Biðlistinn á Stígamótum styttist í fyrsta sinn í þrjú ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. maí 2024 13:21 Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir karlmönnum, sem leita til Stígamóta, fjölga þegar mikil umræða er um brot gegn drengjum í samfélaginu. Vísir/Ragnar Rúmlega ellefu þúsund hafa leitað til Stígamóta frá upphafi starfsemi þeirra fyrir 34 árum. Körlum sem leituðu til Stígamóta fjölgaði milli ára en biðlisti eftir fyrsta viðtali styttist í fyrsta sinn í þrjú ár. Talskona Stígamóta segir mikið ánægjuefni. Í nýrri ársskýrslu Stígamóta fyrir árið 2023 er kastljósinu beint að ofbeldismönnum þeirra sem leita til samtakanna. Frá upphafi hefur 11.101 leitað sér aðstoðar hjá Stígamótum vegna kynferðisofbeldis eða kynbundins ofbeldis en ofbeldismennirnir teljast vera 15.673, fleiri en þeir sem leitað hafa aðstoðar. „Auðvitað eru einhverjir oftaldir en þetta segir okkur það að það eru fleiri gerendur en þolendur, það er að segja að þolendur verða hugsanlega fyrir ofbeldi af hendi fleiri en eins geranda,“ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta. Í skýrslunni eru einkenni ofbeldismanna dregin fram. „Það er líklegast að þetta séu íslenskir karlmenn, það er líklegast að verknaðurinn sé framinn inni á heimili ofbeldismannanna, að þeir hafi ekki beitt hótunum eða þvingunum heldur er líklegra að þeir hafi groomað, eða byggt upp tilfinningaleg tengsl í aðdraganda brotanna. Það er líklegast að ofbeldismennirnir séu á aldrinum 18-39 ára og flestir brotaþolar sem koma hingað verða fyrir ofbeldi áður en þau verða átján ára.“ Fram kemur í skýrslunni að körlum, sem sóttu til Stígamóta hafi fjölgað milli ára, úr 7 prósentum í 11,4. „Það er alltaf rosalega sveiflukennt ár frá ári hversu margir karlmenn leita í hlutfalli við konur. Þetta hefur verið á bilinu 7-14 prósent síðustu áratugi. Við sjáum það að ef það er mikil umræða um brot gegn sérstaklega drengjum í samfélaginu, eins og var á síðasta ári, þá skilar það sér í fleiri karlmönnum hingað í ráðgjöf.“ Á síðasta ári komu alls 835 í viðtöl, þar af 376 í fyrsta sinn. „Biðlistinn styttist milli ára og við höfum verið í stöðugri baráttu við þennan biðlista síðustu þrjú, fjögur árin. Því miður er hann ennþá en hann hefur styst milli ára og það er bara fyrir tilstuðlan almennings, sem hefur lagt sín lóð á vogarskálarnar til þess að við getum ráðið inn fleira fólk og stytt biðlistann,“ segir Drífa. „Það er mjög ánægjulegt að biðlistinn sé að styttast. Það þýðir einfaldlega að fólk sem er að koma hingað í fyrsta sinn þarf að bíða skemur eftir fyrsta viðtali. Við förum hins vegar mjög varlega í einhverjar yfirlýsingar um að ofbeldi sé að minnka. Líklegri skýring er að það kemur kúfur eftir MeToo-bylgjuna og í Covid. Við höfum verið að vinna niður þennan kúf á síðustu árum.“ Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Drengir plataðir og kúgaðir eftir að þeir senda af sér nektarmyndir Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu merkir fjölgun í svokölluðum sæmdarkúgunarmálum [e. sextortions] meðal ungra manna og drengja á Íslandi. Lögreglan er með nokkur slíkt mál til rannsóknar að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, yfirmanns deildarinnar. 4. mars 2024 06:45 Skilur ekki hvers vegna það er ekki allt brjálað vegna breytinganna Talskona Stígamóta segir að með nýrri stefnu ríkisstjórnarinnar sé verið að segja flóttafólki að það sé ekki velkomið til Íslands. Hún gagnrýnir sinn gamla flokk fyrir aðkomu sína að tilvonandi búsetuúrræði sem stangist á við stjórnarskrána. 21. febrúar 2024 13:00 „Ég held að fólk ætti að reyna að setja sig í þessi spor“ Kynferðislegar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, fóru eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Tæknin hefur þróast á ógnarhraða síðustu misseri og hver sem er getur í raun beitt henni. Talskona Stígamóta segir nýjan veruleika blasa við. 7. febrúar 2024 11:03 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Í nýrri ársskýrslu Stígamóta fyrir árið 2023 er kastljósinu beint að ofbeldismönnum þeirra sem leita til samtakanna. Frá upphafi hefur 11.101 leitað sér aðstoðar hjá Stígamótum vegna kynferðisofbeldis eða kynbundins ofbeldis en ofbeldismennirnir teljast vera 15.673, fleiri en þeir sem leitað hafa aðstoðar. „Auðvitað eru einhverjir oftaldir en þetta segir okkur það að það eru fleiri gerendur en þolendur, það er að segja að þolendur verða hugsanlega fyrir ofbeldi af hendi fleiri en eins geranda,“ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta. Í skýrslunni eru einkenni ofbeldismanna dregin fram. „Það er líklegast að þetta séu íslenskir karlmenn, það er líklegast að verknaðurinn sé framinn inni á heimili ofbeldismannanna, að þeir hafi ekki beitt hótunum eða þvingunum heldur er líklegra að þeir hafi groomað, eða byggt upp tilfinningaleg tengsl í aðdraganda brotanna. Það er líklegast að ofbeldismennirnir séu á aldrinum 18-39 ára og flestir brotaþolar sem koma hingað verða fyrir ofbeldi áður en þau verða átján ára.“ Fram kemur í skýrslunni að körlum, sem sóttu til Stígamóta hafi fjölgað milli ára, úr 7 prósentum í 11,4. „Það er alltaf rosalega sveiflukennt ár frá ári hversu margir karlmenn leita í hlutfalli við konur. Þetta hefur verið á bilinu 7-14 prósent síðustu áratugi. Við sjáum það að ef það er mikil umræða um brot gegn sérstaklega drengjum í samfélaginu, eins og var á síðasta ári, þá skilar það sér í fleiri karlmönnum hingað í ráðgjöf.“ Á síðasta ári komu alls 835 í viðtöl, þar af 376 í fyrsta sinn. „Biðlistinn styttist milli ára og við höfum verið í stöðugri baráttu við þennan biðlista síðustu þrjú, fjögur árin. Því miður er hann ennþá en hann hefur styst milli ára og það er bara fyrir tilstuðlan almennings, sem hefur lagt sín lóð á vogarskálarnar til þess að við getum ráðið inn fleira fólk og stytt biðlistann,“ segir Drífa. „Það er mjög ánægjulegt að biðlistinn sé að styttast. Það þýðir einfaldlega að fólk sem er að koma hingað í fyrsta sinn þarf að bíða skemur eftir fyrsta viðtali. Við förum hins vegar mjög varlega í einhverjar yfirlýsingar um að ofbeldi sé að minnka. Líklegri skýring er að það kemur kúfur eftir MeToo-bylgjuna og í Covid. Við höfum verið að vinna niður þennan kúf á síðustu árum.“
Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Drengir plataðir og kúgaðir eftir að þeir senda af sér nektarmyndir Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu merkir fjölgun í svokölluðum sæmdarkúgunarmálum [e. sextortions] meðal ungra manna og drengja á Íslandi. Lögreglan er með nokkur slíkt mál til rannsóknar að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, yfirmanns deildarinnar. 4. mars 2024 06:45 Skilur ekki hvers vegna það er ekki allt brjálað vegna breytinganna Talskona Stígamóta segir að með nýrri stefnu ríkisstjórnarinnar sé verið að segja flóttafólki að það sé ekki velkomið til Íslands. Hún gagnrýnir sinn gamla flokk fyrir aðkomu sína að tilvonandi búsetuúrræði sem stangist á við stjórnarskrána. 21. febrúar 2024 13:00 „Ég held að fólk ætti að reyna að setja sig í þessi spor“ Kynferðislegar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, fóru eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Tæknin hefur þróast á ógnarhraða síðustu misseri og hver sem er getur í raun beitt henni. Talskona Stígamóta segir nýjan veruleika blasa við. 7. febrúar 2024 11:03 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Drengir plataðir og kúgaðir eftir að þeir senda af sér nektarmyndir Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu merkir fjölgun í svokölluðum sæmdarkúgunarmálum [e. sextortions] meðal ungra manna og drengja á Íslandi. Lögreglan er með nokkur slíkt mál til rannsóknar að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, yfirmanns deildarinnar. 4. mars 2024 06:45
Skilur ekki hvers vegna það er ekki allt brjálað vegna breytinganna Talskona Stígamóta segir að með nýrri stefnu ríkisstjórnarinnar sé verið að segja flóttafólki að það sé ekki velkomið til Íslands. Hún gagnrýnir sinn gamla flokk fyrir aðkomu sína að tilvonandi búsetuúrræði sem stangist á við stjórnarskrána. 21. febrúar 2024 13:00
„Ég held að fólk ætti að reyna að setja sig í þessi spor“ Kynferðislegar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, fóru eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Tæknin hefur þróast á ógnarhraða síðustu misseri og hver sem er getur í raun beitt henni. Talskona Stígamóta segir nýjan veruleika blasa við. 7. febrúar 2024 11:03