Heimilisleysi blasir við öryrkjum Svanberg Hreinsson skrifar 2. maí 2024 09:30 Á Íslandi er húsnæðisverð í hæstu hæðum og þeir sem ekki eiga efni á eigin húsnæði sitja fastir í fátæktargildru. Samkvæmt skýrslu ÖBÍ réttindasamtaka um húsnæðismál fatlaðs fólks eru öryrkjar mun líklegri en aðrir samfélagshópar til að festast á leigumarkaði. Fáir öryrkjar eiga fasteign og þeir öryrkjar sem eiga fasteign eignuðust hana flestir áður en þeir urðu öryrkjar. Húsaleiga hefur hækkað um rúmlega 160% á undanförnum áratug og leigjendur horfa upp á kaupmátt sinn rýrna ár frá ári samhliða hækkandi leiguverði. Þessa þróun þekki ég vel. Sem öryrki greiddi ég um síðustu mánaðamót 62% af ráðstöfunartekjum mínum í húsaleigu. Síðan greiddi ég 3,5% af mínum tekjum til lífsnauðsynlegra lyfjakaupa. Sem sagt, 65,5% í leigu og lyf. Þá á eftir að greiða fyrir hita, rafmagn, síma og internet, tryggingar og mat. Þrátt fyrir að lifa mjög hógværu lífi, þá mun óbreyttur húsnæðismarkaður setja mig á götuna. Ég er ekki einn í þessari stöðu. Þúsundir öryrkja glíma við svipaðar og jafnvel erfiðari aðstæður. Undirstaða alls stöðuleika er húsnæðisöryggi. Fátækt fólk á Íslandi, öryrkjar, einstæðir foreldrar og fleiri jaðarsettir hópar hafa lítið sem ekkert húsnæðisöryggi. Fjölskyldur sem ekki eiga fasteign þurfa margar að flytja á hverju ári, líkt og á fardögum fyrri tíða. Þetta þýðir að börn leigjenda festa engar rætur, upplifa engan stöðuleika. Þeirra líf mun litast af baráttu foreldra þeirra fyrir þaki yfir höfuðið Nú hefur sitjandi ríkisstjórn verið við völd í nær sjö ár og gert lítið annað en að skilja húsnæðismálin eftir í sætum graut. Af hverju í ósköpunum er ekki búið að grípa til aðgerða sem skila raunverulegum árangri? Núverandi húsnæðisstefna stjórnvalda ýtir undir frekari verðbólgu, aukna stéttaskiptingu og rótleysi barnafjölskyldna. Fátækt vex og kaupmáttur dregst saman. Vonleysið sem öryrkjar upplifa er í boði ríkisstjórnarinnar. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Alþingi Félagsmál Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er húsnæðisverð í hæstu hæðum og þeir sem ekki eiga efni á eigin húsnæði sitja fastir í fátæktargildru. Samkvæmt skýrslu ÖBÍ réttindasamtaka um húsnæðismál fatlaðs fólks eru öryrkjar mun líklegri en aðrir samfélagshópar til að festast á leigumarkaði. Fáir öryrkjar eiga fasteign og þeir öryrkjar sem eiga fasteign eignuðust hana flestir áður en þeir urðu öryrkjar. Húsaleiga hefur hækkað um rúmlega 160% á undanförnum áratug og leigjendur horfa upp á kaupmátt sinn rýrna ár frá ári samhliða hækkandi leiguverði. Þessa þróun þekki ég vel. Sem öryrki greiddi ég um síðustu mánaðamót 62% af ráðstöfunartekjum mínum í húsaleigu. Síðan greiddi ég 3,5% af mínum tekjum til lífsnauðsynlegra lyfjakaupa. Sem sagt, 65,5% í leigu og lyf. Þá á eftir að greiða fyrir hita, rafmagn, síma og internet, tryggingar og mat. Þrátt fyrir að lifa mjög hógværu lífi, þá mun óbreyttur húsnæðismarkaður setja mig á götuna. Ég er ekki einn í þessari stöðu. Þúsundir öryrkja glíma við svipaðar og jafnvel erfiðari aðstæður. Undirstaða alls stöðuleika er húsnæðisöryggi. Fátækt fólk á Íslandi, öryrkjar, einstæðir foreldrar og fleiri jaðarsettir hópar hafa lítið sem ekkert húsnæðisöryggi. Fjölskyldur sem ekki eiga fasteign þurfa margar að flytja á hverju ári, líkt og á fardögum fyrri tíða. Þetta þýðir að börn leigjenda festa engar rætur, upplifa engan stöðuleika. Þeirra líf mun litast af baráttu foreldra þeirra fyrir þaki yfir höfuðið Nú hefur sitjandi ríkisstjórn verið við völd í nær sjö ár og gert lítið annað en að skilja húsnæðismálin eftir í sætum graut. Af hverju í ósköpunum er ekki búið að grípa til aðgerða sem skila raunverulegum árangri? Núverandi húsnæðisstefna stjórnvalda ýtir undir frekari verðbólgu, aukna stéttaskiptingu og rótleysi barnafjölskyldna. Fátækt vex og kaupmáttur dregst saman. Vonleysið sem öryrkjar upplifa er í boði ríkisstjórnarinnar. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun