Ný norræn stjórnarskrá Hrannar Björn Arnarsson og Ragnheiður Þórarinsdóttir skrifa 6. maí 2024 10:31 Á undanförnum misserum hefur Norðurlandaráð að eigin frumkvæði, staðið fyrir gríðarlega mikilvægri vinnu við að endurskoða grundvöll og innihald þess formlega samstarfs sem norrænu löndin átta eiga sín á milli. Norræna félagið á Íslandi fagnar því að Norðurlandaráð undirbúi nú á grundvelli þessarar vinnu formlegar tillögum um breytingar á Helsingforssamningnum, stjórnarskrá norræns samstarfs. Samningurinn hefur reynst afar vel en er barn síns tíma og það er löngu orðið tímabært að endurskoða hann. Norrænt samstarf þarf að vera í stöðugri endurnýjun og aðlaga sig að þeim breytingum sem verða innan Norðurlanda og utan, annars hnignar því smám saman og það veikist. Norðurlönd - Samþættasta svæði veraldar? Þá blasir það við að eigi sameiginleg framtíðarsýn ríkisstjórna Norðurlandanna um að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði veraldar árið 2030, að verða að veruleika, verður að gera róttækar breytingar á Helsingforssamningnum hið fyrsta og samhliða tryggja umtalvert aukin fjárframlög til sameiginlegra norrænna verkefna. Að mati Norræna félagsins er mikilvægt að í nýrri stjórnarskrá norræns samstarfs verði eftirfarandi tryggt: Full aðild Grænlands, Færeyja og Álandseyja þegar þau svo kjósa. Að samstarfið taki til allra málasviða hins opinbera á hverjum tíma, einnig utanríkismála, samgöngumála, öryggis- og varnarmála og annarra málaflokka sem ekki falla þar undir í dag. Sameiginlegur norrænn ríkisborgararéttur. Örugg fjármögnun sameiginlegra verkefna, t.d. sem fast hlutfall landsframleiðslu. Ísland vill meira norrænt samstarf! Norræna félagið á Íslandi, þakkar íslenskum stjórnvöldum og íslenskum þingmönnum í Norðurlandaráði fyrir einarða afstöðu þeirra til mikilvægis norræns samstarfs og hvetur þau til dáða í baráttu þeirra fyrir endurskoðun Helsingforssamingsins og auknu fjármagni til norræns samstarfs. Ný norræn stjórnarskrá er mikilvæg forsenda áframhaldandi og öflugara samstarfs norrænu landanna átta. Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins Ragnheiður Þórarinsdóttir, varaformaður Norræna felagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurlandaráð Utanríkismál Hrannar Björn Arnarsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum misserum hefur Norðurlandaráð að eigin frumkvæði, staðið fyrir gríðarlega mikilvægri vinnu við að endurskoða grundvöll og innihald þess formlega samstarfs sem norrænu löndin átta eiga sín á milli. Norræna félagið á Íslandi fagnar því að Norðurlandaráð undirbúi nú á grundvelli þessarar vinnu formlegar tillögum um breytingar á Helsingforssamningnum, stjórnarskrá norræns samstarfs. Samningurinn hefur reynst afar vel en er barn síns tíma og það er löngu orðið tímabært að endurskoða hann. Norrænt samstarf þarf að vera í stöðugri endurnýjun og aðlaga sig að þeim breytingum sem verða innan Norðurlanda og utan, annars hnignar því smám saman og það veikist. Norðurlönd - Samþættasta svæði veraldar? Þá blasir það við að eigi sameiginleg framtíðarsýn ríkisstjórna Norðurlandanna um að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði veraldar árið 2030, að verða að veruleika, verður að gera róttækar breytingar á Helsingforssamningnum hið fyrsta og samhliða tryggja umtalvert aukin fjárframlög til sameiginlegra norrænna verkefna. Að mati Norræna félagsins er mikilvægt að í nýrri stjórnarskrá norræns samstarfs verði eftirfarandi tryggt: Full aðild Grænlands, Færeyja og Álandseyja þegar þau svo kjósa. Að samstarfið taki til allra málasviða hins opinbera á hverjum tíma, einnig utanríkismála, samgöngumála, öryggis- og varnarmála og annarra málaflokka sem ekki falla þar undir í dag. Sameiginlegur norrænn ríkisborgararéttur. Örugg fjármögnun sameiginlegra verkefna, t.d. sem fast hlutfall landsframleiðslu. Ísland vill meira norrænt samstarf! Norræna félagið á Íslandi, þakkar íslenskum stjórnvöldum og íslenskum þingmönnum í Norðurlandaráði fyrir einarða afstöðu þeirra til mikilvægis norræns samstarfs og hvetur þau til dáða í baráttu þeirra fyrir endurskoðun Helsingforssamingsins og auknu fjármagni til norræns samstarfs. Ný norræn stjórnarskrá er mikilvæg forsenda áframhaldandi og öflugara samstarfs norrænu landanna átta. Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins Ragnheiður Þórarinsdóttir, varaformaður Norræna felagsins.
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar