„Ekkert sjálfgefið að valta yfir lið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. maí 2024 21:50 Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega ánægður með frammistöðu íslenska liðsins í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er eitthvað sem þú reiknar ekki með sem þjálfari,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sannkallaðan stórsigur gegn Eistum í kvöld, 50-25. „Ég vildi vinna leikinn stórt og ég vildi fara með gott forskot úr í seinni leikinn, en 25 mörk er kannski aðeins meira en ég reiknaði með,“ bætti Snorri við. „Við byrjuðum betur en þeir og héldum svo bara áfram, en það er ekkert sjálfgefið að valta yfir lið. Ég er ánægður með mitt lið og ég er ánægður með strákana, einbeitinguna í byrjun og við töluðum um það að gefa þeim aldrei smjörþefinn af einu eða neinu og við gerðum það. Við byrjuðum leikinn frábærlega og gáfum tóninn og svo bara héldum við áfram.“ Hann segir það einnig ekki sjálfgefið að halda ákefðinni í liðinu allann leikinn líkt og íslenska liðið gerði í kvöld. „Það hefur margoft gerst að lið slaka á, en við bara gerðum það ekki. Við töluðum um það í hálfleik að við vildum bæta í og bæta við forkotið og reyna að fara eins langt með að klára þetta einvígi í þessum leik eins og hægt var. Ég er bara ánægður með það og ég er ánægður með einbeitinguna í liðinu, kraftinn og vinnusemina sem þeir settu í leikinn.“ Snorri nýtti tækifærið í leiknum til að prófa einhverjar nýjungar og mátti til að mynda sjá Viggó Kristjánsson spila stóran hluta leiksins á miðju. „Ég nálgaðist leikinn ekki þannig að ég væri að fara að prófa einhverja hluti. Ég leit bara á þetta sem hindrun í að komast á HM og fyrir mér var þetta bara alvöru leikur sem ég vildi vinna og ég vildi vinna hann eins stórt og mögulegt var.“ „Þetta snýst ekki um einhverja tilraunastarfsemi. Ég hef leikið mér með þetta á æfingum og þetta hefur komið vel út. Svo þessi meiðsli koma upp þá var upplagt að prófa þetta. Viggó getur þetta og gerir þetta í sínu liði og þetta er eitthvað sem við getum leitað í ef á þarf að halda.“ Að lokum segist Snorri ekki hafa áhyggjur af því að hann þurfi að hafa mikið fyrir því að koma mönnum í gírinn fyrir leikinn gegn Eistum ytra á laugardaginn, þrátt fyrir þennan risasigur. „Auðvitað er auðvelt að halla sér aðeins aftur og halda að þetta sé komið og allt svoleiðis, en á sama tíma eru dagarnir sem við höfum með landsliðinu ekki margir og við þurfum að nýta það. Við þurfum bara að bera virðingu fyrir því verkefni og það væri bara lélegt að fara út og skila einhverri slakari frammistöðu þar. Þetta er landsleikur og við erum að spila fyrir Ísland. Ég vil bara fá frammistöðu frá mínum leikmönnum,“ sagði Snorri að lokum. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Eistland 50-25 | Stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. 8. maí 2024 22:19 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
„Ég vildi vinna leikinn stórt og ég vildi fara með gott forskot úr í seinni leikinn, en 25 mörk er kannski aðeins meira en ég reiknaði með,“ bætti Snorri við. „Við byrjuðum betur en þeir og héldum svo bara áfram, en það er ekkert sjálfgefið að valta yfir lið. Ég er ánægður með mitt lið og ég er ánægður með strákana, einbeitinguna í byrjun og við töluðum um það að gefa þeim aldrei smjörþefinn af einu eða neinu og við gerðum það. Við byrjuðum leikinn frábærlega og gáfum tóninn og svo bara héldum við áfram.“ Hann segir það einnig ekki sjálfgefið að halda ákefðinni í liðinu allann leikinn líkt og íslenska liðið gerði í kvöld. „Það hefur margoft gerst að lið slaka á, en við bara gerðum það ekki. Við töluðum um það í hálfleik að við vildum bæta í og bæta við forkotið og reyna að fara eins langt með að klára þetta einvígi í þessum leik eins og hægt var. Ég er bara ánægður með það og ég er ánægður með einbeitinguna í liðinu, kraftinn og vinnusemina sem þeir settu í leikinn.“ Snorri nýtti tækifærið í leiknum til að prófa einhverjar nýjungar og mátti til að mynda sjá Viggó Kristjánsson spila stóran hluta leiksins á miðju. „Ég nálgaðist leikinn ekki þannig að ég væri að fara að prófa einhverja hluti. Ég leit bara á þetta sem hindrun í að komast á HM og fyrir mér var þetta bara alvöru leikur sem ég vildi vinna og ég vildi vinna hann eins stórt og mögulegt var.“ „Þetta snýst ekki um einhverja tilraunastarfsemi. Ég hef leikið mér með þetta á æfingum og þetta hefur komið vel út. Svo þessi meiðsli koma upp þá var upplagt að prófa þetta. Viggó getur þetta og gerir þetta í sínu liði og þetta er eitthvað sem við getum leitað í ef á þarf að halda.“ Að lokum segist Snorri ekki hafa áhyggjur af því að hann þurfi að hafa mikið fyrir því að koma mönnum í gírinn fyrir leikinn gegn Eistum ytra á laugardaginn, þrátt fyrir þennan risasigur. „Auðvitað er auðvelt að halla sér aðeins aftur og halda að þetta sé komið og allt svoleiðis, en á sama tíma eru dagarnir sem við höfum með landsliðinu ekki margir og við þurfum að nýta það. Við þurfum bara að bera virðingu fyrir því verkefni og það væri bara lélegt að fara út og skila einhverri slakari frammistöðu þar. Þetta er landsleikur og við erum að spila fyrir Ísland. Ég vil bara fá frammistöðu frá mínum leikmönnum,“ sagði Snorri að lokum.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Eistland 50-25 | Stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. 8. maí 2024 22:19 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Eistland 50-25 | Stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. 8. maí 2024 22:19
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita