„Við vorum bara ekki á svæðinu“ Hinrik Wöhler skrifar 2. maí 2024 22:03 Gunnar Magnússon á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Valur valtaði yfir Aftureldingu í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í N1-höllinni í kvöld. Leikurinn endaði 39-25 og sáu Mosfellingar aldrei til sólar í leiknum. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, hefur sannarlega átt betri daga á hliðarlínunni. „Við náðum einhvern veginn ekki að hlaupa með þeim í fyrri hálfleik og hvert einasta klikk endar með marki í bakið og ég var búinn að telja einhver níu hraðaupphlaup. Man nú ekki alveg á hvaða mínútu það var, hvort að þeir voru komnir með ellefu mörk í heildina og þar af níu upphlaup. Við komum okkur ekki til baka og tókst ekki að framkvæma það sem við ætluðum okkur. Náum ekki að skila okkur til baka og hlaupa með þeim,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Hugmyndasnauður sóknarleikur og andlaus varnarleikur Fyrsti leikur liðanna var sveiflukenndur og þrátt fyrir að lenda nokkrum mörkum undir þá komu Mosfellingar til baka og höfðu betur á endanum. Raunin var önnur í leiknum í kvöld. „Við brotnuðum, það er erfiðasta við þetta. Við vorum komnir fimm eða sex mörkum undir, í stað þess að koma okkur inn í leikinn þá missum við þetta og brotnum í mótlætinu. Náum ekki að snúa okkur út úr þessu. Seinni hálfleikur var bara formsatriði að klára þar sem þetta var búið. Það er bara 1-1 í einvíginu, áfram gakk og næsti leikur og sem betur fer er hann á sunnudaginn. Við fáum núna tækifæri til að sýna úr hverju við erum gerðir og svörum fyrir þetta á sunnudaginn,“ bætti Gunnar við. Sóknarleikur Aftureldingar var hugmyndasnauður og sömuleiðis var varnarleikurinn afar andlaus. Gunnar skrifar þetta stóra tap algjörlega á hugarfarið og einbeitingu. „Í dag var þetta hausinn á mönnum ekki taktík. Við hlupum miklu betur síðast og ég veit ekki hvers vegna við náum því ekki núna. Það er bara einbeitingin og hugarfarið sem klikkar í dag.“ „Sama hvar það er á litið þá gekk ekkert upp og kannski öfugt við þá. Við vorum bara ekki á svæðinu, því miður. Náðum okkur engan veginn á strik og þá lítur þetta illa út.“ Næsti leikur liðanna er á sunnudaginn í Mosfellsbæ og verður það þriðji leikur liðanna í undanúrslitaeinvíginu. „Sem betur fer er stutt í næsta leik og við fáum tækifæri til að svara fyrir þetta. Við höldum áfram og einvígið er rétt að byrja. Við mætum galvaskir í næsta leik og svörum fyrir þetta,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Sjá meira
Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, hefur sannarlega átt betri daga á hliðarlínunni. „Við náðum einhvern veginn ekki að hlaupa með þeim í fyrri hálfleik og hvert einasta klikk endar með marki í bakið og ég var búinn að telja einhver níu hraðaupphlaup. Man nú ekki alveg á hvaða mínútu það var, hvort að þeir voru komnir með ellefu mörk í heildina og þar af níu upphlaup. Við komum okkur ekki til baka og tókst ekki að framkvæma það sem við ætluðum okkur. Náum ekki að skila okkur til baka og hlaupa með þeim,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Hugmyndasnauður sóknarleikur og andlaus varnarleikur Fyrsti leikur liðanna var sveiflukenndur og þrátt fyrir að lenda nokkrum mörkum undir þá komu Mosfellingar til baka og höfðu betur á endanum. Raunin var önnur í leiknum í kvöld. „Við brotnuðum, það er erfiðasta við þetta. Við vorum komnir fimm eða sex mörkum undir, í stað þess að koma okkur inn í leikinn þá missum við þetta og brotnum í mótlætinu. Náum ekki að snúa okkur út úr þessu. Seinni hálfleikur var bara formsatriði að klára þar sem þetta var búið. Það er bara 1-1 í einvíginu, áfram gakk og næsti leikur og sem betur fer er hann á sunnudaginn. Við fáum núna tækifæri til að sýna úr hverju við erum gerðir og svörum fyrir þetta á sunnudaginn,“ bætti Gunnar við. Sóknarleikur Aftureldingar var hugmyndasnauður og sömuleiðis var varnarleikurinn afar andlaus. Gunnar skrifar þetta stóra tap algjörlega á hugarfarið og einbeitingu. „Í dag var þetta hausinn á mönnum ekki taktík. Við hlupum miklu betur síðast og ég veit ekki hvers vegna við náum því ekki núna. Það er bara einbeitingin og hugarfarið sem klikkar í dag.“ „Sama hvar það er á litið þá gekk ekkert upp og kannski öfugt við þá. Við vorum bara ekki á svæðinu, því miður. Náðum okkur engan veginn á strik og þá lítur þetta illa út.“ Næsti leikur liðanna er á sunnudaginn í Mosfellsbæ og verður það þriðji leikur liðanna í undanúrslitaeinvíginu. „Sem betur fer er stutt í næsta leik og við fáum tækifæri til að svara fyrir þetta. Við höldum áfram og einvígið er rétt að byrja. Við mætum galvaskir í næsta leik og svörum fyrir þetta,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti