Aðstoðardómarinn bað Bæjara afsökunar: „Þetta er hörmung“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2024 22:47 Matthijs de Ligt og Thomas Müller kvarta við Szymon Marciniak, dómara leiks Real Madrid og Bayern München. getty/Alexander Hassenstein Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, segir að annar aðstoðardómarinn í leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hafi beðist afsökunar á að hafa lyft flaggi sínu of snemma þegar Bæjarar skoruðu undir lokin. Real vann leikinn, 2-1, og einvígið, 4-3 samanlagt. Bayern komst yfir í leiknum á Santiago Bernabéu með marki Alphonsos Davies á 68. mínútu. Joselu jafnaði fyrir Real Madrid á 88. mínútu og hann skoraði svo aftur í uppbótartíma. Matthjis de Ligt skoraði undir lok uppbótartímans en Szymon Marciniak, dómari leiksins, var búinn að flauta þar sem aðstoðardómarinn hafði flaggað, alltof snemma að flestra mati. Ekki var því hægt að skoða markið á myndbandi. Bæjarar voru æfir eftir leikinn og Tuchel lét dómarana heyra það í viðtölum. „Við vorum næstum því komnir áfram en síðan gerði okkar besti maður [markvörðurinn Manuel Neuer] mjög óvenjuleg mistök þegar þeir jöfnuðu og svo fengum við annað mark á okkur í uppbótartíma,“ sagði Tuchel í leikslok. „Síðan skoruðum við en þetta var hræðileg ákvörðun hjá dómaranum og aðstoðardómaranum. Við erum sárir. Þetta var mikill bardagi, við skildum allt eftir á vellinum og vorum næstum því komnir áfram. Við óskum Real Madrid til hamingju.“ Tuchel sagðist svo hafa fengið afsökunarbeiðni frá aðstoðardómaranum. „Hann baðst afsökunar en það hjálpar ekkert. Að lyfta flagginu á augnabliki sem þessu. Dómarinn sér að boltinn endar hjá okkur og við skjótum á markið. Þetta var mjög, mjög slæm ákvörðun og gegn reglunum. Þetta er hörmung og erfitt að kyngja þessu en svona er þetta,“ sagði Tuchel. Hann lætur af störfum hjá Bayern eftir tímabilið. Það er það fyrsta hjá Bayern án titils síðan 2011-12. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Bayern komst yfir í leiknum á Santiago Bernabéu með marki Alphonsos Davies á 68. mínútu. Joselu jafnaði fyrir Real Madrid á 88. mínútu og hann skoraði svo aftur í uppbótartíma. Matthjis de Ligt skoraði undir lok uppbótartímans en Szymon Marciniak, dómari leiksins, var búinn að flauta þar sem aðstoðardómarinn hafði flaggað, alltof snemma að flestra mati. Ekki var því hægt að skoða markið á myndbandi. Bæjarar voru æfir eftir leikinn og Tuchel lét dómarana heyra það í viðtölum. „Við vorum næstum því komnir áfram en síðan gerði okkar besti maður [markvörðurinn Manuel Neuer] mjög óvenjuleg mistök þegar þeir jöfnuðu og svo fengum við annað mark á okkur í uppbótartíma,“ sagði Tuchel í leikslok. „Síðan skoruðum við en þetta var hræðileg ákvörðun hjá dómaranum og aðstoðardómaranum. Við erum sárir. Þetta var mikill bardagi, við skildum allt eftir á vellinum og vorum næstum því komnir áfram. Við óskum Real Madrid til hamingju.“ Tuchel sagðist svo hafa fengið afsökunarbeiðni frá aðstoðardómaranum. „Hann baðst afsökunar en það hjálpar ekkert. Að lyfta flagginu á augnabliki sem þessu. Dómarinn sér að boltinn endar hjá okkur og við skjótum á markið. Þetta var mjög, mjög slæm ákvörðun og gegn reglunum. Þetta er hörmung og erfitt að kyngja þessu en svona er þetta,“ sagði Tuchel. Hann lætur af störfum hjá Bayern eftir tímabilið. Það er það fyrsta hjá Bayern án titils síðan 2011-12.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn