„Já ég hef skoðun á því, ég ætla bara ekki að segja hana“ Sverrir Mar Smárason skrifar 28. apríl 2024 19:00 Hallgrímur Jónasson var svekktur með niðurstöðu leiksins. vísir/Hulda Margrét KA mætti í Víkingum í Bestu deild karla í dag. Liðið komst yfir snemma leiks en gengu að lokum útaf vellinum með 4-2 tap á bakinu. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, hefði viljað fá meira út úr leiknum. „Já það er bara þannig. Við byrjum leikinn sterkt og komumst yfir. Frammistaðan í heild sinni var bara góð. Við vorum að mæta hérna virkilega sterku liði, við skorum tvö mörk og sköllum tvisvar í stöng. Við eigum að fá allavega tvö víti. Það er mjög gott en því miður þá dugði það ekki í dag, sem er svekkjandi. En ég er gríðarlega ánægður með frammistöðuna, ánægður með strákana. Við stöndum allir saman, hlaupum allan leikinn og það vorum við sem vorum að þrýsta hérna í lokin þegar þeir voru farnir að tefja. Ég get ekki beðið um meira,“ sagði Hallgrímur. KA-menn vildu fá tvö víti í leiknum í dag en eina víti leiksins fengu Víkingar. Hallgrímur var spurður hvort hann hefði skoðun á því og svarið var einfalt. „Já ég hef skoðun á því, ég ætla bara ekki að segja hana.“ Eins og áður sagði komst KA yfir í leiknum og Víkingar jöfnuðu út víti. Staðan var svo 3-1 fyrir heimamenn í hálfleik eftir sofandahátt í vörn KA. „Við vorum bara slegnir. Við upplifðum þessi mörk ekkert sérstaklega sanngjörn. Ég hvet ykkur bara til þess að skoða þetta því þetta er orðið virkilega þreytt. Svo því miður skora þeir fimm sekúndum áður en við förum inn í hálfleik og komast í 3-1. Ef þetta hefði verið 2-1 í hálfleik þá erum við ennþá vel inni í leiknum. Eins og alvöru lið þá stöndum við saman þegar við komum út í seinni hálfleikinn. Við skorum mark, við sköllum í stöngina. Við höldum áfram að gera þetta eins vel og við getum sem lið. Ef við höldum því áfram, sem ég veit að við gerum, þá mun þetta snúast við og við förum að fá stig,“ sagði Hallgrímur. KA er annað af tveimur liðum sem aðeins hafa sótt 1 stig í þessum fyrstu umferðum deildarinnar. Það er ekki ásættanlegt á Akureyri. „Nei það er bara ekki nógu gott. Það er ekkert lið ánægt að vera með eitt stig eftir fjóra leiki og við gerum okkur alveg grein fyrir stöðunni. Það er bara þannig að eftir fyrstu þrjá leikina erum við mjög svekktir að vera með eitt stig, okkur finnst við eiga að vera með fjögur til fimm stig miðað við frammistöðurnar. Þetta er aðeins búið að detta á móti okkur en alvöru lið þau standa saman og halda áfram. Við sýndum öllum það hérna í dag, svona frammistaða mun skila stigum“, sagði Hallgrímur um dræma stigasöfnun í upphafi móts. Að lokum var Hallgrímur spurður út í stöðuna á Hallgrími Mar sem um árabil hefur verið besti leikmaður liðsins en vegna veikinda ekki getað tekið þátt það sem af er móti. „Hann er aðeins að byrja að æfa. Við skulum sjá til hvort hann verði ekki bara í hóp í næsta leik,“ sagði þjálfari KA að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingar sitja fastir vegna lestarkaós í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Sjá meira
„Já það er bara þannig. Við byrjum leikinn sterkt og komumst yfir. Frammistaðan í heild sinni var bara góð. Við vorum að mæta hérna virkilega sterku liði, við skorum tvö mörk og sköllum tvisvar í stöng. Við eigum að fá allavega tvö víti. Það er mjög gott en því miður þá dugði það ekki í dag, sem er svekkjandi. En ég er gríðarlega ánægður með frammistöðuna, ánægður með strákana. Við stöndum allir saman, hlaupum allan leikinn og það vorum við sem vorum að þrýsta hérna í lokin þegar þeir voru farnir að tefja. Ég get ekki beðið um meira,“ sagði Hallgrímur. KA-menn vildu fá tvö víti í leiknum í dag en eina víti leiksins fengu Víkingar. Hallgrímur var spurður hvort hann hefði skoðun á því og svarið var einfalt. „Já ég hef skoðun á því, ég ætla bara ekki að segja hana.“ Eins og áður sagði komst KA yfir í leiknum og Víkingar jöfnuðu út víti. Staðan var svo 3-1 fyrir heimamenn í hálfleik eftir sofandahátt í vörn KA. „Við vorum bara slegnir. Við upplifðum þessi mörk ekkert sérstaklega sanngjörn. Ég hvet ykkur bara til þess að skoða þetta því þetta er orðið virkilega þreytt. Svo því miður skora þeir fimm sekúndum áður en við förum inn í hálfleik og komast í 3-1. Ef þetta hefði verið 2-1 í hálfleik þá erum við ennþá vel inni í leiknum. Eins og alvöru lið þá stöndum við saman þegar við komum út í seinni hálfleikinn. Við skorum mark, við sköllum í stöngina. Við höldum áfram að gera þetta eins vel og við getum sem lið. Ef við höldum því áfram, sem ég veit að við gerum, þá mun þetta snúast við og við förum að fá stig,“ sagði Hallgrímur. KA er annað af tveimur liðum sem aðeins hafa sótt 1 stig í þessum fyrstu umferðum deildarinnar. Það er ekki ásættanlegt á Akureyri. „Nei það er bara ekki nógu gott. Það er ekkert lið ánægt að vera með eitt stig eftir fjóra leiki og við gerum okkur alveg grein fyrir stöðunni. Það er bara þannig að eftir fyrstu þrjá leikina erum við mjög svekktir að vera með eitt stig, okkur finnst við eiga að vera með fjögur til fimm stig miðað við frammistöðurnar. Þetta er aðeins búið að detta á móti okkur en alvöru lið þau standa saman og halda áfram. Við sýndum öllum það hérna í dag, svona frammistaða mun skila stigum“, sagði Hallgrímur um dræma stigasöfnun í upphafi móts. Að lokum var Hallgrímur spurður út í stöðuna á Hallgrími Mar sem um árabil hefur verið besti leikmaður liðsins en vegna veikinda ekki getað tekið þátt það sem af er móti. „Hann er aðeins að byrja að æfa. Við skulum sjá til hvort hann verði ekki bara í hóp í næsta leik,“ sagði þjálfari KA að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingar sitja fastir vegna lestarkaós í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Sjá meira
Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28