„Geggjað að hafa náð einum sigri gegn langbesta kvenna félagi á landinu“ Andri Már Eggertsson skrifar 1. maí 2024 17:45 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Vilhelm Stjarnan jafnaði einvígið gegn Keflavík eftir þriggja stiga sigur á heimavelli 85-82. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með að hafa tekist að vinna stórlið Keflavíkur. „Við unnum þennan leik og gerðum mjög vel. Við vorum skynsamar sóknarlega og náðum í sterk fráköst og mér fannst varnarleikurinn betri en í síðasta leik. Það var ekki jafn oft sem við gerðum mistök. Þó við gerðum slatta af þeim. Mér fannst við spila mjög vel í dag og þetta var með því betra sem við höfum gert,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir sigurinn. Líkt og í síðasta leik var Stjarnan yfir í hálfleik en að þessu sinni vann liðið leikinn ólíkt síðasta leik þar sem Keflavík rúllaði yfir Stjörnuna í síðari hálfleik. „Það voru augnablik þar sem við vorum að byrja að missa þær fram úr okkur og þá fannst mér vera annar neisti í augunum á þeim. Þær hafa sennilega lært eitthvað en kannski bara spiluðum við betur og þær spiluðu ekki jafn vel og þær gerðu í síðasta leik.“ Þegar tæplega tvær mínútur voru eftir var Keflavík sex stigum yfir og Arnar var mjög ánægður með hvernig hans lið spilaði seinustu mínúturnar. „Það var ekkert annað í boði en að reyna. Við höfum reynt ansi oft á móti þessu liði og við erum búnar að tapa sex eða sjö leikjum á móti þeim með yfir 20 stigum frá því ég tók við. Loksins náðum við þessu og við höfum verið tvisvar yfir í hálfleik. Loksins hafðist það að taka einn og það er mikil gleði yfir því.“ En hvað segir Arnar við liðið sitt svo þær séu ekki ánægðar með að vinna bara einn leik í einvíginu þar sem vinna þarf þrjá til að komast í úrslitin. „Við erum bara að reyna að bæta okkur. Við vitum alveg við hverjar við erum að keppa. Stelpurnar eru ungar en þær eru ekki það vitlausar að vita ekki að Keflavík er langbesta liðið á landinu.“ „Ég dáist af því fyrir hvað Keflavík stendur. Þær eiga ekki bara fimm landsliðskonur hérna heldur eiga þær líka stelpur í háskóla og landsliðskonu í Njarðvík. Þetta sem Keflavík er að gera kvenna megin á að vera fyrirmynd fyrir öll félög á Íslandi. Mér finnst geggjað að hafa náð einum sigri gegn langbesta kvenna félagi á landinu,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
„Við unnum þennan leik og gerðum mjög vel. Við vorum skynsamar sóknarlega og náðum í sterk fráköst og mér fannst varnarleikurinn betri en í síðasta leik. Það var ekki jafn oft sem við gerðum mistök. Þó við gerðum slatta af þeim. Mér fannst við spila mjög vel í dag og þetta var með því betra sem við höfum gert,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir sigurinn. Líkt og í síðasta leik var Stjarnan yfir í hálfleik en að þessu sinni vann liðið leikinn ólíkt síðasta leik þar sem Keflavík rúllaði yfir Stjörnuna í síðari hálfleik. „Það voru augnablik þar sem við vorum að byrja að missa þær fram úr okkur og þá fannst mér vera annar neisti í augunum á þeim. Þær hafa sennilega lært eitthvað en kannski bara spiluðum við betur og þær spiluðu ekki jafn vel og þær gerðu í síðasta leik.“ Þegar tæplega tvær mínútur voru eftir var Keflavík sex stigum yfir og Arnar var mjög ánægður með hvernig hans lið spilaði seinustu mínúturnar. „Það var ekkert annað í boði en að reyna. Við höfum reynt ansi oft á móti þessu liði og við erum búnar að tapa sex eða sjö leikjum á móti þeim með yfir 20 stigum frá því ég tók við. Loksins náðum við þessu og við höfum verið tvisvar yfir í hálfleik. Loksins hafðist það að taka einn og það er mikil gleði yfir því.“ En hvað segir Arnar við liðið sitt svo þær séu ekki ánægðar með að vinna bara einn leik í einvíginu þar sem vinna þarf þrjá til að komast í úrslitin. „Við erum bara að reyna að bæta okkur. Við vitum alveg við hverjar við erum að keppa. Stelpurnar eru ungar en þær eru ekki það vitlausar að vita ekki að Keflavík er langbesta liðið á landinu.“ „Ég dáist af því fyrir hvað Keflavík stendur. Þær eiga ekki bara fimm landsliðskonur hérna heldur eiga þær líka stelpur í háskóla og landsliðskonu í Njarðvík. Þetta sem Keflavík er að gera kvenna megin á að vera fyrirmynd fyrir öll félög á Íslandi. Mér finnst geggjað að hafa náð einum sigri gegn langbesta kvenna félagi á landinu,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum
Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira