Á að banna TikTok? Óttar Birgisson skrifar 6. maí 2024 12:01 Í síðasta mánuði samþykkti öldungadeild Bandaríkjaþings frumvarp sem gæti leitt til þess að hinn geysivinsæli samfélagsmiðill TikTok yrði bannaður í Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir banninu er meðal annars sögð vera áhyggjur um möguleg áhrif sem miðillinn gæti haft á öryggi Bandaríkjanna þar sem miðillinn er í eigu ByteDance sem ríkisstjórn Kína hefur ítök í. Með öðrum orðum hafa Bandaríkjamenn áhyggjur af mögulegum öryggisbresti sem fylgir því að Kína hafi bæði aðgang að gögnum um stóran hóp Bandaríkjamanna og ekki síður möguleg áhrif sem slíkur aðgangur gæti haft á bandarísk ungmenni. Hið síðarnefnda hefur meðal annars komið af stað ýmsum sögusögnum um að TikTok eigi að nota til að forheimska næstu kynslóð af Bandaríkjamönnum til þess að auka stöðu Kína í framtíðinni. Þótt þetta sé í raun samsæriskenning er margt áhugavert sem tengist henni. Sem dæmi þá er TikTok bannað í Kína þar sem það er talið hafa slæm áhrif á ungmennin þar. Þess í stað er ByteDance með sambærilegt smáforrit sem kallast Douyin. TikTok er keyrt á öðrum reikniritum og hýst í ólíkum gagnaverum en Douyin. Douyin er með strangari reglur um efnisinnihald og er reikniritinu á bak við forritið miðstýrt að hluta til að auka vægi þess sem er gagnlegt, fræðandi og uppbyggilegt til að styðja við þroska kínverskra ungmenna. Á meðan er efnið á TikTok oftast einföld æði, dans, fíflagangur, hrekkir og jafnvel ofbeldi. Þó má vissulega finna fræðsluefni og uppbyggilegt efni þar líka, en reikniritið hampar því ekki eins og hjá Douyin. Reikniritið í TikTok hefur í raun eitt markmið en það er að hámarka tímann sem notandi ver á miðlinum. Á móti er Kína með strangar reglur um tíma. Sem dæmi þá geta notendur yngri en 14 ára ekki notað það lengur en 40 mínútur á dag auk þess að forritið lokast á nóttinni þannig að ekki sé hægt að nota það á þeim tíma. Sama hvað er til í þeim sögusögnum að TikTok sé notað sem forheimskandi hernaðartól Kínverja þá er ljóst að Kínverjar vilja ekki að ungmennin þeirra verði háð TikTok eða Douyin. En ætti þá að banna TikTok á Íslandi líka? Sennilega er það óþarfi. TikTok er einstaklega vinsæll miðill og veitir fólki ómælda ánægju og gleði. En það sama segja sumir til dæmis um áfengi. Við viljum samt ekki að börnin okkar drekki áfengi og við viljum að fullorðnir sem drekka það, geri það í hófi. En til þess að vita hvað er hóflegt og hvað er óhollt þegar kemur að TikTok og öðrum sambærilegum miðlum þurfum við frekari rannsóknir. Rannsóknir benda flestar til þess að samfélagsmiðlar séu skaðlegir geðheilsu ungmenna séu þeir notaðir í óhófi. Enn vantar þó betri rannsóknir á áhrifum á fullorðna og ung börn. En á meðan við vitum ekki betur er mikilvægt að fara varlega. Best er auðvitað að sleppa miðlum eins og TikTok alveg eða lágmarka notkun og vera meðvitaður um möguleg áhrif og muna hvernig reikniritið er hannað til að stela tíma þínum og athygli. Til að vega móti því er hægt að nota ýmis önnur smáforrit eða innbyggðar stillingar í símtækjum til þess að loka á ákveðin smáforrit eins og TikTok á ákveðnum tíma (t. d. eftir 20: 00) eða eftir ákveðna notkun (t. d. eftir 60 mínútur daglega). Að lokum, foreldrar ættu ekki að leyfa börnum að vera ein á TikTok fyrr en í allra fyrsta lagi 13 ára og helst seinna. Þannig, með betri rannsóknum, fræðslu og meðvitaðri notkun getum við stuðlað að öryggi og heilsu notenda án þess að þurfa að grípa til banns. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi að rannsaka áhrif netsamskipta á geðheilsu ungmenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein TikTok Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í síðasta mánuði samþykkti öldungadeild Bandaríkjaþings frumvarp sem gæti leitt til þess að hinn geysivinsæli samfélagsmiðill TikTok yrði bannaður í Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir banninu er meðal annars sögð vera áhyggjur um möguleg áhrif sem miðillinn gæti haft á öryggi Bandaríkjanna þar sem miðillinn er í eigu ByteDance sem ríkisstjórn Kína hefur ítök í. Með öðrum orðum hafa Bandaríkjamenn áhyggjur af mögulegum öryggisbresti sem fylgir því að Kína hafi bæði aðgang að gögnum um stóran hóp Bandaríkjamanna og ekki síður möguleg áhrif sem slíkur aðgangur gæti haft á bandarísk ungmenni. Hið síðarnefnda hefur meðal annars komið af stað ýmsum sögusögnum um að TikTok eigi að nota til að forheimska næstu kynslóð af Bandaríkjamönnum til þess að auka stöðu Kína í framtíðinni. Þótt þetta sé í raun samsæriskenning er margt áhugavert sem tengist henni. Sem dæmi þá er TikTok bannað í Kína þar sem það er talið hafa slæm áhrif á ungmennin þar. Þess í stað er ByteDance með sambærilegt smáforrit sem kallast Douyin. TikTok er keyrt á öðrum reikniritum og hýst í ólíkum gagnaverum en Douyin. Douyin er með strangari reglur um efnisinnihald og er reikniritinu á bak við forritið miðstýrt að hluta til að auka vægi þess sem er gagnlegt, fræðandi og uppbyggilegt til að styðja við þroska kínverskra ungmenna. Á meðan er efnið á TikTok oftast einföld æði, dans, fíflagangur, hrekkir og jafnvel ofbeldi. Þó má vissulega finna fræðsluefni og uppbyggilegt efni þar líka, en reikniritið hampar því ekki eins og hjá Douyin. Reikniritið í TikTok hefur í raun eitt markmið en það er að hámarka tímann sem notandi ver á miðlinum. Á móti er Kína með strangar reglur um tíma. Sem dæmi þá geta notendur yngri en 14 ára ekki notað það lengur en 40 mínútur á dag auk þess að forritið lokast á nóttinni þannig að ekki sé hægt að nota það á þeim tíma. Sama hvað er til í þeim sögusögnum að TikTok sé notað sem forheimskandi hernaðartól Kínverja þá er ljóst að Kínverjar vilja ekki að ungmennin þeirra verði háð TikTok eða Douyin. En ætti þá að banna TikTok á Íslandi líka? Sennilega er það óþarfi. TikTok er einstaklega vinsæll miðill og veitir fólki ómælda ánægju og gleði. En það sama segja sumir til dæmis um áfengi. Við viljum samt ekki að börnin okkar drekki áfengi og við viljum að fullorðnir sem drekka það, geri það í hófi. En til þess að vita hvað er hóflegt og hvað er óhollt þegar kemur að TikTok og öðrum sambærilegum miðlum þurfum við frekari rannsóknir. Rannsóknir benda flestar til þess að samfélagsmiðlar séu skaðlegir geðheilsu ungmenna séu þeir notaðir í óhófi. Enn vantar þó betri rannsóknir á áhrifum á fullorðna og ung börn. En á meðan við vitum ekki betur er mikilvægt að fara varlega. Best er auðvitað að sleppa miðlum eins og TikTok alveg eða lágmarka notkun og vera meðvitaður um möguleg áhrif og muna hvernig reikniritið er hannað til að stela tíma þínum og athygli. Til að vega móti því er hægt að nota ýmis önnur smáforrit eða innbyggðar stillingar í símtækjum til þess að loka á ákveðin smáforrit eins og TikTok á ákveðnum tíma (t. d. eftir 20: 00) eða eftir ákveðna notkun (t. d. eftir 60 mínútur daglega). Að lokum, foreldrar ættu ekki að leyfa börnum að vera ein á TikTok fyrr en í allra fyrsta lagi 13 ára og helst seinna. Þannig, með betri rannsóknum, fræðslu og meðvitaðri notkun getum við stuðlað að öryggi og heilsu notenda án þess að þurfa að grípa til banns. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi að rannsaka áhrif netsamskipta á geðheilsu ungmenna.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun