Búnaður Al Jazeera gerður upptækur og miðillinn í bann Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. maí 2024 19:50 Al Jazeera er einn af örfáum alþjóðlegum miðlum sem senda enn beina fréttaumfjöllun frá Gasaströndinni. AP Hluti útsendingarbúnaðar katarska miðilsins Al Jazeera var gerður upptækur þegar lögregla réðst inn á hótelherbergi útsendara í Jerúsalem í dag. Miðlinum hefur verið bannað að starfa í landinu í að minnsta kosti 45 daga. Ríkisstjórn Ísraels ákvað fyrr í dag að vísa starfsemi sjónvarpsstöðvarinnar úr landi, og sögðu ástæðuna þá að fréttamenn hennar væru stríðsæsingamenn. Skipunin er sögð mjög óvenjuleg, en í henni felst að koma í veg fyrir útsendingar með því að gera útsendingarbúnað miðilsins upptækan auk þess sem lokað hefur verið fyrir aðgang að miðlinum í landinu. Talið er að þetta sé fyrsta skiptið sem Ísraelsk yfirvöld loka á erlendan fjölmiðil með þessum hætti. Al Jazeera hefur haldið uppi ítarlegri umfjöllun um stríðsrekstur Ísraels á Gasa frá upphafi stríðsins í október í fyrra. Miðillinn gaf frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að forsvarsmenn Al Jazeera muni leitast eftir því að verja réttindi sín og fréttamannanna, sem og rétt almennings til upplýsingaöflunar. „Ísraelsmenn hafa bælt niður fjölmiðlafrelsið í þeim tilgangi að hylma yfir voðaverk þeirra á Gasa. Með þessu hafa þau brotið gegn alþjóða- og mannúðarlögum,“ segir í yfirlýsingunni frá Al Jazeera. „Þó að Ísrael haldi áfram að drepa, handtaka og hóta blaðamönnum mun Al Jazeera ekki lúta í lægra haldi,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Samþykktu frumvarp um Al Jazeera í apríl Ríkisstjórn Ísraels samþykkti í síðasta mánuði lagafrumvarp sem leyfir forsætisráðuneyti Netanjahús að grípa til aðgerða gegn erlendum fjölmiðli sem var sagður „skaðlegur fyrir þjóðina“. Shlomo Karhi samskiptaráðherra Ísraels birti í dag myndband af lögreglumönnum að ráðast inn á hótelherbergi en Al Jazeera hafði verið að senda út innan úr herberginu. Hótelið sem um ræðir er staðsett á Vesturbakkanum. Karhi sagði lögreglumennina hafa gert hluta útsendingarbúnaðarins inni í herberginu upptækan. „Við stöðvuðum loksins þá vel smurðu undirróðsvél Al Jazeera sem er skaðlegur öryggi ríkisins,“ segir Karhi. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneyti hans verður miðlinum bannað að starfa í Ísrael næstu 45 dagana, hið minnsta. Ítarlega umfjöllun AP um málið má nálgast hér. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Fjölmiðlar Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Fleiri fréttir Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Sjá meira
Ríkisstjórn Ísraels ákvað fyrr í dag að vísa starfsemi sjónvarpsstöðvarinnar úr landi, og sögðu ástæðuna þá að fréttamenn hennar væru stríðsæsingamenn. Skipunin er sögð mjög óvenjuleg, en í henni felst að koma í veg fyrir útsendingar með því að gera útsendingarbúnað miðilsins upptækan auk þess sem lokað hefur verið fyrir aðgang að miðlinum í landinu. Talið er að þetta sé fyrsta skiptið sem Ísraelsk yfirvöld loka á erlendan fjölmiðil með þessum hætti. Al Jazeera hefur haldið uppi ítarlegri umfjöllun um stríðsrekstur Ísraels á Gasa frá upphafi stríðsins í október í fyrra. Miðillinn gaf frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að forsvarsmenn Al Jazeera muni leitast eftir því að verja réttindi sín og fréttamannanna, sem og rétt almennings til upplýsingaöflunar. „Ísraelsmenn hafa bælt niður fjölmiðlafrelsið í þeim tilgangi að hylma yfir voðaverk þeirra á Gasa. Með þessu hafa þau brotið gegn alþjóða- og mannúðarlögum,“ segir í yfirlýsingunni frá Al Jazeera. „Þó að Ísrael haldi áfram að drepa, handtaka og hóta blaðamönnum mun Al Jazeera ekki lúta í lægra haldi,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Samþykktu frumvarp um Al Jazeera í apríl Ríkisstjórn Ísraels samþykkti í síðasta mánuði lagafrumvarp sem leyfir forsætisráðuneyti Netanjahús að grípa til aðgerða gegn erlendum fjölmiðli sem var sagður „skaðlegur fyrir þjóðina“. Shlomo Karhi samskiptaráðherra Ísraels birti í dag myndband af lögreglumönnum að ráðast inn á hótelherbergi en Al Jazeera hafði verið að senda út innan úr herberginu. Hótelið sem um ræðir er staðsett á Vesturbakkanum. Karhi sagði lögreglumennina hafa gert hluta útsendingarbúnaðarins inni í herberginu upptækan. „Við stöðvuðum loksins þá vel smurðu undirróðsvél Al Jazeera sem er skaðlegur öryggi ríkisins,“ segir Karhi. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneyti hans verður miðlinum bannað að starfa í Ísrael næstu 45 dagana, hið minnsta. Ítarlega umfjöllun AP um málið má nálgast hér.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Fjölmiðlar Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Fleiri fréttir Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Sjá meira