Þurfa leyfi til að taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. maí 2024 19:05 Girona hefur í fyrsta sinn í sögu félagsins tryggt sér þátttöku í Meistaradeild Evrópu, það er ef UEFA leyfir félaginu að taka þátt. Alex Caparros/Getty Images Spænska knattspyrnufélagið Girona tryggði sér nýverið þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Það er þó enn óvíst hvort liðið fái að taka þátt þar sem það er að hluta til í eigu City Football Group sem á meðal annars Englandsmeistara Manchester City. Það er ESPN sem greinir frá en þar segir að Girona bíði nú eftir staðfestingu frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, þessa efnis að liðið megi taka þátt í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2024-25. Girona tryggði sér sæti í Meistaradeildinni með fræknum 4-2 sigri á nágrönnum sínum í Barcelona um liðna helgi en bæði lið leika í Katalóníu. Þar sem Girona er eitt af 13 liðum í eigu City Football Group þá er óvíst hvort liðið geti tekið þátt í Meistaradeildinni vegna reglugerðar UEFA. Sú reglugerð segir að ekki megi tvö lið með sama eiganda keppa í keppninni. Ef slíkt gerist þá er það liðið sem endar ofar í sinni deildarkeppni sem fær að taka þátt í Meistaradeildinni. Ef liðin enda í sama sæti þá er það félagið sem er með fleiri stig (e. coefficients). innan UEFA. Girona facing wait for UEFA green light to play in Champions League due to Man City / CFG links — also implications for Man Utd / Nice if United qualify for Europe https://t.co/58aWyTgrFb— Mark Ogden (@MarkOgden_) May 6, 2024 Heimildir ESPN herma að það sé ólíklegt að Girona verði sent niður í Evrópudeildina en félagið þarf þó að útlista sérstöðu sína og fjárhagslegt sjálfstæði frá Manchester City fyrir fjárhagsnefnd UEFA. Ef félaginu tekst það þá fær það að taka þátt í Meistaradeildinni. Er það ástæðan fyrir því að RB Leipzig og FC Salzburg - sem eru bæði í eigu Red Bull Group – hafa bæði tekið þátt í Meistaradeild Evrópu undanfarin ár. Sama á við um: Aston Villa og Vitoria Brighon & Hove Albion og Union Saint-Gilloise AC Milan og Toulouse. Manchester United og Nice þarf svo einnig að ganga í gegnum sama ferli ef þeim tekst að tryggja sér Evrópusæti á næstu leiktíð þar sem þau eru að hluta til í eigu INEOS, fyrirtækis Sir Jim Ratcliffe. Það er ef þau enda bæði í Evrópusæti sem verður að teljast ólíklegt úr þessu. Hvað Girona varðar þá bíður félagið í ofvæni eftir því að taka þátt í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Reikna má með að Pere Guardiola, bróðir Pep Guardiola, ræði við UEFA í sumar en hann er stjórnarformaður Girona. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Sport Fleiri fréttir Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Sjá meira
Það er ESPN sem greinir frá en þar segir að Girona bíði nú eftir staðfestingu frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, þessa efnis að liðið megi taka þátt í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2024-25. Girona tryggði sér sæti í Meistaradeildinni með fræknum 4-2 sigri á nágrönnum sínum í Barcelona um liðna helgi en bæði lið leika í Katalóníu. Þar sem Girona er eitt af 13 liðum í eigu City Football Group þá er óvíst hvort liðið geti tekið þátt í Meistaradeildinni vegna reglugerðar UEFA. Sú reglugerð segir að ekki megi tvö lið með sama eiganda keppa í keppninni. Ef slíkt gerist þá er það liðið sem endar ofar í sinni deildarkeppni sem fær að taka þátt í Meistaradeildinni. Ef liðin enda í sama sæti þá er það félagið sem er með fleiri stig (e. coefficients). innan UEFA. Girona facing wait for UEFA green light to play in Champions League due to Man City / CFG links — also implications for Man Utd / Nice if United qualify for Europe https://t.co/58aWyTgrFb— Mark Ogden (@MarkOgden_) May 6, 2024 Heimildir ESPN herma að það sé ólíklegt að Girona verði sent niður í Evrópudeildina en félagið þarf þó að útlista sérstöðu sína og fjárhagslegt sjálfstæði frá Manchester City fyrir fjárhagsnefnd UEFA. Ef félaginu tekst það þá fær það að taka þátt í Meistaradeildinni. Er það ástæðan fyrir því að RB Leipzig og FC Salzburg - sem eru bæði í eigu Red Bull Group – hafa bæði tekið þátt í Meistaradeild Evrópu undanfarin ár. Sama á við um: Aston Villa og Vitoria Brighon & Hove Albion og Union Saint-Gilloise AC Milan og Toulouse. Manchester United og Nice þarf svo einnig að ganga í gegnum sama ferli ef þeim tekst að tryggja sér Evrópusæti á næstu leiktíð þar sem þau eru að hluta til í eigu INEOS, fyrirtækis Sir Jim Ratcliffe. Það er ef þau enda bæði í Evrópusæti sem verður að teljast ólíklegt úr þessu. Hvað Girona varðar þá bíður félagið í ofvæni eftir því að taka þátt í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Reikna má með að Pere Guardiola, bróðir Pep Guardiola, ræði við UEFA í sumar en hann er stjórnarformaður Girona.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Sport Fleiri fréttir Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Sjá meira