Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í síðasta lagi á fimmtudag Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2024 20:04 Halla Tómsdóttir var ein fárra forsetaframbjóðenda sem mætti til að taka á móti úrskurði landskjörstjórnar í dag. Flestir sendu umboðsmenn sína. Hér heilsar hún Kristínu Edwald formanni landskjörstjórnar. Vísir/Vilhelm Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna getur hafist í síðasta lagi á fimmtudag. Landskjörstjórn úrskurðaði ellefu framboð til embættis forseta Íslands gildi í dag en framboð tveggja uppfylltu ekki skilyrði. Þrettán frambjóðendur skiluðu inn framboðum til embættis forseta Íslands á fundi landskjörstjórnar á föstudag. Hún úrskurðaði síðan í morgun að framboð Viktors Traustasonar og Kára Vilmundarsonar Hansen hefðu ekki uppfyllt skilyrði. Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar las upp þrettán úrskurði vegna forsetaframboðs á opnum fundi landskjörstjórnar í dag.Vísir/Vilhelm „Í öðru framboðinu hafði einungis verið skilað níu meðmælendum og þegar að þeirri ástæðu er það ekki gilt. Hitt framboðið uppfyllti ekki ótvíræð skilyrði laga. Það er að segja það voru ekki heimilisföng eða lögheimili tiltekinna meðmælenda á listum. Þar voru heldur ekki á öllum stöðum kennitölur og auk þess skorti verulega á að nægilegur fjöldi meðmælenda væri,“ segir Kristín. Þessir tveir frambjóðendur geta kært úrskurð sinn til úrskurðarnefndar kosningamála innan tuttugu klukkustunda, eða fyrir klukkan sjö í fyrramálið. Ef engin kæra berst verður hægt að hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu hér á landi og í sendiráðum Íslands í öðrum löndum á morgun en í síðasta lagi næst komandi fimmtudag 2. maí ef kærur berast. Viktor Traustason segir í svari til fréttastofu að hann hafi tilkynnt úrskurðarnefnd kosningamála um að hann ætli að kæra úrskurðin. Berglind Svavarsdóttir, formaður úrskurðarnefndar kosningamála, staðfestir í samtali við fréttastofu að kæran hafi borist. Allt stefnir þó í að frambjóðendur verði að minnsta kosti ellefu að þessu sinni og hafa þeir aldrei verið fleiri. Fyrra met var slegið þegar Guðni Th. Jóhannesson var fyrst kjörinn forseti fyrir tæpum átta árum en þá voru frambjóðendurnir níu. Þessi ellefu (í stafrófsröð) verða örugglega í forsetaframboði samkvæmt úrskurði landskjörstjórnar í dag.Grafík/Hjalti Þær átta kannanir sem gerðar hafa verið af Maskínu, Gallup og Prósenti undanfarnar vikur hafa sýnt litlar hreyfingar á fylgi þriggja efstu frambjóðenda. Katrín Jakobsdóttir hefur lengst af haft naumt forskot á Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr í könnunum Maskínu og Gallups með Jón Gnarr í þriðja sætinu. Kannanir Prósents hafa hins vegar verið á annan veg með Baldur í forystunni og Katrínu í öðru sæti. Hér sést þróun á fylgi fjögurra efstu frambjóðendanna allt frá könnun Maskínu hinn 8. apríl til könnunar Prósents í dag.Grafík/Hjalti Hinn 15. apríl fór Halla Hrund Logadóttir aftur á móti að sækja verulega á og hefur síðan þá verið á hraðri uppleið hjá öllum könnunarfyrirtækjunum. Naut þannig mesta fylgis með 26,2 prósent hjá Maskínu á föstudag og hjá Prósenti með 28,5 prósent í könnun sem birt var í dag. Í hvorugri þessara kannana var hins vegar marktækur munur á fylgi þriggja efstu; Höllu Hrund, Baldri og Katrínu. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Ég held að Landskjörstjórn þurfi að endurskoða sína lögfræðiþekkingu“ Viktor Traustason vill meina að meðmælalistar hans til þess að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands uppfylli öll skilyrði og furðar sig á því að Landskjörstjórn hafi komist að annari niðurstöðu. 29. apríl 2024 17:24 Hættur við að styðja Höllu Hrund Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður kom mörgum á óvart í morgun þegar hann lýsti yfir stuðningi við forsetaframboð Höllu Hrundar Logadóttur orkumálastjóra. Hann hefur nú dregið þann stuðning sinn til baka. 29. apríl 2024 16:45 Baldurs og Felix-fáni falur Stuðningsmenn framboðs Baldurs Þórhallssonar og Felix Bergssonar hafa útbúið varning sem þeir selja til stuðnings framboðinu. 29. apríl 2024 14:02 Ellefu verða í framboði til embættis forseta Íslands Í hádegisfréttum fjöllum við um úrskurð landskjörstjórnar frá því í morgun þess efnis að ellefu framboð til forseta hafi talist gild. 29. apríl 2024 11:36 Viktor og Kári heltast úr lestinni Tvö framboð til embættis forseta Íslands voru úrskurðuð ógild á fundi Landskjörstjórnar í dag. Þeir Viktor Traustason og Kári Vilmundarson Hansen fá ekki pláss á kjörseðlinum þegar kosið verður til forseta þann 1. júní næstkomandi. 29. apríl 2024 11:17 Halla Hrund fremst í nýrri könnun og Katrín dottin niður í þriðja sæti Halla Hrund Logadóttir mælist með 29 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents og Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 25 prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með 18 prósent og Jón Gnarr með 16 prósent. 29. apríl 2024 06:34 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Þrettán frambjóðendur skiluðu inn framboðum til embættis forseta Íslands á fundi landskjörstjórnar á föstudag. Hún úrskurðaði síðan í morgun að framboð Viktors Traustasonar og Kára Vilmundarsonar Hansen hefðu ekki uppfyllt skilyrði. Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar las upp þrettán úrskurði vegna forsetaframboðs á opnum fundi landskjörstjórnar í dag.Vísir/Vilhelm „Í öðru framboðinu hafði einungis verið skilað níu meðmælendum og þegar að þeirri ástæðu er það ekki gilt. Hitt framboðið uppfyllti ekki ótvíræð skilyrði laga. Það er að segja það voru ekki heimilisföng eða lögheimili tiltekinna meðmælenda á listum. Þar voru heldur ekki á öllum stöðum kennitölur og auk þess skorti verulega á að nægilegur fjöldi meðmælenda væri,“ segir Kristín. Þessir tveir frambjóðendur geta kært úrskurð sinn til úrskurðarnefndar kosningamála innan tuttugu klukkustunda, eða fyrir klukkan sjö í fyrramálið. Ef engin kæra berst verður hægt að hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu hér á landi og í sendiráðum Íslands í öðrum löndum á morgun en í síðasta lagi næst komandi fimmtudag 2. maí ef kærur berast. Viktor Traustason segir í svari til fréttastofu að hann hafi tilkynnt úrskurðarnefnd kosningamála um að hann ætli að kæra úrskurðin. Berglind Svavarsdóttir, formaður úrskurðarnefndar kosningamála, staðfestir í samtali við fréttastofu að kæran hafi borist. Allt stefnir þó í að frambjóðendur verði að minnsta kosti ellefu að þessu sinni og hafa þeir aldrei verið fleiri. Fyrra met var slegið þegar Guðni Th. Jóhannesson var fyrst kjörinn forseti fyrir tæpum átta árum en þá voru frambjóðendurnir níu. Þessi ellefu (í stafrófsröð) verða örugglega í forsetaframboði samkvæmt úrskurði landskjörstjórnar í dag.Grafík/Hjalti Þær átta kannanir sem gerðar hafa verið af Maskínu, Gallup og Prósenti undanfarnar vikur hafa sýnt litlar hreyfingar á fylgi þriggja efstu frambjóðenda. Katrín Jakobsdóttir hefur lengst af haft naumt forskot á Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr í könnunum Maskínu og Gallups með Jón Gnarr í þriðja sætinu. Kannanir Prósents hafa hins vegar verið á annan veg með Baldur í forystunni og Katrínu í öðru sæti. Hér sést þróun á fylgi fjögurra efstu frambjóðendanna allt frá könnun Maskínu hinn 8. apríl til könnunar Prósents í dag.Grafík/Hjalti Hinn 15. apríl fór Halla Hrund Logadóttir aftur á móti að sækja verulega á og hefur síðan þá verið á hraðri uppleið hjá öllum könnunarfyrirtækjunum. Naut þannig mesta fylgis með 26,2 prósent hjá Maskínu á föstudag og hjá Prósenti með 28,5 prósent í könnun sem birt var í dag. Í hvorugri þessara kannana var hins vegar marktækur munur á fylgi þriggja efstu; Höllu Hrund, Baldri og Katrínu.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Ég held að Landskjörstjórn þurfi að endurskoða sína lögfræðiþekkingu“ Viktor Traustason vill meina að meðmælalistar hans til þess að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands uppfylli öll skilyrði og furðar sig á því að Landskjörstjórn hafi komist að annari niðurstöðu. 29. apríl 2024 17:24 Hættur við að styðja Höllu Hrund Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður kom mörgum á óvart í morgun þegar hann lýsti yfir stuðningi við forsetaframboð Höllu Hrundar Logadóttur orkumálastjóra. Hann hefur nú dregið þann stuðning sinn til baka. 29. apríl 2024 16:45 Baldurs og Felix-fáni falur Stuðningsmenn framboðs Baldurs Þórhallssonar og Felix Bergssonar hafa útbúið varning sem þeir selja til stuðnings framboðinu. 29. apríl 2024 14:02 Ellefu verða í framboði til embættis forseta Íslands Í hádegisfréttum fjöllum við um úrskurð landskjörstjórnar frá því í morgun þess efnis að ellefu framboð til forseta hafi talist gild. 29. apríl 2024 11:36 Viktor og Kári heltast úr lestinni Tvö framboð til embættis forseta Íslands voru úrskurðuð ógild á fundi Landskjörstjórnar í dag. Þeir Viktor Traustason og Kári Vilmundarson Hansen fá ekki pláss á kjörseðlinum þegar kosið verður til forseta þann 1. júní næstkomandi. 29. apríl 2024 11:17 Halla Hrund fremst í nýrri könnun og Katrín dottin niður í þriðja sæti Halla Hrund Logadóttir mælist með 29 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents og Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 25 prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með 18 prósent og Jón Gnarr með 16 prósent. 29. apríl 2024 06:34 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
„Ég held að Landskjörstjórn þurfi að endurskoða sína lögfræðiþekkingu“ Viktor Traustason vill meina að meðmælalistar hans til þess að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands uppfylli öll skilyrði og furðar sig á því að Landskjörstjórn hafi komist að annari niðurstöðu. 29. apríl 2024 17:24
Hættur við að styðja Höllu Hrund Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður kom mörgum á óvart í morgun þegar hann lýsti yfir stuðningi við forsetaframboð Höllu Hrundar Logadóttur orkumálastjóra. Hann hefur nú dregið þann stuðning sinn til baka. 29. apríl 2024 16:45
Baldurs og Felix-fáni falur Stuðningsmenn framboðs Baldurs Þórhallssonar og Felix Bergssonar hafa útbúið varning sem þeir selja til stuðnings framboðinu. 29. apríl 2024 14:02
Ellefu verða í framboði til embættis forseta Íslands Í hádegisfréttum fjöllum við um úrskurð landskjörstjórnar frá því í morgun þess efnis að ellefu framboð til forseta hafi talist gild. 29. apríl 2024 11:36
Viktor og Kári heltast úr lestinni Tvö framboð til embættis forseta Íslands voru úrskurðuð ógild á fundi Landskjörstjórnar í dag. Þeir Viktor Traustason og Kári Vilmundarson Hansen fá ekki pláss á kjörseðlinum þegar kosið verður til forseta þann 1. júní næstkomandi. 29. apríl 2024 11:17
Halla Hrund fremst í nýrri könnun og Katrín dottin niður í þriðja sæti Halla Hrund Logadóttir mælist með 29 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents og Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 25 prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með 18 prósent og Jón Gnarr með 16 prósent. 29. apríl 2024 06:34