„Vörnin í dag, það er það sem vann þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 2. maí 2024 21:43 Maverics derhúfan (ekki þessi þó) er núna 3-0 Vísir/Snædís Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur með 66-58 sigur sinna kvenna á Grindavík í kvöld í 4-liða úrslitum Subway-deildarinnar en ætlar samt að horfa á leikinn 30 sinnum til að bæta leik liðsins fyrir næsta leik. Leikurinn í kvöld var kannski ekki sá áferðarfallegasti en Njarðvíkingar gerðu það sem þurfti að gera og höfðu góð tök á honum nánast frá upphafi til enda. „Algjörlega það sem þurfti. Aftur fannst við vera með stjórn á leiknum eiginlega allan tímann. Þær skora 29 stig í fyrri hálfleik, sjö af þeim eftir sóknarfráköst. Það truflar mig þegar við erum að spila frábæra vörn að við séum að gefa einhverjar litlar körfur þegar það er smá einbeitingarleysi.“ Sóknarleikur Njarðvíkinga sprakk út í þriðja leikhluta en liðið vann hann 20-10. „Sóknarleikurinn okkar var ekki eins og ég vildi hafa hann og ég bað þær bara um að safna kjarki. Notaði mögulega einhver vond orð. Að vera aðeins meiri töffarar. Svo náðum við hérna ágætis áhlaupi í þriðja leikhluta þar sem við splundruðum „pick & roll“ varnarleiknum þeirra, eftir því sem við vorum búnar að skoða fyrir þennan leik.“ Varnarleikurinn var þó lykillinn að sigrinum að sögn Rúnars. „Náðum loksins að tengja saman stoppin okkar megin, frábæran varnarleik og skoruðum síðan og bjuggum til einhverja 20 stiga forystu. Það skiptir mig kannski ekki öllu máli hvort við vinnum með 20 eða átta. Á meðan við vinnum og komumst í 2-0 þá fer ég heim og fer bara sáttur að sofa.“ Grindavíkurkonur virtust hreinlega ekki vera mættar til leiks á löngum köflum. „Þær geta örugglega hitt betur og sett eitthvað af þessum erfiðu skotum. En heilt yfir er ég bara mjög ánægður með varnarleikinn okkar. Vörnin í dag, það er það sem vann þetta. Við vorum ekkert frábærar sóknarlega, það var nóg að ná einu áhlaupi sóknarlega til að gera út um leikinn.“ Njarðvíkingar eru þá komnir í 2-0 í einvíginu og eru í dauðafæri að sópa Grindvíkingum út í næsta leik. „Að sjálfsögðu, bara tækifæri. Segir sig sjálft, okkur vantar einn sigur á mánudaginn í Smáranum og frábær umgjörð þar. Við ætlum að gera bara allt sem í okkar valdi stendur til að klára þetta þar. En 2-0, það er allskonar tölfræði sem er oft dregin upp úr kassanum. Ég hef tapað eftir að hafa komist í 2-0, og það á móti Grindavík. Ég er ekkert farinn að slaka á. Ég ætla að horfa á þennan leik svona 30 sinnum og finna eitthvað sem ég get notað til að breyta fyrir næsta leik og þá verðum við ennþá betri.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira
Leikurinn í kvöld var kannski ekki sá áferðarfallegasti en Njarðvíkingar gerðu það sem þurfti að gera og höfðu góð tök á honum nánast frá upphafi til enda. „Algjörlega það sem þurfti. Aftur fannst við vera með stjórn á leiknum eiginlega allan tímann. Þær skora 29 stig í fyrri hálfleik, sjö af þeim eftir sóknarfráköst. Það truflar mig þegar við erum að spila frábæra vörn að við séum að gefa einhverjar litlar körfur þegar það er smá einbeitingarleysi.“ Sóknarleikur Njarðvíkinga sprakk út í þriðja leikhluta en liðið vann hann 20-10. „Sóknarleikurinn okkar var ekki eins og ég vildi hafa hann og ég bað þær bara um að safna kjarki. Notaði mögulega einhver vond orð. Að vera aðeins meiri töffarar. Svo náðum við hérna ágætis áhlaupi í þriðja leikhluta þar sem við splundruðum „pick & roll“ varnarleiknum þeirra, eftir því sem við vorum búnar að skoða fyrir þennan leik.“ Varnarleikurinn var þó lykillinn að sigrinum að sögn Rúnars. „Náðum loksins að tengja saman stoppin okkar megin, frábæran varnarleik og skoruðum síðan og bjuggum til einhverja 20 stiga forystu. Það skiptir mig kannski ekki öllu máli hvort við vinnum með 20 eða átta. Á meðan við vinnum og komumst í 2-0 þá fer ég heim og fer bara sáttur að sofa.“ Grindavíkurkonur virtust hreinlega ekki vera mættar til leiks á löngum köflum. „Þær geta örugglega hitt betur og sett eitthvað af þessum erfiðu skotum. En heilt yfir er ég bara mjög ánægður með varnarleikinn okkar. Vörnin í dag, það er það sem vann þetta. Við vorum ekkert frábærar sóknarlega, það var nóg að ná einu áhlaupi sóknarlega til að gera út um leikinn.“ Njarðvíkingar eru þá komnir í 2-0 í einvíginu og eru í dauðafæri að sópa Grindvíkingum út í næsta leik. „Að sjálfsögðu, bara tækifæri. Segir sig sjálft, okkur vantar einn sigur á mánudaginn í Smáranum og frábær umgjörð þar. Við ætlum að gera bara allt sem í okkar valdi stendur til að klára þetta þar. En 2-0, það er allskonar tölfræði sem er oft dregin upp úr kassanum. Ég hef tapað eftir að hafa komist í 2-0, og það á móti Grindavík. Ég er ekkert farinn að slaka á. Ég ætla að horfa á þennan leik svona 30 sinnum og finna eitthvað sem ég get notað til að breyta fyrir næsta leik og þá verðum við ennþá betri.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira