Öllum aðgerðum aflýst og flugfarþegar geta andað léttar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. maí 2024 22:00 Ekkert verður af verkfallsaðgerðunum sem boðaðar voru á keflavíkurflugvelli Vísir/Vilhelm Samningar voru undirritaðir milli SA fyrir hönd ISAVIA ohf. og samninganefnda starfsmanna Sameykis og FFR rétt í þessu og verkföllum sem boðuð höfðu verið á Keflavíkurflugvelli aflýst. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir gott að menn hafi náð saman. Hann segir að menn séu yfirleitt ekki hoppandi kátir að loknum kjaraviðræðum, en hann voni að allir séu hæfilega fúlir. Samningarnir verða svo kynntir fyrir félagsmönnum Sameykis og FFR sem síðan greiða um þá atkvæði. Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis segir að vel hafi gengið að ná jafnvægi milli félaga, sem þau hafi verið að horfa til. Félögin séu heilt yfir nokkuð ánægð með afraksturinn, „þó maður sé að sjálfsögðu aldrei fyllilega ánægður þegar maður skrifar undir kjarasamninga.“ Dagurinn í dag hafi verið hörkuvinnudagur, og það hafi ýmislegt jákvætt gerst. Aldrei nái maður þó öllum sínum markmiðum fram. Atkvæðagreiðslu félagsmanna um samninginn lýkur í kringum 20. maí Þórarinn segir að félögin treysti sér vel til að fara með samninginn til félagsmanna, en nú verði farið í kynningarferli þar sem samningurinn verður kynntur fyrir þeim. Svo verði farið í atkvæðagreiðslu rétt fyrir 20. maí sem ljúki á bilinu 23. til 24. maí. Þórarinn ætlar að leyfa sér að vera bjartsýnn á það að samningurinn verði samþykktur, þó það sé aldrei hægt að fullyrða neitt um það. Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Kjaraviðræður 2023-24 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Reynt til þrautar að ná samningum áður en aðgerðir skella á Samninganefndir starsfmanna Sameykis og FFR á Keflavíkurflugvelli hafa setið á fundum með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í allan dag. 7. maí 2024 18:31 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Dick Cheney er látinn Erlent Fleiri fréttir Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Sjá meira
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir gott að menn hafi náð saman. Hann segir að menn séu yfirleitt ekki hoppandi kátir að loknum kjaraviðræðum, en hann voni að allir séu hæfilega fúlir. Samningarnir verða svo kynntir fyrir félagsmönnum Sameykis og FFR sem síðan greiða um þá atkvæði. Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis segir að vel hafi gengið að ná jafnvægi milli félaga, sem þau hafi verið að horfa til. Félögin séu heilt yfir nokkuð ánægð með afraksturinn, „þó maður sé að sjálfsögðu aldrei fyllilega ánægður þegar maður skrifar undir kjarasamninga.“ Dagurinn í dag hafi verið hörkuvinnudagur, og það hafi ýmislegt jákvætt gerst. Aldrei nái maður þó öllum sínum markmiðum fram. Atkvæðagreiðslu félagsmanna um samninginn lýkur í kringum 20. maí Þórarinn segir að félögin treysti sér vel til að fara með samninginn til félagsmanna, en nú verði farið í kynningarferli þar sem samningurinn verður kynntur fyrir þeim. Svo verði farið í atkvæðagreiðslu rétt fyrir 20. maí sem ljúki á bilinu 23. til 24. maí. Þórarinn ætlar að leyfa sér að vera bjartsýnn á það að samningurinn verði samþykktur, þó það sé aldrei hægt að fullyrða neitt um það.
Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Kjaraviðræður 2023-24 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Reynt til þrautar að ná samningum áður en aðgerðir skella á Samninganefndir starsfmanna Sameykis og FFR á Keflavíkurflugvelli hafa setið á fundum með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í allan dag. 7. maí 2024 18:31 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Dick Cheney er látinn Erlent Fleiri fréttir Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Sjá meira
Reynt til þrautar að ná samningum áður en aðgerðir skella á Samninganefndir starsfmanna Sameykis og FFR á Keflavíkurflugvelli hafa setið á fundum með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í allan dag. 7. maí 2024 18:31