Búnaður Al Jazeera gerður upptækur og miðillinn í bann Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. maí 2024 19:50 Al Jazeera er einn af örfáum alþjóðlegum miðlum sem senda enn beina fréttaumfjöllun frá Gasaströndinni. AP Hluti útsendingarbúnaðar katarska miðilsins Al Jazeera var gerður upptækur þegar lögregla réðst inn á hótelherbergi útsendara í Jerúsalem í dag. Miðlinum hefur verið bannað að starfa í landinu í að minnsta kosti 45 daga. Ríkisstjórn Ísraels ákvað fyrr í dag að vísa starfsemi sjónvarpsstöðvarinnar úr landi, og sögðu ástæðuna þá að fréttamenn hennar væru stríðsæsingamenn. Skipunin er sögð mjög óvenjuleg, en í henni felst að koma í veg fyrir útsendingar með því að gera útsendingarbúnað miðilsins upptækan auk þess sem lokað hefur verið fyrir aðgang að miðlinum í landinu. Talið er að þetta sé fyrsta skiptið sem Ísraelsk yfirvöld loka á erlendan fjölmiðil með þessum hætti. Al Jazeera hefur haldið uppi ítarlegri umfjöllun um stríðsrekstur Ísraels á Gasa frá upphafi stríðsins í október í fyrra. Miðillinn gaf frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að forsvarsmenn Al Jazeera muni leitast eftir því að verja réttindi sín og fréttamannanna, sem og rétt almennings til upplýsingaöflunar. „Ísraelsmenn hafa bælt niður fjölmiðlafrelsið í þeim tilgangi að hylma yfir voðaverk þeirra á Gasa. Með þessu hafa þau brotið gegn alþjóða- og mannúðarlögum,“ segir í yfirlýsingunni frá Al Jazeera. „Þó að Ísrael haldi áfram að drepa, handtaka og hóta blaðamönnum mun Al Jazeera ekki lúta í lægra haldi,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Samþykktu frumvarp um Al Jazeera í apríl Ríkisstjórn Ísraels samþykkti í síðasta mánuði lagafrumvarp sem leyfir forsætisráðuneyti Netanjahús að grípa til aðgerða gegn erlendum fjölmiðli sem var sagður „skaðlegur fyrir þjóðina“. Shlomo Karhi samskiptaráðherra Ísraels birti í dag myndband af lögreglumönnum að ráðast inn á hótelherbergi en Al Jazeera hafði verið að senda út innan úr herberginu. Hótelið sem um ræðir er staðsett á Vesturbakkanum. Karhi sagði lögreglumennina hafa gert hluta útsendingarbúnaðarins inni í herberginu upptækan. „Við stöðvuðum loksins þá vel smurðu undirróðsvél Al Jazeera sem er skaðlegur öryggi ríkisins,“ segir Karhi. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneyti hans verður miðlinum bannað að starfa í Ísrael næstu 45 dagana, hið minnsta. Ítarlega umfjöllun AP um málið má nálgast hér. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Fjölmiðlar Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Ríkisstjórn Ísraels ákvað fyrr í dag að vísa starfsemi sjónvarpsstöðvarinnar úr landi, og sögðu ástæðuna þá að fréttamenn hennar væru stríðsæsingamenn. Skipunin er sögð mjög óvenjuleg, en í henni felst að koma í veg fyrir útsendingar með því að gera útsendingarbúnað miðilsins upptækan auk þess sem lokað hefur verið fyrir aðgang að miðlinum í landinu. Talið er að þetta sé fyrsta skiptið sem Ísraelsk yfirvöld loka á erlendan fjölmiðil með þessum hætti. Al Jazeera hefur haldið uppi ítarlegri umfjöllun um stríðsrekstur Ísraels á Gasa frá upphafi stríðsins í október í fyrra. Miðillinn gaf frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að forsvarsmenn Al Jazeera muni leitast eftir því að verja réttindi sín og fréttamannanna, sem og rétt almennings til upplýsingaöflunar. „Ísraelsmenn hafa bælt niður fjölmiðlafrelsið í þeim tilgangi að hylma yfir voðaverk þeirra á Gasa. Með þessu hafa þau brotið gegn alþjóða- og mannúðarlögum,“ segir í yfirlýsingunni frá Al Jazeera. „Þó að Ísrael haldi áfram að drepa, handtaka og hóta blaðamönnum mun Al Jazeera ekki lúta í lægra haldi,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Samþykktu frumvarp um Al Jazeera í apríl Ríkisstjórn Ísraels samþykkti í síðasta mánuði lagafrumvarp sem leyfir forsætisráðuneyti Netanjahús að grípa til aðgerða gegn erlendum fjölmiðli sem var sagður „skaðlegur fyrir þjóðina“. Shlomo Karhi samskiptaráðherra Ísraels birti í dag myndband af lögreglumönnum að ráðast inn á hótelherbergi en Al Jazeera hafði verið að senda út innan úr herberginu. Hótelið sem um ræðir er staðsett á Vesturbakkanum. Karhi sagði lögreglumennina hafa gert hluta útsendingarbúnaðarins inni í herberginu upptækan. „Við stöðvuðum loksins þá vel smurðu undirróðsvél Al Jazeera sem er skaðlegur öryggi ríkisins,“ segir Karhi. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneyti hans verður miðlinum bannað að starfa í Ísrael næstu 45 dagana, hið minnsta. Ítarlega umfjöllun AP um málið má nálgast hér.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Fjölmiðlar Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira