Vekjum risann Guðmundur Karl Brynjarsson skrifar 1. maí 2024 20:01 Undanfarin ár hafa umræður um tekjur og gjöld Þjóðkirkjunnar og annarra trú- og lífskoðunarfélaga verið reglulega í deiglunni. Kirkjustarf er, eins og flestir landsmenn þekkja afar fjölbreytt og nægir þar að nefna kórastarf, foreldramorgna, sunnudagaskóla, æskulýðsstarf og starf fyrir eldri borgara. Safnaðarstarf, uppbygging og viðhald kirkna er að langstærstu leyti fjármagnað með sóknargjöldum. Sóknargjald er í raun félagsgjald á hvern skráðan meðlim í Þjóðkirkjunnar og annarra trú- og lífsskoðunarfélaga. Hið opinbera hefur séð um innheimtu sóknargjaldsins fyrir þeirra hönd síðan árið 1987. Árið 2008 fór að bera á því að hið opinbera hóf einhliða að skerða sóknargjaldið, hið eiginlega félagsgjald. Sú þróun hefur stigmagnast undanfarin ár og hefur þessi skerðing farið frá 6,3% árið 2008 upp í 45,1% skerðingu fyrir árið 2024. Til að setja það í samhengi er staðan í dag er sú að fyrir hverjar 1000 krónur sem trú- og lífsskoðunarfélög landsins ættu að fá í sóknargjöld samkvæmt verðtryggingu samninga fá þau einungis 554 krónur. Lítil sveitasókn sem ætti að fá 1,5 milljónir samkvæmt samningum ber aðeins 823 þúsund úr býtum og munar um minna. Á ferð minni um landið og í samtölum vð sóknarnefndarfólk og hina vígðu stétt ber allt að sama brunni. Sóknir landsins hafa ekki farið varhluta af þessari skerðingu og kemur það jafnt niður að viðhaldi kirkna og safnaðarstarfi. Þyngra er en tárum taki að barnakórar og æskulýðsstarf hefur jafnfvel verið skorið alveg niður víða. Sem biskup þá mun ég beita mér af fullum krafti að leitað verði allra leiða gagnvart hinu opinbera að staðið verði við þá samninga sem eru í gildi varðandi innheimtu og afhendingu sóknargjalda. Enn er ófarin sú leið að "vekja risann", eins og ég vil orða það. Þjóðkirkjan er stærsta félag landsins og telur meirihluta kjósenda þessa lands og er ég með hugmyndir uppi í erminni hvernig það verður útfært. Mestu varðar að við sem tilheyrum þjóðkirkjunni látum í okkur heyra gagnvart hinu opinbera. Sóknargjaldið er langstærsti tekjustofn hverrar kirkju fyrir sig og grundvöllurinn að hægt sé að halda úti þeirri mikilvægu þjónustu sem kirkjan sinnir um allt land. Annað tækifæri er falið í því að hið opinbera hefur opnað á þann möguleika að einstaklingar geta nú notið skattaafsláttar ef verið að styðja fjárhagslega við góðgerðarsamtök sem eru skráð á Almannaheillaskrá. Sóknir Þjóðkirkjunnar sem eru í eðli sínu dags daglega að sinna góðgerðarmálum, geta skráð sig á Almannaheillaskrá og geta einstaklingar stutt þannig við sín góðgerðarmál með beinum hætti og notið góðs af lægri skattálagningu að auki í hlutfalli við þá fjárhæð sem þau styrkja sín málefni. Nái ég kjöri sem biskup þá mun ég leitast við að styðja alla söfnuði landsins við að skrá sig á Almannaheillaskrá og þannig renna frekari fjárhagslegum stoðum undir starf sókna um allt land. Þetta er tækifæri sem við innan Þjóðkirkjunnar eigum sannarlega að grípa og nýta okkur til þess að treysta betur fjárhagsgrunninn svo að kirkjustarfið okkar geti blómstrað enn frekar. Það er réttlætismál að styðja við samninga og að öllu sé sóknargjaldinu skilað til sókna landsins. Það er síðan tækifæri að styðja og styrkja stoðir fjárhagsins að hafa fleiri stoðir undir rekstrinum og mun ég beita mér af fullum krafti, kirkju okkur til heilla, svo að við öll innan kirkjunnar geti notið hins frábæra starfs sem er samofið menningu Íslands frá alda öðli. Höfundur er frambjóðandi til embættis biskups Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa umræður um tekjur og gjöld Þjóðkirkjunnar og annarra trú- og lífskoðunarfélaga verið reglulega í deiglunni. Kirkjustarf er, eins og flestir landsmenn þekkja afar fjölbreytt og nægir þar að nefna kórastarf, foreldramorgna, sunnudagaskóla, æskulýðsstarf og starf fyrir eldri borgara. Safnaðarstarf, uppbygging og viðhald kirkna er að langstærstu leyti fjármagnað með sóknargjöldum. Sóknargjald er í raun félagsgjald á hvern skráðan meðlim í Þjóðkirkjunnar og annarra trú- og lífsskoðunarfélaga. Hið opinbera hefur séð um innheimtu sóknargjaldsins fyrir þeirra hönd síðan árið 1987. Árið 2008 fór að bera á því að hið opinbera hóf einhliða að skerða sóknargjaldið, hið eiginlega félagsgjald. Sú þróun hefur stigmagnast undanfarin ár og hefur þessi skerðing farið frá 6,3% árið 2008 upp í 45,1% skerðingu fyrir árið 2024. Til að setja það í samhengi er staðan í dag er sú að fyrir hverjar 1000 krónur sem trú- og lífsskoðunarfélög landsins ættu að fá í sóknargjöld samkvæmt verðtryggingu samninga fá þau einungis 554 krónur. Lítil sveitasókn sem ætti að fá 1,5 milljónir samkvæmt samningum ber aðeins 823 þúsund úr býtum og munar um minna. Á ferð minni um landið og í samtölum vð sóknarnefndarfólk og hina vígðu stétt ber allt að sama brunni. Sóknir landsins hafa ekki farið varhluta af þessari skerðingu og kemur það jafnt niður að viðhaldi kirkna og safnaðarstarfi. Þyngra er en tárum taki að barnakórar og æskulýðsstarf hefur jafnfvel verið skorið alveg niður víða. Sem biskup þá mun ég beita mér af fullum krafti að leitað verði allra leiða gagnvart hinu opinbera að staðið verði við þá samninga sem eru í gildi varðandi innheimtu og afhendingu sóknargjalda. Enn er ófarin sú leið að "vekja risann", eins og ég vil orða það. Þjóðkirkjan er stærsta félag landsins og telur meirihluta kjósenda þessa lands og er ég með hugmyndir uppi í erminni hvernig það verður útfært. Mestu varðar að við sem tilheyrum þjóðkirkjunni látum í okkur heyra gagnvart hinu opinbera. Sóknargjaldið er langstærsti tekjustofn hverrar kirkju fyrir sig og grundvöllurinn að hægt sé að halda úti þeirri mikilvægu þjónustu sem kirkjan sinnir um allt land. Annað tækifæri er falið í því að hið opinbera hefur opnað á þann möguleika að einstaklingar geta nú notið skattaafsláttar ef verið að styðja fjárhagslega við góðgerðarsamtök sem eru skráð á Almannaheillaskrá. Sóknir Þjóðkirkjunnar sem eru í eðli sínu dags daglega að sinna góðgerðarmálum, geta skráð sig á Almannaheillaskrá og geta einstaklingar stutt þannig við sín góðgerðarmál með beinum hætti og notið góðs af lægri skattálagningu að auki í hlutfalli við þá fjárhæð sem þau styrkja sín málefni. Nái ég kjöri sem biskup þá mun ég leitast við að styðja alla söfnuði landsins við að skrá sig á Almannaheillaskrá og þannig renna frekari fjárhagslegum stoðum undir starf sókna um allt land. Þetta er tækifæri sem við innan Þjóðkirkjunnar eigum sannarlega að grípa og nýta okkur til þess að treysta betur fjárhagsgrunninn svo að kirkjustarfið okkar geti blómstrað enn frekar. Það er réttlætismál að styðja við samninga og að öllu sé sóknargjaldinu skilað til sókna landsins. Það er síðan tækifæri að styðja og styrkja stoðir fjárhagsins að hafa fleiri stoðir undir rekstrinum og mun ég beita mér af fullum krafti, kirkju okkur til heilla, svo að við öll innan kirkjunnar geti notið hins frábæra starfs sem er samofið menningu Íslands frá alda öðli. Höfundur er frambjóðandi til embættis biskups Íslands.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun