Hjólastólinn í „tengdamömmuboxi“ á toppi bílsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. apríl 2024 20:07 Þóra Ósk, sem er með hjólastólinn sinn í „tengdamömmuboxi“ á toppi bílsins síns. Hún brosir allan daginn vegna þessarar flottu tækni, sem gerir henni lífið svo miklu auðveldara. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brosið fer ekki af ungri konu, sem glímir við erfiða fötlun á Eyrarbakka. Ástæðan er sú að hún er komin með hjólastólinn sinn í "tengdamömuboxið" uppi á topp bílsins síns og ýtir bara á takka á fjarstýringu til að fá stólinn niður til sín. Hér erum við að tala um Þóru Ósk Guðjónsdóttur sjúkraliða, sem er alltaf brosandi og svo jákvæð þrátt fyrir erfiðleika vegna fötlunar sinnar, sem gerir ástand hennar alltaf verra og verra. Hún gengur við göngugrind en þarf alltaf að nota hjólastól meira og meira. Og það er alveg magnað að sjá hvað þetta virkar flott hjá Þóru á bílnum. Hjólastólinn kemur bara til hennar sjálfkrafa með aðstoð ákveðins búnaðar enda fer brosið varla af Þóru því hún er svo ánægð með nýju græjuna. „Já, ég er með svona „tengdamömmubox “til að geyma hjólastólinn minn þannig að nú þarf ég ekkert að hafa áhyggjur af því að hafa stólinn í skottinu eða hafa einhvern með mér til að taka stólinn fyrir mig, þetta kemur bara allt svona. Þetta er ótrúlega flott og sniðugt,” segir Þóra Ósk. Þóra Ósk, sem er með hjólastólinn sinn í „tengdamömmuboxi“ á toppi bílsins síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er það sem amar að hjá Þóru varðandi hennar fötlun? „Ég er sem sagt með einhvern taugahrörnunarsjúkdóm en það er svo einkennilegt að það finnst ekkert af mér. Ég er búin að fara í allskonar blóðprufur, skanna á heila og mænu hvort ég sé með MS þannig að ég er örugglega ekkert fötluð,”, segir hún og hlær. Þóra er með taugahrörnunarsjúkdóm en læknum gengur illa að finna út hvað er nákvæmlega að hjá henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þóra Ósk á þrjú börn með manni sínum Hlöðveri Þorsteinssyni og una þau hag sínum vel á Eyrarbakka. Hún er í sjúkraþjálfun nokkrum sinnum í viku og í sérstökum þrýstingsbuxum til að auka blóðflæði niður í fætur svo eitthvað sé nefnt. Og þú ert ótrúlega jákvæð þrátt fyrir allt? „Heyrðu já, það hefur hjálpað mér svo rosalega mikið hvernig mér líður að það er bara ekki í boði að draga sængina upp fyrir haus og bara aumingja ég, það er ekki í boði,” segir Þóra Ósk ákveðin. Og Þóra segir að hjólastólinn í „tengdamömmuboxinu breyti öllu fyrir sig. „Já, að vera með hjólastólinn og þurfa ekkert að hugsa, bara að fara eða að fara í búðina og ekkert að spá í þessu, það er alveg geggjað,” segir Þóra Ósk, jákvæð og hress Eyrbekkingur þrátt fyrir erfið veikindi en hún lætur ekkert stoppa sig. Þóra Ósk og Hlöðver una sér vel á Eyrarbakka en hann fékk heilablóðfall 2019 en lætur ekkert stoppa sig eins og Þóra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hér erum við að tala um Þóru Ósk Guðjónsdóttur sjúkraliða, sem er alltaf brosandi og svo jákvæð þrátt fyrir erfiðleika vegna fötlunar sinnar, sem gerir ástand hennar alltaf verra og verra. Hún gengur við göngugrind en þarf alltaf að nota hjólastól meira og meira. Og það er alveg magnað að sjá hvað þetta virkar flott hjá Þóru á bílnum. Hjólastólinn kemur bara til hennar sjálfkrafa með aðstoð ákveðins búnaðar enda fer brosið varla af Þóru því hún er svo ánægð með nýju græjuna. „Já, ég er með svona „tengdamömmubox “til að geyma hjólastólinn minn þannig að nú þarf ég ekkert að hafa áhyggjur af því að hafa stólinn í skottinu eða hafa einhvern með mér til að taka stólinn fyrir mig, þetta kemur bara allt svona. Þetta er ótrúlega flott og sniðugt,” segir Þóra Ósk. Þóra Ósk, sem er með hjólastólinn sinn í „tengdamömmuboxi“ á toppi bílsins síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er það sem amar að hjá Þóru varðandi hennar fötlun? „Ég er sem sagt með einhvern taugahrörnunarsjúkdóm en það er svo einkennilegt að það finnst ekkert af mér. Ég er búin að fara í allskonar blóðprufur, skanna á heila og mænu hvort ég sé með MS þannig að ég er örugglega ekkert fötluð,”, segir hún og hlær. Þóra er með taugahrörnunarsjúkdóm en læknum gengur illa að finna út hvað er nákvæmlega að hjá henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þóra Ósk á þrjú börn með manni sínum Hlöðveri Þorsteinssyni og una þau hag sínum vel á Eyrarbakka. Hún er í sjúkraþjálfun nokkrum sinnum í viku og í sérstökum þrýstingsbuxum til að auka blóðflæði niður í fætur svo eitthvað sé nefnt. Og þú ert ótrúlega jákvæð þrátt fyrir allt? „Heyrðu já, það hefur hjálpað mér svo rosalega mikið hvernig mér líður að það er bara ekki í boði að draga sængina upp fyrir haus og bara aumingja ég, það er ekki í boði,” segir Þóra Ósk ákveðin. Og Þóra segir að hjólastólinn í „tengdamömmuboxinu breyti öllu fyrir sig. „Já, að vera með hjólastólinn og þurfa ekkert að hugsa, bara að fara eða að fara í búðina og ekkert að spá í þessu, það er alveg geggjað,” segir Þóra Ósk, jákvæð og hress Eyrbekkingur þrátt fyrir erfið veikindi en hún lætur ekkert stoppa sig. Þóra Ósk og Hlöðver una sér vel á Eyrarbakka en hann fékk heilablóðfall 2019 en lætur ekkert stoppa sig eins og Þóra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira