Gummi Kalli, einlægur, skemmtilegur og frábær leiðtogi Arnar Ragnarsson skrifar 1. maí 2024 11:31 Íslenska þjóðkirkjan er heppin að geta teflt fram tveimur frábærum einstaklingum sem nú verður brátt kosið um hvor mun verða nýr biskup Íslands. Ég hef notið þeirrar gæfu að hafa fengið að vinna bæði með Guðrúnu og Gumma Kalla. Þau hafa bæði marga góða kosti sem geta nýst þeim vel í starfi sem biskup Íslands. Ef ég hefði hins vegar kosningarétt myndi mitt atkvæði hiklaust fara til Gumma Kalla. Ég kynntist Gumma Kalla fyrst í Vatnaskógi þar sem hann starfaði sem forstöðumaður. Þar fann ég strax hvað hann var góður stjórnandi af því að hann hlustaði alltaf á það sem við leiðtogarnir höfðum til málanna að leggja og ég fann það svo sterkt að hann var með okkur í liði. Ég fann líka hvað hann lagði sig mikið fram við að gera gott starf ennþá betra og hvað hann hafði mikinn eldmóð fyrir starfinu sem var mjög auðvelt að hrífast með. Seinna fékk ég að fylgjast með honum byggja upp frábært safnaðarstarf í Lindasókn. Starf sem hófst í litlum sumarbústað á lóðinni en er nú eitt blómlegasta og líflegasta safnaðarstarf landsins fyrir jafnt unga sem aldna. Það sem mér þykir vænst um í fari Gumma Kalla er hvað hann sýnir samferðafólki sínu einlægan áhuga. Hann gefur sér alltaf tíma fyrir náungann og mætir hverjum og einum á þeim stað sem hann er hverju sinni. Í mínum huga getur íslenska þjóðkirkjan snúið vörn í sókn og vaxið og dafnað vel undir stjórn Gumma Kalla. Höfundur er flugmaður og íþróttafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Íslenska þjóðkirkjan er heppin að geta teflt fram tveimur frábærum einstaklingum sem nú verður brátt kosið um hvor mun verða nýr biskup Íslands. Ég hef notið þeirrar gæfu að hafa fengið að vinna bæði með Guðrúnu og Gumma Kalla. Þau hafa bæði marga góða kosti sem geta nýst þeim vel í starfi sem biskup Íslands. Ef ég hefði hins vegar kosningarétt myndi mitt atkvæði hiklaust fara til Gumma Kalla. Ég kynntist Gumma Kalla fyrst í Vatnaskógi þar sem hann starfaði sem forstöðumaður. Þar fann ég strax hvað hann var góður stjórnandi af því að hann hlustaði alltaf á það sem við leiðtogarnir höfðum til málanna að leggja og ég fann það svo sterkt að hann var með okkur í liði. Ég fann líka hvað hann lagði sig mikið fram við að gera gott starf ennþá betra og hvað hann hafði mikinn eldmóð fyrir starfinu sem var mjög auðvelt að hrífast með. Seinna fékk ég að fylgjast með honum byggja upp frábært safnaðarstarf í Lindasókn. Starf sem hófst í litlum sumarbústað á lóðinni en er nú eitt blómlegasta og líflegasta safnaðarstarf landsins fyrir jafnt unga sem aldna. Það sem mér þykir vænst um í fari Gumma Kalla er hvað hann sýnir samferðafólki sínu einlægan áhuga. Hann gefur sér alltaf tíma fyrir náungann og mætir hverjum og einum á þeim stað sem hann er hverju sinni. Í mínum huga getur íslenska þjóðkirkjan snúið vörn í sókn og vaxið og dafnað vel undir stjórn Gumma Kalla. Höfundur er flugmaður og íþróttafræðingur.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar