Reginn afturkallar samrunatilkynningu við Eik Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. apríl 2024 20:41 Halldór benjamín Þorbergsson er forstjóri Regins. Vísir/Vilhelm Stjórn Regins hefur ákveðið að afturkalla samrunatilkynningu félagsins, sem send var inn til Samkeppniseftirlitsins í september í fyrra, vegna fyrirhugaðs samruna félagsins og Eikar fasteignafélags. Samhliða hyggst Reginn óska eftir heimild Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu tilboði félagsins í allt hlutafé Eikar Þetta kemur fram í tilkynningu Regins til Kauphallar. Í síðustu viku birti Reginn drög að útfærslu sáttar við Samkeppniseftirlitið og nánari umfjöllun um skiptihlutföll mögulegs samruna félagsins og Eikar, í kjölfar þess að Samkeppniseftirlitið birti tillögu Regins að sátt og óskaði eftir sjónarmiðum vegna hennar. Í sömu tilkynningu kom fram að Reginn og Kaldalón hf. hefðu hafið samningaviðræður um kaup Kaldalóns á tilteknum eignum í kjölfar þess að viðskipti samkvæmt valfrjálsa tilboðinu kæmu til framkvæmda. Fram kemur nýjustu tilkynningunni að á grunni þeirra birtu upplýsinga hafi stjórnendur Regins fundað með stærsta hluthafa Eikar í því skyni að kanna afstöðu hans til fyrirhugaðs samruna. Á grundvelli þessa sé það heildstætt mat Regins að skilyrði tilboðsins um að handhafar að lágmarki 75 prósent atkvæðaréttar Eikar samþykki tilboðið muni fyrirsjáanlega ekki nást áður en gildistími tilboðsins rennur út þann 21. maí næstkomandi. Tilboðið var upphaflega lagt fram þann 7. júní í fyrra í kjölfar markaðsþreifinga við stærstu hluthafa Eikar. „Efni tilboðsins var kynnt hluthöfum Eikar með ítarlegum hætti þar sem farið var yfir hvernig möguleg viðskipti gætu styrkt stöðu helstu haghafa beggja félaga,“ segir í tilkynningunni. Stjórn Eikar lagði upphaflega til að tilboðinu yrði hafnað en eftir að Reginn hækkaði tilboðsverðið þann 14. september síðastliðinn lagði stjórn Eikar áherslu á að hver hluthafi tæki ákvörðun en endanleg greinargerð stjórnar Eikar liggur ekki fyrir. Gildistími tilboðsins var framlengdur alls sjö sinnum vegna rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á mögulegum samruna, frummats þess á væntum áhrifum mögulegs samruna og vegna sáttaviðræðna Regins við Samkeppniseftirlitið. „Nú liggur fyrir að fá afturköllun tilboðsins samþykkta hjá FME í samræmi við 105. gr. laga nr. 108/2007 um yfirtökur á grundvelli þess að skilyrði tilboðsins, eins og þau eru tilgreind í tilboðsyfirliti Regins, dags. 10. júlí 2023, munu fyrirsjáanlega ekki verða uppfyllt,“ segir í tilkynningu. Fram kemur að tilboðið haldi gildi sínu, á meðan gildistíma þess stendur, þar til FME hefur veitt heimild til þess að það verði afturkallað. Frekari upplýsingar verði veittar þegar afstaða FME liggur fyrir. Þá séu ekki lengur forsendur til að halda áfram viðræðum vegna áðurnefndrar sölu á tilteknum eignum til Kaldalóns hf. Stjórn og stjórnendur félagsins muni í kjölfarið beina sjónum sínum að öðrum tækifærum. „Frumkvæði drífur framfarir. Við munum vinna hratt úr þessari niðurstöðu og byggja á langtímastefnu Regins sem felur í sér að selja tilteknar eignir og endurfjárfesta í fasteignum innan skilgreindra kjarna, einkum í nýbyggingum. Munum við meðal annars nýta réttindi sem Reginn á tengd þróunareignum hjá Klasa. Það verða farnar aðrar leiðir að sama marki. Þessi samruni er síður en svo eina sóknarfærið sem við höfum augastað á. Markmið okkar er að byggja upp til langs tíma og halda áfram að styrkja kjarnasvæði Regins sem eiga inni mikil vaxtatækifæri. Það er ljóst að búið er að hrista upp í markaðnum og það eru áhugaverðir tímar fram undan,“ er haft eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, forstjóra Regins. Reginn Eik fasteignafélag Kaldalón Samkeppnismál Tengdar fréttir Stækkar stöðuna í Reitum og segir vöntun á fjárfestum sem veiti aðhald Einkafjárfestir, með mikla reynslu af fasteignarekstri, hefur gert sig gildandi í hluthafahópi Reita með því að bæta við hlut sinn fyrir um það bil einn milljarð króna að undanförnu. Hann telur að markaðsvirði fasteignafélaganna í Kauphöllinni sé „alltof lágt“ og bendir á að það sé ekki í samhengi við endurstofnvirði fasteigna þeirra. 5. apríl 2024 08:17 Reginn býðst til að að liðka fyrir yfirtöku með sölu eigna Fasteignafélagið Reginn óskaði á föstudag eftir sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið í tengslum við fyrirhugaðrar yfirtöku á öllu hlutafé Eikar fasteignafélags. Reginn býðst til að selja eignir til að vinna gegn skaðlegum áhrifum á samkeppni vegna samrunans. 19. febrúar 2024 14:30 Lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna studdu ekki kaupréttarkerfi Regins Tvær stærstu hluthafar Regins, lífeyrissjóðirnir LSR og Brú, greiddu ekki atkvæði með tillögu stjórnar fasteignafélagsins um innleiðingu á kaupréttarkerfi fyrir lykilstjórnendur sem var kynnt fjárfestum í aðdraganda aðalfundar fyrr í vikunni. Ekki náðist nægjanlegur meirihlutastuðningur fyrir tillögunni eftir að lífeyrissjóðurinn Gildi bókaði andstöðu við kaupréttarsamningana og taldi rétt að hluthafar myndu taka afstöðu til helstu skilmála þegar slík kerfi væru tekin upp. 15. mars 2024 10:19 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Regins til Kauphallar. Í síðustu viku birti Reginn drög að útfærslu sáttar við Samkeppniseftirlitið og nánari umfjöllun um skiptihlutföll mögulegs samruna félagsins og Eikar, í kjölfar þess að Samkeppniseftirlitið birti tillögu Regins að sátt og óskaði eftir sjónarmiðum vegna hennar. Í sömu tilkynningu kom fram að Reginn og Kaldalón hf. hefðu hafið samningaviðræður um kaup Kaldalóns á tilteknum eignum í kjölfar þess að viðskipti samkvæmt valfrjálsa tilboðinu kæmu til framkvæmda. Fram kemur nýjustu tilkynningunni að á grunni þeirra birtu upplýsinga hafi stjórnendur Regins fundað með stærsta hluthafa Eikar í því skyni að kanna afstöðu hans til fyrirhugaðs samruna. Á grundvelli þessa sé það heildstætt mat Regins að skilyrði tilboðsins um að handhafar að lágmarki 75 prósent atkvæðaréttar Eikar samþykki tilboðið muni fyrirsjáanlega ekki nást áður en gildistími tilboðsins rennur út þann 21. maí næstkomandi. Tilboðið var upphaflega lagt fram þann 7. júní í fyrra í kjölfar markaðsþreifinga við stærstu hluthafa Eikar. „Efni tilboðsins var kynnt hluthöfum Eikar með ítarlegum hætti þar sem farið var yfir hvernig möguleg viðskipti gætu styrkt stöðu helstu haghafa beggja félaga,“ segir í tilkynningunni. Stjórn Eikar lagði upphaflega til að tilboðinu yrði hafnað en eftir að Reginn hækkaði tilboðsverðið þann 14. september síðastliðinn lagði stjórn Eikar áherslu á að hver hluthafi tæki ákvörðun en endanleg greinargerð stjórnar Eikar liggur ekki fyrir. Gildistími tilboðsins var framlengdur alls sjö sinnum vegna rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á mögulegum samruna, frummats þess á væntum áhrifum mögulegs samruna og vegna sáttaviðræðna Regins við Samkeppniseftirlitið. „Nú liggur fyrir að fá afturköllun tilboðsins samþykkta hjá FME í samræmi við 105. gr. laga nr. 108/2007 um yfirtökur á grundvelli þess að skilyrði tilboðsins, eins og þau eru tilgreind í tilboðsyfirliti Regins, dags. 10. júlí 2023, munu fyrirsjáanlega ekki verða uppfyllt,“ segir í tilkynningu. Fram kemur að tilboðið haldi gildi sínu, á meðan gildistíma þess stendur, þar til FME hefur veitt heimild til þess að það verði afturkallað. Frekari upplýsingar verði veittar þegar afstaða FME liggur fyrir. Þá séu ekki lengur forsendur til að halda áfram viðræðum vegna áðurnefndrar sölu á tilteknum eignum til Kaldalóns hf. Stjórn og stjórnendur félagsins muni í kjölfarið beina sjónum sínum að öðrum tækifærum. „Frumkvæði drífur framfarir. Við munum vinna hratt úr þessari niðurstöðu og byggja á langtímastefnu Regins sem felur í sér að selja tilteknar eignir og endurfjárfesta í fasteignum innan skilgreindra kjarna, einkum í nýbyggingum. Munum við meðal annars nýta réttindi sem Reginn á tengd þróunareignum hjá Klasa. Það verða farnar aðrar leiðir að sama marki. Þessi samruni er síður en svo eina sóknarfærið sem við höfum augastað á. Markmið okkar er að byggja upp til langs tíma og halda áfram að styrkja kjarnasvæði Regins sem eiga inni mikil vaxtatækifæri. Það er ljóst að búið er að hrista upp í markaðnum og það eru áhugaverðir tímar fram undan,“ er haft eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, forstjóra Regins.
Reginn Eik fasteignafélag Kaldalón Samkeppnismál Tengdar fréttir Stækkar stöðuna í Reitum og segir vöntun á fjárfestum sem veiti aðhald Einkafjárfestir, með mikla reynslu af fasteignarekstri, hefur gert sig gildandi í hluthafahópi Reita með því að bæta við hlut sinn fyrir um það bil einn milljarð króna að undanförnu. Hann telur að markaðsvirði fasteignafélaganna í Kauphöllinni sé „alltof lágt“ og bendir á að það sé ekki í samhengi við endurstofnvirði fasteigna þeirra. 5. apríl 2024 08:17 Reginn býðst til að að liðka fyrir yfirtöku með sölu eigna Fasteignafélagið Reginn óskaði á föstudag eftir sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið í tengslum við fyrirhugaðrar yfirtöku á öllu hlutafé Eikar fasteignafélags. Reginn býðst til að selja eignir til að vinna gegn skaðlegum áhrifum á samkeppni vegna samrunans. 19. febrúar 2024 14:30 Lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna studdu ekki kaupréttarkerfi Regins Tvær stærstu hluthafar Regins, lífeyrissjóðirnir LSR og Brú, greiddu ekki atkvæði með tillögu stjórnar fasteignafélagsins um innleiðingu á kaupréttarkerfi fyrir lykilstjórnendur sem var kynnt fjárfestum í aðdraganda aðalfundar fyrr í vikunni. Ekki náðist nægjanlegur meirihlutastuðningur fyrir tillögunni eftir að lífeyrissjóðurinn Gildi bókaði andstöðu við kaupréttarsamningana og taldi rétt að hluthafar myndu taka afstöðu til helstu skilmála þegar slík kerfi væru tekin upp. 15. mars 2024 10:19 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Stækkar stöðuna í Reitum og segir vöntun á fjárfestum sem veiti aðhald Einkafjárfestir, með mikla reynslu af fasteignarekstri, hefur gert sig gildandi í hluthafahópi Reita með því að bæta við hlut sinn fyrir um það bil einn milljarð króna að undanförnu. Hann telur að markaðsvirði fasteignafélaganna í Kauphöllinni sé „alltof lágt“ og bendir á að það sé ekki í samhengi við endurstofnvirði fasteigna þeirra. 5. apríl 2024 08:17
Reginn býðst til að að liðka fyrir yfirtöku með sölu eigna Fasteignafélagið Reginn óskaði á föstudag eftir sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið í tengslum við fyrirhugaðrar yfirtöku á öllu hlutafé Eikar fasteignafélags. Reginn býðst til að selja eignir til að vinna gegn skaðlegum áhrifum á samkeppni vegna samrunans. 19. febrúar 2024 14:30
Lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna studdu ekki kaupréttarkerfi Regins Tvær stærstu hluthafar Regins, lífeyrissjóðirnir LSR og Brú, greiddu ekki atkvæði með tillögu stjórnar fasteignafélagsins um innleiðingu á kaupréttarkerfi fyrir lykilstjórnendur sem var kynnt fjárfestum í aðdraganda aðalfundar fyrr í vikunni. Ekki náðist nægjanlegur meirihlutastuðningur fyrir tillögunni eftir að lífeyrissjóðurinn Gildi bókaði andstöðu við kaupréttarsamningana og taldi rétt að hluthafar myndu taka afstöðu til helstu skilmála þegar slík kerfi væru tekin upp. 15. mars 2024 10:19