Undirbúa hópuppsögn hjá Grindavíkurbæ Lovísa Arnardóttir skrifar 7. maí 2024 16:34 Fannari Jónassyni hefur verið gert að hefja undirbúning og samráð við hagaðila um hópuppsögn starfsmanna Grindavíkurbæjar. Vísir/Arnar Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað á fundi sínum í morgun að laga starfsmannahald bæjarins að gjörbreyttum aðstæðum og fækka störfum hjá sveitarfélaginu. Bæjarstjóra hefur verið falið að hefja undirbúning og samráð við hagaðila í samræmi við lög um hópuppsagnir. Frá þessu er greint í tilkynningu frá bænum. Þar kemur ekki fram hversu mörgum verður sagt upp eða hvað þau vinni við hjá bænum. Þar kemur þó fram að á undanförnum sex mánuðum hafi forsendur fyrir rekstri sveitarfélagsins gjörbreyst. Stór hluti Grindvíkinga sé fluttur í önnur sveitarfélög, sumir tímabundið en aðrir varanlega. Þá blasi við frekari íbúafækkun með tilheyrandi tekjutapi fyrir bæjarsjóð þar sem bæði útvarpstekjur og fasteignaskattar lækki verulegu með uppkaupum Þórkötlu fasteignafélags. Óumflýjanleg aðgerð Í tilkynningu bæjarins segir að launagreiðslur séu langstærsti útgjaldaliður sveitarfélagsins eða um 50 prósent af tekjum bæjarins. „Það er mat bæjarstjórnar að í ljósi aðstæðna sé Grindavíkurbæ nauðugur einn sá kostur að gera grundvallarbreytingar á sínum rekstri, lækka kostnað og laga starfsmannahald að nýjum veruleika. Þannig sé óumflýjanlegt að fækka starfsfólki, leggja niður störf og/eða lækka starfshlutfall þvert á stofnanir og þjónustueiningar bæjarins,“ segir í tilkynningunni. Það losi bæjaryfirvöld ekki undan þeirri skyldu að veita fólki með lögheimili í bænum þjónustu en það verði að ráðast af aðstæðum hverju sinni hver hún fer. Einnig ríki á þeim skylda að reka sveitarfélagið með sjálfbærum hætti, stilla af tekjur og útgjöld og tryggja gjaldhæfi bæjarsjóðs til lengri tíma. „Ákvörðun um fækkun starfa er bæjarstjórn Grindavíkurbæjar afar þungbær, en bæjarfulltrúar eru einhuga um nauðsyn hennar. Aðgerðirnar verða sársaukafullar fyrir starfsfólk, fjölskyldur þeirra og aðra íbúa Grindavíkur, en eru forsenda þess að sveitarfélagið geti snúið vörn í sókn þegar aðstæður breytast. Bæjarstjórn er sannfærð um að með tímanum muni samfélag og mannlíf blómstra í Grindavík á ný. Á þessum tímapunkti er þó óvíst hve stórt það samfélag verður, hverjar verða þarfir þess og hvert umfang þjónustu eða starfsemi Grindavíkurbæjar verður,“ segir í tilkynningunni. Framkvæmdanefnd tekur til starfa Greint var frá því í síðustu viku að koma ætti á fót framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Frumvarp þess efnis liggur á þinginu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vinnumarkaður Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Við reyndum eins og við gátum“ Innviðaráðherra hyggst stofna sérstaka framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur vegna jarðhræringa og áhrifa þeirra á byggð þar og samfélag. Bærinn mun ráðast í einhverjar uppsagnir vegna breytinganna. 3. maí 2024 11:45 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá bænum. Þar kemur ekki fram hversu mörgum verður sagt upp eða hvað þau vinni við hjá bænum. Þar kemur þó fram að á undanförnum sex mánuðum hafi forsendur fyrir rekstri sveitarfélagsins gjörbreyst. Stór hluti Grindvíkinga sé fluttur í önnur sveitarfélög, sumir tímabundið en aðrir varanlega. Þá blasi við frekari íbúafækkun með tilheyrandi tekjutapi fyrir bæjarsjóð þar sem bæði útvarpstekjur og fasteignaskattar lækki verulegu með uppkaupum Þórkötlu fasteignafélags. Óumflýjanleg aðgerð Í tilkynningu bæjarins segir að launagreiðslur séu langstærsti útgjaldaliður sveitarfélagsins eða um 50 prósent af tekjum bæjarins. „Það er mat bæjarstjórnar að í ljósi aðstæðna sé Grindavíkurbæ nauðugur einn sá kostur að gera grundvallarbreytingar á sínum rekstri, lækka kostnað og laga starfsmannahald að nýjum veruleika. Þannig sé óumflýjanlegt að fækka starfsfólki, leggja niður störf og/eða lækka starfshlutfall þvert á stofnanir og þjónustueiningar bæjarins,“ segir í tilkynningunni. Það losi bæjaryfirvöld ekki undan þeirri skyldu að veita fólki með lögheimili í bænum þjónustu en það verði að ráðast af aðstæðum hverju sinni hver hún fer. Einnig ríki á þeim skylda að reka sveitarfélagið með sjálfbærum hætti, stilla af tekjur og útgjöld og tryggja gjaldhæfi bæjarsjóðs til lengri tíma. „Ákvörðun um fækkun starfa er bæjarstjórn Grindavíkurbæjar afar þungbær, en bæjarfulltrúar eru einhuga um nauðsyn hennar. Aðgerðirnar verða sársaukafullar fyrir starfsfólk, fjölskyldur þeirra og aðra íbúa Grindavíkur, en eru forsenda þess að sveitarfélagið geti snúið vörn í sókn þegar aðstæður breytast. Bæjarstjórn er sannfærð um að með tímanum muni samfélag og mannlíf blómstra í Grindavík á ný. Á þessum tímapunkti er þó óvíst hve stórt það samfélag verður, hverjar verða þarfir þess og hvert umfang þjónustu eða starfsemi Grindavíkurbæjar verður,“ segir í tilkynningunni. Framkvæmdanefnd tekur til starfa Greint var frá því í síðustu viku að koma ætti á fót framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Frumvarp þess efnis liggur á þinginu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vinnumarkaður Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Við reyndum eins og við gátum“ Innviðaráðherra hyggst stofna sérstaka framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur vegna jarðhræringa og áhrifa þeirra á byggð þar og samfélag. Bærinn mun ráðast í einhverjar uppsagnir vegna breytinganna. 3. maí 2024 11:45 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
„Við reyndum eins og við gátum“ Innviðaráðherra hyggst stofna sérstaka framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur vegna jarðhræringa og áhrifa þeirra á byggð þar og samfélag. Bærinn mun ráðast í einhverjar uppsagnir vegna breytinganna. 3. maí 2024 11:45