Leikskólar Árborgar verða lokaðir á milli jóla- og nýárs Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. maí 2024 14:30 Brynhildur Jónsdóttir, formaður fræðslu- og frístundanefndar Árborgar, sem fór yfir ýmis mál á fundinum í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýtt tilraunaverkefni er að hefjast í leikskólum Árborgar þar sem ákveðið hefur verið að leikskólar verði lokaðir á mill jóla- og nýárs. Þá hefur menntuðum leikskólakennurum fækkað í leikskólum Árborgar, sem er mikið áhyggjuefni en sex leikskólar eru í sveitarfélaginu með um 660 börnum. Brynhildur Jónsdóttir, formaður fræðslu- og frístundanefndar Árborgar og einn af bæjarfulltrúum D-listans í Árborg, sem er í hreinum meirihluta í bæjarstjórn var með opinn fund í gær hjá Sjálfstæðisflokknum í Árborg þar sem hún fjallaði um ýmis mál, m.a. leikskólamál í sveitarfélaginu. Sérstakt tilraunaverkefni mun hefjast 1. ágúst í sumar, sem mun standa yfir í ár með starfsemi leikskólanna. „Við ætlum að vera með skráningardaga þar sem það verður skráning í dymbilviku og í haust og vetrarfríum og síðan verður leikskólinn opinn til klukkan 14:00 á föstudögum en skráningartímar verða frá 14:00 til 16:15 en eina skerðingin sem verður, en við verðum með lokað á milli jóla- og nýárs,“ segir Brynhildur. Í Árborg eru sex leikskólar með um 660 börnum og um 180 starfsmönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson 1. ágúst í sumar breytist leikskólinn Árbær á Selfossi í Hjallastefnuleikskóla og verður þar með einkarekin. „Mér líst bara mjög vel á það, það held ég allavega að sé bara gott skref. Þetta er til þess að auka val foreldra ef foreldrar óska eftir því að fara í svona einkarekna leikskóla,“ segir Brynhildur. Á fundinum nefndi Brynhildur áhyggjur af menntun leikskólakennara, hver er staðan þar í Árborg? „Það hefur bara verið áhyggjuefni og það sýnir sig að eftir að leyfið varð eitt leyfisbréf þá hefur tilhneigingin verðið sú að leikskólakennarar hafa verið að færast upp í grunnskóla og ekki komið til baka. Og það er alveg fækkun á menntunarstigi í leikskólum þannig að það er áhyggjuefni fyrir þá sem eru að reka leikskóla, leikskólastjórar,“ segir Brynhildur. Glæra sem Brynhildur varpaði upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Önnur glæra, sem Brynhildur var með á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Leikskólar Jól Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Brynhildur Jónsdóttir, formaður fræðslu- og frístundanefndar Árborgar og einn af bæjarfulltrúum D-listans í Árborg, sem er í hreinum meirihluta í bæjarstjórn var með opinn fund í gær hjá Sjálfstæðisflokknum í Árborg þar sem hún fjallaði um ýmis mál, m.a. leikskólamál í sveitarfélaginu. Sérstakt tilraunaverkefni mun hefjast 1. ágúst í sumar, sem mun standa yfir í ár með starfsemi leikskólanna. „Við ætlum að vera með skráningardaga þar sem það verður skráning í dymbilviku og í haust og vetrarfríum og síðan verður leikskólinn opinn til klukkan 14:00 á föstudögum en skráningartímar verða frá 14:00 til 16:15 en eina skerðingin sem verður, en við verðum með lokað á milli jóla- og nýárs,“ segir Brynhildur. Í Árborg eru sex leikskólar með um 660 börnum og um 180 starfsmönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson 1. ágúst í sumar breytist leikskólinn Árbær á Selfossi í Hjallastefnuleikskóla og verður þar með einkarekin. „Mér líst bara mjög vel á það, það held ég allavega að sé bara gott skref. Þetta er til þess að auka val foreldra ef foreldrar óska eftir því að fara í svona einkarekna leikskóla,“ segir Brynhildur. Á fundinum nefndi Brynhildur áhyggjur af menntun leikskólakennara, hver er staðan þar í Árborg? „Það hefur bara verið áhyggjuefni og það sýnir sig að eftir að leyfið varð eitt leyfisbréf þá hefur tilhneigingin verðið sú að leikskólakennarar hafa verið að færast upp í grunnskóla og ekki komið til baka. Og það er alveg fækkun á menntunarstigi í leikskólum þannig að það er áhyggjuefni fyrir þá sem eru að reka leikskóla, leikskólastjórar,“ segir Brynhildur. Glæra sem Brynhildur varpaði upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Önnur glæra, sem Brynhildur var með á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Leikskólar Jól Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira