„Aldrei verið eins stressuð í lífinu“ Andri Már Eggertsson skrifar 1. maí 2024 17:20 Kolbrún fagnar á bekknum Vísir/Vilhelm Stjarnan vann ótrúlegan þriggja stiga sigur gegn Keflavík 85-82. Kolbrún María Ármannsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var í skýjunum eftir sigurinn. „Við gáfumst aldrei upp og það var það sem vann leikinn. Við vorum sex stigum undir þegar lítið var eftir en við komum til baka og náðum að klára þetta,“ sagði Kolbrún María í viðtali eftir leik. Stjarnan var yfir meiri hluta leiksins og Kolbrún var afar ánægð með varnarleik liðsins sem hélt Keflavík í 82 stigum. „Mér fannst við spila ógeðslega góða vörn. Við spiluðum geðveika vörn og ég held að það hafi verið lykillinn að sigrinum.“ Stjarnan var yfir í hálfleik líkt og í síðasta leik gegn Keflavík en að þessu sinni vann Stjarnan í stað þess að tapa seinni hálfleik með 38 stigum líkt og liðið gerði síðast. „Þetta var svoldið vont seinast þar sem við misstum þetta svakalega frá okkur og við ætluðum ekki að láta það gerast aftur.“ Lokamínúturnar voru ótrúlegar sem endaði með að Ísold Sævarsdóttir og Kolbrún gerðu síðustu fjögur stigin á vítalínunni. „Ég hef aldrei verið eins stressuð í lífinu og þegar Ísold var á vítalínunni en hún var ísköld og setti bæði vítin niður. Þá hugsaði ég jæja við getum þetta og skulum klára þetta.“ Þegar Stjarnan var tveimur stigum yfir og þrjár sekúndur voru eftir fór Kolbrún á vítalínuna en var það minna stressandi fyrir hana? „Nei ég ætlaði bara að negla þessu niður og ég gerði það en ég var alveg að deyja úr stressi. Við náðum að loka þessu.“ Eftir leik braust út mikill fögnuður þar sem Stjarnan jafnaði einvígið og Kolbrún var afar ánægð með að hafa náð að vinna Keflavík. „Við vorum ógeðslega glaðar þar sem við höfum aldrei unnið Keflavík áður. Það hefur verið markmið lengi að vinna þær og okkur tókst það sem var geggjað,“ sagði Kolbrún að lokum. Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
„Við gáfumst aldrei upp og það var það sem vann leikinn. Við vorum sex stigum undir þegar lítið var eftir en við komum til baka og náðum að klára þetta,“ sagði Kolbrún María í viðtali eftir leik. Stjarnan var yfir meiri hluta leiksins og Kolbrún var afar ánægð með varnarleik liðsins sem hélt Keflavík í 82 stigum. „Mér fannst við spila ógeðslega góða vörn. Við spiluðum geðveika vörn og ég held að það hafi verið lykillinn að sigrinum.“ Stjarnan var yfir í hálfleik líkt og í síðasta leik gegn Keflavík en að þessu sinni vann Stjarnan í stað þess að tapa seinni hálfleik með 38 stigum líkt og liðið gerði síðast. „Þetta var svoldið vont seinast þar sem við misstum þetta svakalega frá okkur og við ætluðum ekki að láta það gerast aftur.“ Lokamínúturnar voru ótrúlegar sem endaði með að Ísold Sævarsdóttir og Kolbrún gerðu síðustu fjögur stigin á vítalínunni. „Ég hef aldrei verið eins stressuð í lífinu og þegar Ísold var á vítalínunni en hún var ísköld og setti bæði vítin niður. Þá hugsaði ég jæja við getum þetta og skulum klára þetta.“ Þegar Stjarnan var tveimur stigum yfir og þrjár sekúndur voru eftir fór Kolbrún á vítalínuna en var það minna stressandi fyrir hana? „Nei ég ætlaði bara að negla þessu niður og ég gerði það en ég var alveg að deyja úr stressi. Við náðum að loka þessu.“ Eftir leik braust út mikill fögnuður þar sem Stjarnan jafnaði einvígið og Kolbrún var afar ánægð með að hafa náð að vinna Keflavík. „Við vorum ógeðslega glaðar þar sem við höfum aldrei unnið Keflavík áður. Það hefur verið markmið lengi að vinna þær og okkur tókst það sem var geggjað,“ sagði Kolbrún að lokum.
Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira