„Ekkert sjálfgefið að valta yfir lið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. maí 2024 21:50 Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega ánægður með frammistöðu íslenska liðsins í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er eitthvað sem þú reiknar ekki með sem þjálfari,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sannkallaðan stórsigur gegn Eistum í kvöld, 50-25. „Ég vildi vinna leikinn stórt og ég vildi fara með gott forskot úr í seinni leikinn, en 25 mörk er kannski aðeins meira en ég reiknaði með,“ bætti Snorri við. „Við byrjuðum betur en þeir og héldum svo bara áfram, en það er ekkert sjálfgefið að valta yfir lið. Ég er ánægður með mitt lið og ég er ánægður með strákana, einbeitinguna í byrjun og við töluðum um það að gefa þeim aldrei smjörþefinn af einu eða neinu og við gerðum það. Við byrjuðum leikinn frábærlega og gáfum tóninn og svo bara héldum við áfram.“ Hann segir það einnig ekki sjálfgefið að halda ákefðinni í liðinu allann leikinn líkt og íslenska liðið gerði í kvöld. „Það hefur margoft gerst að lið slaka á, en við bara gerðum það ekki. Við töluðum um það í hálfleik að við vildum bæta í og bæta við forkotið og reyna að fara eins langt með að klára þetta einvígi í þessum leik eins og hægt var. Ég er bara ánægður með það og ég er ánægður með einbeitinguna í liðinu, kraftinn og vinnusemina sem þeir settu í leikinn.“ Snorri nýtti tækifærið í leiknum til að prófa einhverjar nýjungar og mátti til að mynda sjá Viggó Kristjánsson spila stóran hluta leiksins á miðju. „Ég nálgaðist leikinn ekki þannig að ég væri að fara að prófa einhverja hluti. Ég leit bara á þetta sem hindrun í að komast á HM og fyrir mér var þetta bara alvöru leikur sem ég vildi vinna og ég vildi vinna hann eins stórt og mögulegt var.“ „Þetta snýst ekki um einhverja tilraunastarfsemi. Ég hef leikið mér með þetta á æfingum og þetta hefur komið vel út. Svo þessi meiðsli koma upp þá var upplagt að prófa þetta. Viggó getur þetta og gerir þetta í sínu liði og þetta er eitthvað sem við getum leitað í ef á þarf að halda.“ Að lokum segist Snorri ekki hafa áhyggjur af því að hann þurfi að hafa mikið fyrir því að koma mönnum í gírinn fyrir leikinn gegn Eistum ytra á laugardaginn, þrátt fyrir þennan risasigur. „Auðvitað er auðvelt að halla sér aðeins aftur og halda að þetta sé komið og allt svoleiðis, en á sama tíma eru dagarnir sem við höfum með landsliðinu ekki margir og við þurfum að nýta það. Við þurfum bara að bera virðingu fyrir því verkefni og það væri bara lélegt að fara út og skila einhverri slakari frammistöðu þar. Þetta er landsleikur og við erum að spila fyrir Ísland. Ég vil bara fá frammistöðu frá mínum leikmönnum,“ sagði Snorri að lokum. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Eistland 50-25 | Stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. 8. maí 2024 22:19 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Sjá meira
„Ég vildi vinna leikinn stórt og ég vildi fara með gott forskot úr í seinni leikinn, en 25 mörk er kannski aðeins meira en ég reiknaði með,“ bætti Snorri við. „Við byrjuðum betur en þeir og héldum svo bara áfram, en það er ekkert sjálfgefið að valta yfir lið. Ég er ánægður með mitt lið og ég er ánægður með strákana, einbeitinguna í byrjun og við töluðum um það að gefa þeim aldrei smjörþefinn af einu eða neinu og við gerðum það. Við byrjuðum leikinn frábærlega og gáfum tóninn og svo bara héldum við áfram.“ Hann segir það einnig ekki sjálfgefið að halda ákefðinni í liðinu allann leikinn líkt og íslenska liðið gerði í kvöld. „Það hefur margoft gerst að lið slaka á, en við bara gerðum það ekki. Við töluðum um það í hálfleik að við vildum bæta í og bæta við forkotið og reyna að fara eins langt með að klára þetta einvígi í þessum leik eins og hægt var. Ég er bara ánægður með það og ég er ánægður með einbeitinguna í liðinu, kraftinn og vinnusemina sem þeir settu í leikinn.“ Snorri nýtti tækifærið í leiknum til að prófa einhverjar nýjungar og mátti til að mynda sjá Viggó Kristjánsson spila stóran hluta leiksins á miðju. „Ég nálgaðist leikinn ekki þannig að ég væri að fara að prófa einhverja hluti. Ég leit bara á þetta sem hindrun í að komast á HM og fyrir mér var þetta bara alvöru leikur sem ég vildi vinna og ég vildi vinna hann eins stórt og mögulegt var.“ „Þetta snýst ekki um einhverja tilraunastarfsemi. Ég hef leikið mér með þetta á æfingum og þetta hefur komið vel út. Svo þessi meiðsli koma upp þá var upplagt að prófa þetta. Viggó getur þetta og gerir þetta í sínu liði og þetta er eitthvað sem við getum leitað í ef á þarf að halda.“ Að lokum segist Snorri ekki hafa áhyggjur af því að hann þurfi að hafa mikið fyrir því að koma mönnum í gírinn fyrir leikinn gegn Eistum ytra á laugardaginn, þrátt fyrir þennan risasigur. „Auðvitað er auðvelt að halla sér aðeins aftur og halda að þetta sé komið og allt svoleiðis, en á sama tíma eru dagarnir sem við höfum með landsliðinu ekki margir og við þurfum að nýta það. Við þurfum bara að bera virðingu fyrir því verkefni og það væri bara lélegt að fara út og skila einhverri slakari frammistöðu þar. Þetta er landsleikur og við erum að spila fyrir Ísland. Ég vil bara fá frammistöðu frá mínum leikmönnum,“ sagði Snorri að lokum.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Eistland 50-25 | Stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. 8. maí 2024 22:19 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Eistland 50-25 | Stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. 8. maí 2024 22:19