Umboðsmaður krefst skýringa á nýju lögreglumerki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. apríl 2024 08:12 Umboðsmaður óskar skýringa á nýju lögreglumerki sem er hvergi að finna í reglugerðum. Umboðsmaður Alþingis hefur sent ríkislögreglustjóra erindi þar sem hann óskar skýringa á nýju lögreglumerki sem hann segir hvergi að finna í reglugerðum. Um er að ræða stjörnu sem umboðsmaður segir nú prýða vefsíðu lögreglunnar, samfélagsmiðla, lögreglubifreiðar og skýrslur. Hann gerir einnig athugasemdir við útbúnað sérsveitar ríkislögreglustjóra en hann segir einkennisfatnað sveitarinnar bera merki sem eiga sér ekki stoð í reglum. Í reglugerð nr. 1151/2011 er fjallað um einkenni og merki lögreglunnar og meðal annars lýst íslenska lögreglumerkinu, sem sé gyllt stjarna með sex jöfnum örmum. Í miðri stjörnunni er skjöldur með tveimur krosslögðum sverðum og umhverfis skjöldin áletrunin „MEÐ LÖGUM SKAL LAND BYGGJA“. Áletrunin er afmörkuð með tveimur upphleyptum hringjum en frá ytri hringnum liggja 54 teinar með jöfnu millibili út að jaðri stjörnunnar. Neðst á milli hringjanna sé fimm arma stjarna. Ef merkið sé prentað í lit eigi það að vera svart á gulum grunni. Umboðsmaður segir nýju stjörnuna ekki að finna í reglugerðum; hún sé hvorki með áletruninni né í sama lit. Þá sé stjarnan ekki með 54 teina. Hann bendir einnig á að sérsveitarmenn beri merki sem séu grá en ekki gul og þá virðist þeir hafa tekið upp nýtt merki sem hvergi sé getið um; ávalt merki með útlínur Íslands í miðjunni en útfrá hvorri hlið liggi nokkurs konar vængir. Óskar umboðsmaður eftir skýringum á því hvenær breytingar voru gerðar á umræddum merkjum og hvernig þau séu notuð. Þá óskar hann eftir afstöðu ríkislögreglustjóra til þess hvort notkun merkjanna samræmist reglugerðum og að hann fái afrit af reglum sem kunna að hafa verið settar til viðbótar við reglugerðirnar. Erindi umboðsmanns. Umboðsmaður Alþingis Lögreglan Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira
Um er að ræða stjörnu sem umboðsmaður segir nú prýða vefsíðu lögreglunnar, samfélagsmiðla, lögreglubifreiðar og skýrslur. Hann gerir einnig athugasemdir við útbúnað sérsveitar ríkislögreglustjóra en hann segir einkennisfatnað sveitarinnar bera merki sem eiga sér ekki stoð í reglum. Í reglugerð nr. 1151/2011 er fjallað um einkenni og merki lögreglunnar og meðal annars lýst íslenska lögreglumerkinu, sem sé gyllt stjarna með sex jöfnum örmum. Í miðri stjörnunni er skjöldur með tveimur krosslögðum sverðum og umhverfis skjöldin áletrunin „MEÐ LÖGUM SKAL LAND BYGGJA“. Áletrunin er afmörkuð með tveimur upphleyptum hringjum en frá ytri hringnum liggja 54 teinar með jöfnu millibili út að jaðri stjörnunnar. Neðst á milli hringjanna sé fimm arma stjarna. Ef merkið sé prentað í lit eigi það að vera svart á gulum grunni. Umboðsmaður segir nýju stjörnuna ekki að finna í reglugerðum; hún sé hvorki með áletruninni né í sama lit. Þá sé stjarnan ekki með 54 teina. Hann bendir einnig á að sérsveitarmenn beri merki sem séu grá en ekki gul og þá virðist þeir hafa tekið upp nýtt merki sem hvergi sé getið um; ávalt merki með útlínur Íslands í miðjunni en útfrá hvorri hlið liggi nokkurs konar vængir. Óskar umboðsmaður eftir skýringum á því hvenær breytingar voru gerðar á umræddum merkjum og hvernig þau séu notuð. Þá óskar hann eftir afstöðu ríkislögreglustjóra til þess hvort notkun merkjanna samræmist reglugerðum og að hann fái afrit af reglum sem kunna að hafa verið settar til viðbótar við reglugerðirnar. Erindi umboðsmanns.
Umboðsmaður Alþingis Lögreglan Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira