Forsetaframboð í Fellini stíl Stefán Ólafsson skrifar 4. maí 2024 15:31 Það vorar og þjóðin ætlar að kjósa sér nýjan forseta. Mörg komin í framboð. Galvösk og reiðubúin að leggja allt í sölurnar fyrir börnin, tunguna, náttúruna, hommana og framtíðina í landinu. Líf og fjör færist í þorpið. Kvikmyndagerðarfólk og sjónvarpsgosar þyrpast að og skrá viðburðina á skjáinn. Tala við mann og annan. Prósentukarlar rýna í kannanir og totta pípur. Allt að gerast. Í gærkvöld var sjónvarp allra landsmanna svo með fyrsta kynningarþáttinn með öllum frambjóðendunum. Ég átti eiginlega von á að þetta yrði leiðinlegur og langdreginn þáttur. Kanski þess vegna var eins og ég horfði á í gegnum sjónglerin í kvikmyndtökuvél Federico Fellinis, hins ítalska snillings stóra tjaldsins. Hlakkaði til að sjá fjölbreytileika mannlífsins í allri sinni dýrð. Sjá spekinga, trúða, sérvitringa, kynbombur, prófessora, sjómenn og alvörugefna embættismenn leika listir sínar undir vökulum augum myndavélanna. Það er að vísu hættulegt að setja upp þessi gleraugu því þá hættir manni til að gera grín úr öllu. En í fullri alvöru þá var þetta bara fínn þáttur, skilmerkilegur og málefnalegur. Öll áttu góða stund. Katrín Jakobsdóttir bar af vegna reynslu sinnar, þekkingar og almenns sjarma. Hún hlýtur að hafa styrkt stöðu sína í hugum kjósenda. En fleiri gerðu gott mót. Ég er ekki frá því að tími friðarforsetans Ástþórs Magnússonar sé loksins kominn, eftir tuttugu ára þrautseiga baráttu - þó hann nái varla kosningu nú. En sannast sagna þá er ástandið í heiminum orðið þannig að það væri virkilega gagnlegt að hafa forseta sem helgaði sig algerlega friðarbaráttu í heiminum. Menn hlægja að því þegar Ástþór segist ætla að fara til fundar við Pútín og semja um frið. Gefa sér að hann fengi ekki áheyrn. En Pútín talaði við æðsta trúðinn Trump. Hann myndi auðvitað semja við Ástþór. Loks fengum við að sjá ísdrottninguna Ásdísi Rán í nærmynd. Hún hefur gert garðinn frægan í kvikmynda- og sjónvarpsheimi Búlgaríu, sem er land í suð-austur Evrópu. Fellini hefur aldrei gert mynd þar sem ekki var minnst ein slík týpa. Ísdrottningin er sumsé komin heim í heiðardalinn, til þjónustu reiðubúin. Hún kom vel fyrir og ætlar að fljúga um landið á þyrilvængjum. Það verður öllum ánægjuefni. Grínistinn Gnarr var auðvitað í miðri myndinni. Hann leikur nú hlutverk hins alvörugefna landsföður og lofar því að vera ekki mikið á sprellanum. Það er alltaf gott að hafa Jón Gnarr við hendina til að stýra starfsmönnum á plani. En á hinum endanum er kominn nýr frambjóðandi, Valþór, sem kærði sig inn í hópinn á síðustu stundu. Hann virðist ætla að leika sprellkarl en sýnir litla kímnigáfu enn sem komið er. Það fer ekki hver sem er í fötin hans Jóns Gnarr. Valþór segist ætla að stjórna eftir þremur reglum, nái hann kjöri. Það er þó ekki líklegt að við kynnumst þeim reglum í framkvæmd því hann mælir jafnframt með því að fólk kjósi sig ekki. Ég velti fyrir mér hvort hann hefði ekki betur náð markmiði sínu með því að bjóða sig ekki fram. En sjáum til. Nýsköpun var svolítið til umræðu meðal frambjóðenda. Sjómaðurinn í hópnum, Eiríkur Ingi, ætlar að leggja af þingræðið og bjóða helst upp á utanþingsstjórnir. Prófessor Baldur reyndi að markaðssetja sig með minnisleysi að vopni, sem er auðvitað nýstálegt. Honum mæltist að öðru leyti vel og vill efla heimavarnarliðið. Höllurnar báðar ætla að bæta fyrirtækjarekstur og orkunýtingu með jafnrétti, sjálfbærni og bros á vör. Þær koma vel fyrir. Helga persónuverndari vill verja okkur gegn ásælni algrímsins á internetinu. Katrín ætlar að bjóða upp á vel eldaðan fisk og sýna ýmis töfrabrögð. Ástþór býður upp á húfur og happdrættismiða og vill virkja Bessastaði. Eini alvöru leikarinn í hópnum, Steinunn Ólína, lofar að stöðva framgöngu þeirra sem ráða samfélaginu og eiga allt, en það eru helst freku karlarnir í sjálfgræðisflokknum. Löngu tímabært að stöðva þá. Og sjálfstæðismaður allra sjálfstæðismanna, Arnar Þór, ætlar að tugta duglausa þingmenn til og stöðva ásælni erlendra valdaróna. Við þurfum að verja landamærin. Myndin er sem sagt að teiknast upp og margt á eftir að gerast. Leikendur eru fjölbreytilegir, færir og til alls vísir. Allt horfir til betri vegar. Fráfarandi forseti gerði það að aðalsmerki sínu að vera í regnbogalituðum sokkum og ganga um með nautabuff á höfðinu. Spurning hvaða skjaldamerki næsti forseti velur sér. Þetta verður svolítið eins og „Magical Mystery Tour“ í anda Bítlanna. „The Hendersons will dance and sing, as Mr. Kite flies through the ring...“ En mikilvægast er að allir skemmti sér vel. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Ríkisútvarpið Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Það vorar og þjóðin ætlar að kjósa sér nýjan forseta. Mörg komin í framboð. Galvösk og reiðubúin að leggja allt í sölurnar fyrir börnin, tunguna, náttúruna, hommana og framtíðina í landinu. Líf og fjör færist í þorpið. Kvikmyndagerðarfólk og sjónvarpsgosar þyrpast að og skrá viðburðina á skjáinn. Tala við mann og annan. Prósentukarlar rýna í kannanir og totta pípur. Allt að gerast. Í gærkvöld var sjónvarp allra landsmanna svo með fyrsta kynningarþáttinn með öllum frambjóðendunum. Ég átti eiginlega von á að þetta yrði leiðinlegur og langdreginn þáttur. Kanski þess vegna var eins og ég horfði á í gegnum sjónglerin í kvikmyndtökuvél Federico Fellinis, hins ítalska snillings stóra tjaldsins. Hlakkaði til að sjá fjölbreytileika mannlífsins í allri sinni dýrð. Sjá spekinga, trúða, sérvitringa, kynbombur, prófessora, sjómenn og alvörugefna embættismenn leika listir sínar undir vökulum augum myndavélanna. Það er að vísu hættulegt að setja upp þessi gleraugu því þá hættir manni til að gera grín úr öllu. En í fullri alvöru þá var þetta bara fínn þáttur, skilmerkilegur og málefnalegur. Öll áttu góða stund. Katrín Jakobsdóttir bar af vegna reynslu sinnar, þekkingar og almenns sjarma. Hún hlýtur að hafa styrkt stöðu sína í hugum kjósenda. En fleiri gerðu gott mót. Ég er ekki frá því að tími friðarforsetans Ástþórs Magnússonar sé loksins kominn, eftir tuttugu ára þrautseiga baráttu - þó hann nái varla kosningu nú. En sannast sagna þá er ástandið í heiminum