Landskjörsstjórn tilkynnir á morgun hvaða listar eru gildir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. apríl 2024 13:00 Kristín Edwald formaður Landskjörsstjórnar og forsetaframbjóðendurnir Arnar Þór jónsson, Ástþór Magnússon og Helga Þórisdóttir. Vísir Þau fjögur sem skorti meðmælendur á undirskriftalista til forseta Íslands segjast vera komin með viðunandi fjölda memælenda. Þrjú af fjórum vantaði undirskriftir í sunnlendingafjórðungi. Landskjörsstjórn gefur frest til fimm í dag að skila inn viðunandi fjölda. Þrettán forsetaframbjóðendur skiluðu inn meðmælendalistum sínum til Landskjörsstjórnar á föstudag en til að þeir teljist fullgildir þurfa 1.500 manns að hafa skrifað undir. Í gær fengu svo fjórir frambjóðendur símhringingar þaðan um að það vantaði upp á fjölda meðmælanda. Ástæðurnar geta til dæmis verið að einstaklingur hefur mælt með tveimur frambjóðendum sem er óheimilt eða er undir lögaldri. Kristín Edwald formaður Landskjörsstjórnar segir að í öllum tilvikum hafi vantað lítillega upp á að listarnir væru í lagi. „Til að frambjóðanda sé gefinn kostur á að bæta úr eru það alltaf einhverjir minni háttar ágallar og grunnlínan er alltaf sú að frambjóðandinn hafi mátt ætla að hann hafi verið búinn að ná tilskyldum fjölda,“ segir Kristín. Landskjörsstjórn tilkynnir svo endanlega um hvaða listar eru gildir klukkan ellefu á morgun í Þjóðminjasafninu. Arnar Þór Jónsson er einn þeirra sem Landskjörsstjórn hafði samband við í gær vegna ófullnægjandi lista. „Eina sem vantaði voru sex meðmæli í Vestfirðingafjórðungi og við leystum það strax í gær og þessu verður skilað inn í dag,“ segir Arnar. Helga Þórisdóttir segir að komið hafi í ljós að nokkur atkvæði vantaði uppá í Sunnlendinga- og Vestfirðingafjórðungi. „Ég var á fyrsta heimaleik Víkings kvennaliðs í 40 ár þegar ég fékk símhringingu frá Landskjörsstjórn sem snarlega dró mig niður á jörðina. Ég snaraðist út af vellinum og heyrði í mínu fólki og á núll einni var þetta afgreitt,“ segir Helga. „Vorum eins og blindir kettlingar“ Ástþór Magnússon segir að vantað hafi upp á í sunnlendingafjórðungi. „Það voru fáeinar undirskriftir. Það tók bara fáeinar mínútur að ná í þær, þetta er komið margfalt núna. Við vorum með mikið af handskrifuðum listum og við fyrri kosningu 2016 vorum við með aðgang að þjóðskrá en við fengum engin slík tæki í dag þannig við vorum eins og blindir kettlingar að vinna með þessa lista. Eiríkur Ingi Jóhannsson sem er meðal þeirra sem Landskjörsstjórn gaf frest til að skila inn nægum fjölda meðmælenda svaraði ekki fréttastofu í morgun en á samfélagsmiðlum kveðst hann hafa safnað nægum fjölda meðmælenda. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barns síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Þrettán forsetaframbjóðendur skiluðu inn meðmælendalistum sínum til Landskjörsstjórnar á föstudag en til að þeir teljist fullgildir þurfa 1.500 manns að hafa skrifað undir. Í gær fengu svo fjórir frambjóðendur símhringingar þaðan um að það vantaði upp á fjölda meðmælanda. Ástæðurnar geta til dæmis verið að einstaklingur hefur mælt með tveimur frambjóðendum sem er óheimilt eða er undir lögaldri. Kristín Edwald formaður Landskjörsstjórnar segir að í öllum tilvikum hafi vantað lítillega upp á að listarnir væru í lagi. „Til að frambjóðanda sé gefinn kostur á að bæta úr eru það alltaf einhverjir minni háttar ágallar og grunnlínan er alltaf sú að frambjóðandinn hafi mátt ætla að hann hafi verið búinn að ná tilskyldum fjölda,“ segir Kristín. Landskjörsstjórn tilkynnir svo endanlega um hvaða listar eru gildir klukkan ellefu á morgun í Þjóðminjasafninu. Arnar Þór Jónsson er einn þeirra sem Landskjörsstjórn hafði samband við í gær vegna ófullnægjandi lista. „Eina sem vantaði voru sex meðmæli í Vestfirðingafjórðungi og við leystum það strax í gær og þessu verður skilað inn í dag,“ segir Arnar. Helga Þórisdóttir segir að komið hafi í ljós að nokkur atkvæði vantaði uppá í Sunnlendinga- og Vestfirðingafjórðungi. „Ég var á fyrsta heimaleik Víkings kvennaliðs í 40 ár þegar ég fékk símhringingu frá Landskjörsstjórn sem snarlega dró mig niður á jörðina. Ég snaraðist út af vellinum og heyrði í mínu fólki og á núll einni var þetta afgreitt,“ segir Helga. „Vorum eins og blindir kettlingar“ Ástþór Magnússon segir að vantað hafi upp á í sunnlendingafjórðungi. „Það voru fáeinar undirskriftir. Það tók bara fáeinar mínútur að ná í þær, þetta er komið margfalt núna. Við vorum með mikið af handskrifuðum listum og við fyrri kosningu 2016 vorum við með aðgang að þjóðskrá en við fengum engin slík tæki í dag þannig við vorum eins og blindir kettlingar að vinna með þessa lista. Eiríkur Ingi Jóhannsson sem er meðal þeirra sem Landskjörsstjórn gaf frest til að skila inn nægum fjölda meðmælenda svaraði ekki fréttastofu í morgun en á samfélagsmiðlum kveðst hann hafa safnað nægum fjölda meðmælenda.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barns síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira