Valsmenn spila fyrri leikinn á heimavelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2024 14:11 Alexander Júlíusson og félagar höfðu ekki heppnina með sér. Vísir/Hulda Margrét Valsmenn þurfa tryggja sér Evrópumeistaratitilinn í Grikklandi takist þeim að vinna úrslitaeinvígi EHF-bikarsins í handbolta. Í dag var dregið um það hvaða lið fá seinni leikinn á heimavelli í úrslitaleikjum EHF-bikarsins. Valsmenn urðu um helgina fyrsta íslenska liðið í 44 ár til að komast í úrslitaleik í Evrópukeppni félagsliða í handbolta. Þeir höfðu ekki heppnina með sér í þessum drætti í dag. Valur kom á undan upp úr pottinum. Fyrri leikurinn fer því fram á heimavelli Vals en sá síðari á heimavelli gríska félagsins Olympiacos. Valsmenn komust áfram í úrslitaleikinn með því að vinna báða leiki sína á móti rúmenska félaginu CS Minaur Baia Mare. Sá fyrri vannst með átta mörkum á Hlíðarenda og sá síðari með sex mörkum í Rúmeníu. Valsmenn unnu því 66-52 samanlagt á meðan gríska liðið Olympiacos vann 67-60 samanlagt á móti ungverksa félaginu FTC-Green Collect í sinni undanúrslitaviðureign. Valsmenn hafa unnið alla tólf leiki sína í keppninni á þessu tímabili. Þeir hafa slegið út tvö rúmensk félög, eitt frá Serbíu, eitt frá Úkraínu, eitt frá Eistlandi og eitt frá Litháen. Valsmenn áttu seinni leikinn á heimavelli í bæði átta liða úrslitunum (á móti CSA Steaua Bucuresti frá Rúmeníu) og 32 liða úrslitunum (á móti Motor frá Úkraínu). Í fyrstu tveimur umferðunum spilaði Valsliðið báða leikina á útivelli. Í undanúrslitunum og sextán liða úrslitunum tryggði Valur sig áfram á útivelli og þeir þurfa nú að endurtaka leikinn ætli þeir sér þennan titil. Fyrri leikurinn fram af þessum sökum fram á Íslandi helgina 18. til 19. maí en seinni leikurinn í Grikklandi 25. til 26. maí. EHF-bikarinn Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Í dag var dregið um það hvaða lið fá seinni leikinn á heimavelli í úrslitaleikjum EHF-bikarsins. Valsmenn urðu um helgina fyrsta íslenska liðið í 44 ár til að komast í úrslitaleik í Evrópukeppni félagsliða í handbolta. Þeir höfðu ekki heppnina með sér í þessum drætti í dag. Valur kom á undan upp úr pottinum. Fyrri leikurinn fer því fram á heimavelli Vals en sá síðari á heimavelli gríska félagsins Olympiacos. Valsmenn komust áfram í úrslitaleikinn með því að vinna báða leiki sína á móti rúmenska félaginu CS Minaur Baia Mare. Sá fyrri vannst með átta mörkum á Hlíðarenda og sá síðari með sex mörkum í Rúmeníu. Valsmenn unnu því 66-52 samanlagt á meðan gríska liðið Olympiacos vann 67-60 samanlagt á móti ungverksa félaginu FTC-Green Collect í sinni undanúrslitaviðureign. Valsmenn hafa unnið alla tólf leiki sína í keppninni á þessu tímabili. Þeir hafa slegið út tvö rúmensk félög, eitt frá Serbíu, eitt frá Úkraínu, eitt frá Eistlandi og eitt frá Litháen. Valsmenn áttu seinni leikinn á heimavelli í bæði átta liða úrslitunum (á móti CSA Steaua Bucuresti frá Rúmeníu) og 32 liða úrslitunum (á móti Motor frá Úkraínu). Í fyrstu tveimur umferðunum spilaði Valsliðið báða leikina á útivelli. Í undanúrslitunum og sextán liða úrslitunum tryggði Valur sig áfram á útivelli og þeir þurfa nú að endurtaka leikinn ætli þeir sér þennan titil. Fyrri leikurinn fram af þessum sökum fram á Íslandi helgina 18. til 19. maí en seinni leikurinn í Grikklandi 25. til 26. maí.
EHF-bikarinn Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira