Á vesturleiðinni en ekki á hundrað og tíu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. maí 2024 13:38 Ökumenn á Íslandi gæta ekki nægilega vel að sér þegar ekið er framhjá verkamönnum að störfum. Myndin er af vegaframkvæmdur við Suðurlandsveg úr safni. Hér eru menn ekki á vesturleiðinni. Vísir/Vilhelm Sævar Helgi Lárusson, öryggisstjóri Vegagerðarinnar, segir alltof mikið um hraðakstur í grennd við vegaframkvæmdir. Á morgun verður haldinn morgunfundur á vegum Vegagerðarinnar og Samgöngustofu um átakið „Aktu varlega! - mamma og pabbi vinna hér. Sævar Helgi birti pistil á Vísi í morgun þar sem hann hóf mál sitt á því að vitna í Stuðmanninn Þórð Árnason, þegar hann sagðist vera á vesturleiðinni á háheiðinni á hundrað og tíu því hann megi ekki verða of seinn. Sævar segir að það sé bannað að vera á hundrað og tíu, en tilefni pistilsins er tíður hraðakstur íslenskra ökumanna í grennd við vegaframkvæmdir, og fundur um átak hvað þau mál varðar sem haldinn verður á morgun. Sævar mætti svo í Bítið í morgun þar sem hann sagði að það komi því miður reglulega fyrir að ökumenn gæti ekki nægilega vel að sér og hægi lítið sem ekkert á sér, geysi framhjá fólki á þeysireið og valdi mikilli hættu. Verkamenn sem vinna við vegagerð kvarta reglulega undan þessu segir Sævar. Skilningsleysi ráði för Sævar segir að hann gruni að skilningsleysi ráði því að menn hægi ekki á sér. „Fólki finnst kannski sextíu vera nægilega mikill afsláttur. En þegar að menn standa óvarðir á vegamóti, þá þarftu nú bara helst að fara niður undir þrjátíu eða jafnvel undir það,“ segir Sævar. Sævar segir að sem betur fer sé „eitthvað síðan“ ekið var á starfsmann sem var við vegavinnu svo hann muni eftir. Alltaf sé þó eitthvað um önnur slys. „En hræðslan er sú, að ef að það gerist, að þá verður það svo alvarlegt. Til að mynda eru tíu prósent líkur á að banaslys verði, sé ekið á gangandi vegfaranda á þrjátíu og sjö kílómetra hraða,“ segir Sævar. Hann segir svo að miklar líkur séu á því að afleiðingarnar af slíku slysi verði alvarlegar, þótt einungis sé ekið á þrjátíu og sjö. Sé ekið á gangandi vegfaranda á fimmtíu kílómetra hraða á klukkustund, séu um fimmtíu prósent líkur á banaslysi. Á morgunfundi Vegagerðarinnar á morgun þriðjudaginn 7. maí verður öryggi starfsfólks við vegavinnu til umfjöllunar. Vitundarátakið Aktu varlega! - mamma og pabbi vinna hér, verður kynnt fyrir fundargestum, og flutt verða stutt erindi um reynslu fólks af því að starfa í nálægð við þunga og hraða umferð. Samgöngustofa frumsýnir myndband um akstur gegnum vinnusvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar til fréttastofu. Morgunfundurinn fer fram í húsakynnum Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 í Garðabæ, og stendur frá klukkan 9:00 til 10:15. Fundurinn er opinn öllum og heitt verður á könnunni. Einnig verður fundurinn í beinu streymi. Umferðaröryggi Bítið Vegagerð Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Sævar Helgi birti pistil á Vísi í morgun þar sem hann hóf mál sitt á því að vitna í Stuðmanninn Þórð Árnason, þegar hann sagðist vera á vesturleiðinni á háheiðinni á hundrað og tíu því hann megi ekki verða of seinn. Sævar segir að það sé bannað að vera á hundrað og tíu, en tilefni pistilsins er tíður hraðakstur íslenskra ökumanna í grennd við vegaframkvæmdir, og fundur um átak hvað þau mál varðar sem haldinn verður á morgun. Sævar mætti svo í Bítið í morgun þar sem hann sagði að það komi því miður reglulega fyrir að ökumenn gæti ekki nægilega vel að sér og hægi lítið sem ekkert á sér, geysi framhjá fólki á þeysireið og valdi mikilli hættu. Verkamenn sem vinna við vegagerð kvarta reglulega undan þessu segir Sævar. Skilningsleysi ráði för Sævar segir að hann gruni að skilningsleysi ráði því að menn hægi ekki á sér. „Fólki finnst kannski sextíu vera nægilega mikill afsláttur. En þegar að menn standa óvarðir á vegamóti, þá þarftu nú bara helst að fara niður undir þrjátíu eða jafnvel undir það,“ segir Sævar. Sævar segir að sem betur fer sé „eitthvað síðan“ ekið var á starfsmann sem var við vegavinnu svo hann muni eftir. Alltaf sé þó eitthvað um önnur slys. „En hræðslan er sú, að ef að það gerist, að þá verður það svo alvarlegt. Til að mynda eru tíu prósent líkur á að banaslys verði, sé ekið á gangandi vegfaranda á þrjátíu og sjö kílómetra hraða,“ segir Sævar. Hann segir svo að miklar líkur séu á því að afleiðingarnar af slíku slysi verði alvarlegar, þótt einungis sé ekið á þrjátíu og sjö. Sé ekið á gangandi vegfaranda á fimmtíu kílómetra hraða á klukkustund, séu um fimmtíu prósent líkur á banaslysi. Á morgunfundi Vegagerðarinnar á morgun þriðjudaginn 7. maí verður öryggi starfsfólks við vegavinnu til umfjöllunar. Vitundarátakið Aktu varlega! - mamma og pabbi vinna hér, verður kynnt fyrir fundargestum, og flutt verða stutt erindi um reynslu fólks af því að starfa í nálægð við þunga og hraða umferð. Samgöngustofa frumsýnir myndband um akstur gegnum vinnusvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar til fréttastofu. Morgunfundurinn fer fram í húsakynnum Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 í Garðabæ, og stendur frá klukkan 9:00 til 10:15. Fundurinn er opinn öllum og heitt verður á könnunni. Einnig verður fundurinn í beinu streymi.
Umferðaröryggi Bítið Vegagerð Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira