„Já ég hef skoðun á því, ég ætla bara ekki að segja hana“ Sverrir Mar Smárason skrifar 28. apríl 2024 19:00 Hallgrímur Jónasson var svekktur með niðurstöðu leiksins. vísir/Hulda Margrét KA mætti í Víkingum í Bestu deild karla í dag. Liðið komst yfir snemma leiks en gengu að lokum útaf vellinum með 4-2 tap á bakinu. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, hefði viljað fá meira út úr leiknum. „Já það er bara þannig. Við byrjum leikinn sterkt og komumst yfir. Frammistaðan í heild sinni var bara góð. Við vorum að mæta hérna virkilega sterku liði, við skorum tvö mörk og sköllum tvisvar í stöng. Við eigum að fá allavega tvö víti. Það er mjög gott en því miður þá dugði það ekki í dag, sem er svekkjandi. En ég er gríðarlega ánægður með frammistöðuna, ánægður með strákana. Við stöndum allir saman, hlaupum allan leikinn og það vorum við sem vorum að þrýsta hérna í lokin þegar þeir voru farnir að tefja. Ég get ekki beðið um meira,“ sagði Hallgrímur. KA-menn vildu fá tvö víti í leiknum í dag en eina víti leiksins fengu Víkingar. Hallgrímur var spurður hvort hann hefði skoðun á því og svarið var einfalt. „Já ég hef skoðun á því, ég ætla bara ekki að segja hana.“ Eins og áður sagði komst KA yfir í leiknum og Víkingar jöfnuðu út víti. Staðan var svo 3-1 fyrir heimamenn í hálfleik eftir sofandahátt í vörn KA. „Við vorum bara slegnir. Við upplifðum þessi mörk ekkert sérstaklega sanngjörn. Ég hvet ykkur bara til þess að skoða þetta því þetta er orðið virkilega þreytt. Svo því miður skora þeir fimm sekúndum áður en við förum inn í hálfleik og komast í 3-1. Ef þetta hefði verið 2-1 í hálfleik þá erum við ennþá vel inni í leiknum. Eins og alvöru lið þá stöndum við saman þegar við komum út í seinni hálfleikinn. Við skorum mark, við sköllum í stöngina. Við höldum áfram að gera þetta eins vel og við getum sem lið. Ef við höldum því áfram, sem ég veit að við gerum, þá mun þetta snúast við og við förum að fá stig,“ sagði Hallgrímur. KA er annað af tveimur liðum sem aðeins hafa sótt 1 stig í þessum fyrstu umferðum deildarinnar. Það er ekki ásættanlegt á Akureyri. „Nei það er bara ekki nógu gott. Það er ekkert lið ánægt að vera með eitt stig eftir fjóra leiki og við gerum okkur alveg grein fyrir stöðunni. Það er bara þannig að eftir fyrstu þrjá leikina erum við mjög svekktir að vera með eitt stig, okkur finnst við eiga að vera með fjögur til fimm stig miðað við frammistöðurnar. Þetta er aðeins búið að detta á móti okkur en alvöru lið þau standa saman og halda áfram. Við sýndum öllum það hérna í dag, svona frammistaða mun skila stigum“, sagði Hallgrímur um dræma stigasöfnun í upphafi móts. Að lokum var Hallgrímur spurður út í stöðuna á Hallgrími Mar sem um árabil hefur verið besti leikmaður liðsins en vegna veikinda ekki getað tekið þátt það sem af er móti. „Hann er aðeins að byrja að æfa. Við skulum sjá til hvort hann verði ekki bara í hóp í næsta leik,“ sagði þjálfari KA að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Sjá meira
„Já það er bara þannig. Við byrjum leikinn sterkt og komumst yfir. Frammistaðan í heild sinni var bara góð. Við vorum að mæta hérna virkilega sterku liði, við skorum tvö mörk og sköllum tvisvar í stöng. Við eigum að fá allavega tvö víti. Það er mjög gott en því miður þá dugði það ekki í dag, sem er svekkjandi. En ég er gríðarlega ánægður með frammistöðuna, ánægður með strákana. Við stöndum allir saman, hlaupum allan leikinn og það vorum við sem vorum að þrýsta hérna í lokin þegar þeir voru farnir að tefja. Ég get ekki beðið um meira,“ sagði Hallgrímur. KA-menn vildu fá tvö víti í leiknum í dag en eina víti leiksins fengu Víkingar. Hallgrímur var spurður hvort hann hefði skoðun á því og svarið var einfalt. „Já ég hef skoðun á því, ég ætla bara ekki að segja hana.“ Eins og áður sagði komst KA yfir í leiknum og Víkingar jöfnuðu út víti. Staðan var svo 3-1 fyrir heimamenn í hálfleik eftir sofandahátt í vörn KA. „Við vorum bara slegnir. Við upplifðum þessi mörk ekkert sérstaklega sanngjörn. Ég hvet ykkur bara til þess að skoða þetta því þetta er orðið virkilega þreytt. Svo því miður skora þeir fimm sekúndum áður en við förum inn í hálfleik og komast í 3-1. Ef þetta hefði verið 2-1 í hálfleik þá erum við ennþá vel inni í leiknum. Eins og alvöru lið þá stöndum við saman þegar við komum út í seinni hálfleikinn. Við skorum mark, við sköllum í stöngina. Við höldum áfram að gera þetta eins vel og við getum sem lið. Ef við höldum því áfram, sem ég veit að við gerum, þá mun þetta snúast við og við förum að fá stig,“ sagði Hallgrímur. KA er annað af tveimur liðum sem aðeins hafa sótt 1 stig í þessum fyrstu umferðum deildarinnar. Það er ekki ásættanlegt á Akureyri. „Nei það er bara ekki nógu gott. Það er ekkert lið ánægt að vera með eitt stig eftir fjóra leiki og við gerum okkur alveg grein fyrir stöðunni. Það er bara þannig að eftir fyrstu þrjá leikina erum við mjög svekktir að vera með eitt stig, okkur finnst við eiga að vera með fjögur til fimm stig miðað við frammistöðurnar. Þetta er aðeins búið að detta á móti okkur en alvöru lið þau standa saman og halda áfram. Við sýndum öllum það hérna í dag, svona frammistaða mun skila stigum“, sagði Hallgrímur um dræma stigasöfnun í upphafi móts. Að lokum var Hallgrímur spurður út í stöðuna á Hallgrími Mar sem um árabil hefur verið besti leikmaður liðsins en vegna veikinda ekki getað tekið þátt það sem af er móti. „Hann er aðeins að byrja að æfa. Við skulum sjá til hvort hann verði ekki bara í hóp í næsta leik,“ sagði þjálfari KA að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Sjá meira
Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28