orðið þannig að það væri virkilega gagnlegt að hafa forseta sem helgaði sig algerlega friðarbaráttu í heiminum. Menn hlægja að því þegar Ástþór segist ætla að fara til fundar við Pútín og semja um frið. Gefa sér að hann fengi ekki áheyrn. En Pútín talaði við æðsta trúðinn Trump. Hann myndi auðvitað semja við Ástþór. Loks fengum við að sjá ísdrottninguna Ásdísi Rán í nærmynd. Hún hefur gert garðinn frægan í kvikmynda- og sjónvarpsheimi Búlgaríu, sem er land í suð-austur Evrópu. Fellini hefur aldrei gert mynd þar sem ekki var minnst ein slík týpa. Ísdrottningin er sumsé komin heim í heiðardalinn, til þjónustu reiðubúin. Hún kom vel fyrir og ætlar að fljúga um landið á þyrilvængjum. Það verður öllum ánægjuefni. Grínistinn Gnarr var auðvitað í miðri myndinni. Hann leikur nú hlutverk hins alvörugefna landsföður og lofar því að vera ekki mikið á sprellanum. Það er alltaf gott að hafa Jón Gnarr við hendina til að stýra starfsmönnum á plani. En á hinum endanum er kominn nýr frambjóðandi, Valþór, sem kærði sig inn í hópinn á síðustu stundu. Hann virðist ætla að leika sprellkarl en sýnir litla kímnigáfu enn sem komið er. Það fer ekki hver sem er í fötin hans Jóns Gnarr. Valþór segist ætla að stjórna eftir þremur reglum, nái hann kjöri. Það er þó ekki líklegt að við kynnumst þeim reglum í framkvæmd því hann mælir jafnframt með því að fólk kjósi sig ekki. Ég velti fyrir mér hvort hann hefði ekki betur náð markmiði sínu með því að bjóða sig ekki fram. En sjáum til. Nýsköpun var svolítið til umræðu meðal frambjóðenda. Sjómaðurinn í hópnum, Eiríkur Ingi, ætlar að leggja af þingræðið og bjóða helst upp á utanþingsstjórnir. Prófessor Baldur reyndi að markaðssetja sig með minnisleysi að vopni, sem er auðvitað nýstálegt. Honum mæltist að öðru leyti vel og vill efla heimavarnarliðið. Höllurnar báðar ætla að bæta fyrirtækjarekstur og orkunýtingu með jafnrétti, sjálfbærni og bros á vör. Þær koma vel fyrir. Helga persónuverndari vill verja okkur gegn ásælni algrímsins á internetinu. Katrín ætlar að bjóða upp á vel eldaðan fisk og sýna ýmis töfrabrögð. Ástþór býður upp á húfur og happdrættismiða og vill virkja Bessastaði. Eini alvöru leikarinn í hópnum, Steinunn Ólína, lofar að stöðva framgöngu þeirra sem ráða samfélaginu og eiga allt, en það eru helst freku karlarnir í sjálfgræðisflokknum. Löngu tímabært að stöðva þá. Og sjálfstæðismaður allra sjálfstæðismanna, Arnar Þór, ætlar að tugta duglausa þingmenn til og stöðva ásælni erlendra valdaróna. Við þurfum að verja landamærin. Myndin er sem sagt að teiknast upp og margt á eftir að gerast. Leikendur eru fjölbreytilegir, færir og til alls vísir. Allt horfir til betri vegar. Fráfarandi forseti gerði það að aðalsmerki sínu að vera í regnbogalituðum sokkum og ganga um með nautabuff á höfðinu. Spurning hvaða skjaldamerki næsti forseti velur sér. Þetta verður svolítið eins og „Magical Mystery Tour“ í anda Bítlanna. „The Hendersons will dance and sing, as Mr. Kite flies through the ring...“ En mikilvægast er að allir skemmti sér vel. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar