Landskjörstjórn kvað upp úrskurði sína um þau þrettán framboð sem bárust nefndinni á föstudag. Ellefu þeirra voru úrskurðuð gild en tvö ógild. Því verða fleiri framboð til forseta en nokkru sinni áður.
Senuþjófurinn dottinn út
Þeir Viktor og Kári komu nokkuð óvænt fram á sviðið á föstudag. Kári skilaði framboði sínu rafrænt en Viktor mætti sjálfur í Hörpu og stal senunni.
Í samtali við fréttastofu segir Viktor að hann hafi ekki enn náð að lesa í gegnum úrskurð nefndarinnar og hafi því ekki ákveðið hvort hann muni kæra úrskurðinn.
Skilaði aðeins níu undirskriftum
Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, sagði að fundi loknum að annað framboðið hafi ekki uppfyllt skilyrði laga um meðmælendalista, heimilisföng og kennitölur meðmælenda hafi skort og verulega hafi vantað upp á fjölda meðmælenda.

Hitt framboðið hafi aðeins skilað inn níu undirskriftum meðmælenda.
