Viðskipti innlent

Bein út­sending: Stærri styrk­tæki­færi í mann­virkja­iðnaði

Atli Ísleifsson skrifar
Fundurinn hefst klukkan 10.
Fundurinn hefst klukkan 10. Vísir/Arnar

Askur – mannvirkjarannsóknasjóður og Rannís bjóða standa fyrir fundi um stærri styrktækifæri í mannvirkjaiðnaði og hefst hann klukkan 10. Hægt að fylgjast með fundinum í streymi í spilaranum að neðan.

Í tilkynningu segir að á fundinum muni sérfræðingar hjá Rannís upplýsa um stærri styrktækifæri sem séu í farveginum í mannvirkjaiðnaði, sóknarstyrki og skattafrádrátt vegna rannsókna og nýsköpunar.

„Sérfræðingar í mannvirkjaiðnaði og styrkhafar hjá Aski með þekkingu á stærri styrkumsóknum veita innblástur og innsýn í heim stærri styrktækifæra.

Þorvaldur Birgir Arnarson hlaut árið 2023 stærsta LIFE styrk sem veittur hefur verið undir áætluninni Terraforming LIFE, hann vinnur sömuleiðis að styrkumsókn í mannvirkjaiðnaði hjá Horizon. Hann hlaut hæsta Asks styrkinn í síðustu úthlutun fyrir verkefnið „Stórþörungar sem staðgengilsefni fyrir byggingariðnað“.

Hrefna Vignisdóttir sem stýrir rannsóknateymi hjá SINTEF veitir innsýn í evrópustyrki sem hennar teymi hefur fengið undir samstarfsáætluninni DUT – driving urban transtion.

Björn Karlsson sérfræðingur hjá innviðaráðuneytinu segir reynslusögur úr rannsóknarumhverfinu.

Fundarstjóri: Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri mannvirkja- og sjálfbærni hjá HMS,“ segir í tilkynningunni.

Stærri styrktækifæri í mannvirkjaiðnaði from Húsnæðis- og mannvirkjastofnun on Vimeo.

Dagskrá

10:00 Askur og önnur styrktækifæri

Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir, verkefnastjóri Asks – mannvirkjarannsóknasjóðs

10:05 Horizon Europe. Stórir ESB styrkir með fyrirfram ákveðnum áherslum: New European Bauhaus & Built4People.

Björg María Oddsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís

10.15 DUT: Uppbygging þéttbýla og hverfa til framtíðar – samstarf og styrkir

Katrín Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís

10:25 DUT (Driving urban transiton) Evrópustyrkir

Hrefna Rún Vignisdóttir, leiðir rannsóknateymi hjá SINTEF

10:40 Styrktækifæri – LIFE, EnergyBuilding LCA, BIM

Björg María Oddsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís

10:50 Styrkhafi Asks og önnur styrktækifæri

Þorvaldur Birgir Arnarsson, Rækt ehf.

11:05 Reynslusögur úr rannsóknarumhverfi

Björn Karlsson prófessor, sérfræðingur hjá Innviðaráðuneytinu

11:20 Skattafrádráttur vegna nýsköpunar

Davíð Lúðvíksson, Rannís

11:35 Umræður






Fleiri fréttir

Sjá meira


×