„Það er stórmót í húfi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2024 14:01 Viggó Kristjánsson spilar sem atvinnumaður hjá þýska úrvalsdeildarliðinu SC DHfK Leipzig. Vísir/Arnar Viggó Kristjánsson verður í eldlínunni í kvöld þegar íslenska handboltalandsliðið mætir Eistlandi í baráttunni um sæti á HM í handbolta en í þessum tveimur umspilsleikjum er í boði sæti á heimsmeistaramótinu sem fer fram í janúar á næsta ári. Íslensku landsliðsmennirnir flugu flestir heim á sunnudag eða mánudag og sumir fengu því smá tíma með fjölskyldum sínum. „Við fjölskyldan flugum heim í gær [sunnudag] og það er gott að ná einum degi með fjölskyldunni. Svo byrjar alvaran í dag og ég held að þetta sé næstsíðasta æfing fyrir leik þannig að við þurfum að ná að undirbúa okkur,“ sagði Viggó Kristjánsson í samtali við Val Pál Eiríksson á æfingu íslenska liðsins á mánudaginn. Er þetta eitthvað sem hann gerir alltaf þegar hann kemur heim? „Ég kíki í pottinn í sundlauginni því maður saknar þessa alltaf þegar maður er úti. Bara að hitta fjölskyldu og vini og reyna að hafa það huggulegt,“ sagði Viggó. En hvernig er staðan á honum sjálfum? „Ég er bara fínn. Ég er að koma til baka úr veikindum. Það eru einhverjar tvær vikur síðan ég byrjaði aftur að æfa. Ég var þar á undan frá í mánuð. Ég er ekki enn þá kominn í toppstand en ég er kominn í fínt stand,“ sagði Viggó og heldur áfram: „Ég finn bara mun á mér með hverri vikunni. Það mun taka einhverjar vikur að koma mér aftur í toppstand. Það er kærkomið fyrir mig að fá þessa viku,“ sagði Viggó. Það er Eistland sem bíður íslensku strákanna, fyrst heimaleikur í Laugardalshöllinni í kvöld og svo útileikur í Eistlandi á laugardaginn. „Þetta leggst bara vel í mig. Við erum með sterkara lið og eigum að vinna báða þessa leiki. Engin spurning,“ sagði Viggó. „Við spiluðum við þá fyrir tveimur árum ef ég man rétt. Unnum þá leiki en að því sögðu þá er þetta sama gamla klisjan. Við þurfum að undirbúa okkur vel og taka þessu alvarlega. Það er stórmót í húfi,“ sagði Viggó. Það eru einhver meiðsli í íslenska hópnum og liðið getur ekki teflt fram sínu sterkasta liði. „Í rauninni veit ég ekki alveg hverjir eru dottnir út og hverjir eru komnir inn. Við eigum eftir að hittast og fara yfir þetta. Við erum bara með það breiðan og sterkan hóp að ég hef engar áhyggjur af því,“ sagði Viggó. Klippa: Viggó var frá í mánuð vegna veikinda Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Sjá meira
Íslensku landsliðsmennirnir flugu flestir heim á sunnudag eða mánudag og sumir fengu því smá tíma með fjölskyldum sínum. „Við fjölskyldan flugum heim í gær [sunnudag] og það er gott að ná einum degi með fjölskyldunni. Svo byrjar alvaran í dag og ég held að þetta sé næstsíðasta æfing fyrir leik þannig að við þurfum að ná að undirbúa okkur,“ sagði Viggó Kristjánsson í samtali við Val Pál Eiríksson á æfingu íslenska liðsins á mánudaginn. Er þetta eitthvað sem hann gerir alltaf þegar hann kemur heim? „Ég kíki í pottinn í sundlauginni því maður saknar þessa alltaf þegar maður er úti. Bara að hitta fjölskyldu og vini og reyna að hafa það huggulegt,“ sagði Viggó. En hvernig er staðan á honum sjálfum? „Ég er bara fínn. Ég er að koma til baka úr veikindum. Það eru einhverjar tvær vikur síðan ég byrjaði aftur að æfa. Ég var þar á undan frá í mánuð. Ég er ekki enn þá kominn í toppstand en ég er kominn í fínt stand,“ sagði Viggó og heldur áfram: „Ég finn bara mun á mér með hverri vikunni. Það mun taka einhverjar vikur að koma mér aftur í toppstand. Það er kærkomið fyrir mig að fá þessa viku,“ sagði Viggó. Það er Eistland sem bíður íslensku strákanna, fyrst heimaleikur í Laugardalshöllinni í kvöld og svo útileikur í Eistlandi á laugardaginn. „Þetta leggst bara vel í mig. Við erum með sterkara lið og eigum að vinna báða þessa leiki. Engin spurning,“ sagði Viggó. „Við spiluðum við þá fyrir tveimur árum ef ég man rétt. Unnum þá leiki en að því sögðu þá er þetta sama gamla klisjan. Við þurfum að undirbúa okkur vel og taka þessu alvarlega. Það er stórmót í húfi,“ sagði Viggó. Það eru einhver meiðsli í íslenska hópnum og liðið getur ekki teflt fram sínu sterkasta liði. „Í rauninni veit ég ekki alveg hverjir eru dottnir út og hverjir eru komnir inn. Við eigum eftir að hittast og fara yfir þetta. Við erum bara með það breiðan og sterkan hóp að ég hef engar áhyggjur af því,“ sagði Viggó. Klippa: Viggó var frá í mánuð vegna veikinda
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Sjá meira