að kyngja þessu en svona er þetta,“ sagði Tuchel. Hann lætur af störfum hjá Bayern eftir tímabilið. Það er það fyrsta hjá Bayern án titils síðan 2011-12.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira