„Það er mikill efniviður í Fram“ Hinrik Wöhler skrifar 29. apríl 2024 21:05 Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Leikmenn Fram gáfust ekki upp á móti Val í 4. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Fram jafnaði leikinn á 90. mínútu og endaði leikurinn 1-1. Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var ánægður með baráttu sinna manna undir lok leiks. „Alltaf að gaman að sýna karakter og halda áfram og gefast ekki upp. Halda skipulagi og við náðum að þrýsta Valsmönnum til baka nokkrum sinnum þegar við unnum boltann. Ég hefði viljað sjá boltann oftar inn í teig en það er erfitt að brjóta sterkt lið á bak aftur. Við skorum úr föstu leikatriði eins og þeir gerðu og ég held að þetta var sanngjarnt að við náðum að jafna,“ sagði Rúnar eftir leik. Leikmenn Fram fagna marki Viktors Bjarka Daðasonar. Hann gengur í raðir FC Kaupmannahfnar í sumar.Vísir/Anton Brink Stjörnum prýtt lið Vals hefur ekki gengið vel í upphafi móts og var Rúnar afar sáttur með frammistöðu liðsins á móti Val í kvöld. „Að mjög mörgu leyti á móti frábæru Valsliði. Það er erfitt að hlaupa og elta þá því þeir spila boltanum vel sín á milli. Mér fannst við loka vel á þá og þeir áttu einhver færi en held að við áttum stærri færi en þeir í leiknum, þeir bjarga tvisvar á línu í fyrri hálfleik og Frederik [Schram] bjargar frábæru skoti frá Kennie [Chopart]. Við björgum vissulega á línu hinum megin en ég held að við áttum yfirhöndina í færum í fyrri hálfleik,“ sagði Rúnar um frammistöðu liðsins. „Í síðari hálfleik voru Valsmenn aðeins sterkari og voru að ógna okkur meira, komust yfir eftir hornspyrnu sem maður er fúll yfir og þeir líklegast mjög fúlir yfir að fá mark eftir aukaspyrnu en hún var vel útfærð hjá okkur. Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan, ég ætla að vona að ég sé ekki að bulla núna,“ bætti hinn reynslumikli þjálfari við. Ungu leikmenn Fram hafa verið að skína í upphafi móts. Viktor Bjarki Daðason sem er fæddur árið 2008 jafnaði leikinn fyrir Fram á 90. mínútu. Í þriðju umferð á móti KR var það hinn nítján ára Freyr Sigurðsson sem skoraði sigurmarkið. „Það er mikill efniviður í Fram og við erum með mjög breiðan og góðan hóp. Það er mikill samkeppni um stöður og við tókum þá ákvörðun rétt fyrir leik að hafa Viktor í hópnum í stað þess að hafa Otta [Egil Otta Vilhjálmsson] sem hefur verið nálægt þessu líka og sem betur fer held ég að við höfum valið rétt í þetta skiptið. Við hentum honum inn á, hann er stór, tekur mikið til sín og góður slúttari. Gerði þetta frábærlega að skora í Bestu deildinni, 15 ára gamall,“ sagði Rúnar að lokum um ungu leikmennina í Úlfarsárdal. Rúnar fylgist grannt með gangi mála í kvöld.Vísir/Anton Brink Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira
„Alltaf að gaman að sýna karakter og halda áfram og gefast ekki upp. Halda skipulagi og við náðum að þrýsta Valsmönnum til baka nokkrum sinnum þegar við unnum boltann. Ég hefði viljað sjá boltann oftar inn í teig en það er erfitt að brjóta sterkt lið á bak aftur. Við skorum úr föstu leikatriði eins og þeir gerðu og ég held að þetta var sanngjarnt að við náðum að jafna,“ sagði Rúnar eftir leik. Leikmenn Fram fagna marki Viktors Bjarka Daðasonar. Hann gengur í raðir FC Kaupmannahfnar í sumar.Vísir/Anton Brink Stjörnum prýtt lið Vals hefur ekki gengið vel í upphafi móts og var Rúnar afar sáttur með frammistöðu liðsins á móti Val í kvöld. „Að mjög mörgu leyti á móti frábæru Valsliði. Það er erfitt að hlaupa og elta þá því þeir spila boltanum vel sín á milli. Mér fannst við loka vel á þá og þeir áttu einhver færi en held að við áttum stærri færi en þeir í leiknum, þeir bjarga tvisvar á línu í fyrri hálfleik og Frederik [Schram] bjargar frábæru skoti frá Kennie [Chopart]. Við björgum vissulega á línu hinum megin en ég held að við áttum yfirhöndina í færum í fyrri hálfleik,“ sagði Rúnar um frammistöðu liðsins. „Í síðari hálfleik voru Valsmenn aðeins sterkari og voru að ógna okkur meira, komust yfir eftir hornspyrnu sem maður er fúll yfir og þeir líklegast mjög fúlir yfir að fá mark eftir aukaspyrnu en hún var vel útfærð hjá okkur. Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan, ég ætla að vona að ég sé ekki að bulla núna,“ bætti hinn reynslumikli þjálfari við. Ungu leikmenn Fram hafa verið að skína í upphafi móts. Viktor Bjarki Daðason sem er fæddur árið 2008 jafnaði leikinn fyrir Fram á 90. mínútu. Í þriðju umferð á móti KR var það hinn nítján ára Freyr Sigurðsson sem skoraði sigurmarkið. „Það er mikill efniviður í Fram og við erum með mjög breiðan og góðan hóp. Það er mikill samkeppni um stöður og við tókum þá ákvörðun rétt fyrir leik að hafa Viktor í hópnum í stað þess að hafa Otta [Egil Otta Vilhjálmsson] sem hefur verið nálægt þessu líka og sem betur fer held ég að við höfum valið rétt í þetta skiptið. Við hentum honum inn á, hann er stór, tekur mikið til sín og góður slúttari. Gerði þetta frábærlega að skora í Bestu deildinni, 15 ára gamall,“ sagði Rúnar að lokum um ungu leikmennina í Úlfarsárdal. Rúnar fylgist grannt með gangi mála í kvöld.Vísir/Anton Brink
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira