Karlremba sé komin í tísku Bjarki Sigurðsson skrifar 28. apríl 2024 11:50 Þorsteinn V. Einarsson er kynjafræðingur og heldur úti síðunni Karlmennskan á Facebook og Instagram. Vísir/Vilhelm Kynjafræðingur óttast að karlremba sé komin aftur í tísku. Umræða um að það þyki hugrekki að fara gegn femínistum og hinsegin fólki sé mjög alvarleg. Þetta er það sem kapítalisminn og þessi stóru félög vilja að þið gerið, að konan verði „career driven“. Sem er allt í lagi en ég held að maðurinn eigi að vera „career driven“ og leggi alla sína orku í það og hún á að vera „nurturing“,“ sagði tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, í hlaðvarpi Skoðanabræðranna Snorra og Bergþórs Mássona í vikunni. Viðtalið hefur vakið mikla athygli en fjöldi fólks hefur sakað þá félaga um karlrembu með því að tala um að karlinn eigi að vera á vinnumarkaði en konan ekki. Karlremba í tísku Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur, óttast að karlremba sé komin aftur í tísku. „Þetta er búið að vera í gangi í nokkur ár, einhver karlrembusjónarmið sem komast inn í umræðuna. Eins og þetta sé eitthvað sem við eigum að taka alvarlega og eins og þetta sé einhver liður í umræðu sem varðar okkur öll. Þetta er bara kjaftæði,“ segir Þorsteinn. Kyndir undir bakslag Hann segir að rætt sé um að karlmenn nái tökum á karlmennskunni á ný og leiti aftur í forna tíð til þess, til dæmis á víkingaöld. Það kyndi undir andspyrnu gegn jafnréttismálum. „Öll þessi umræða um „víkingar vakna“ og þetta. Það þyki hugrekki að fara gegn femínistum og hinsegin fólki. Að þetta sé liður í einhverri gagnrýnni hugsun á meðan það er akkúrat þveröfugt. Þetta er bara að kynda undir bakslagið og andspyrnuna sem er til staðar. Er í gangi. Þetta er mjög alvarlegt,“ segir Þorsteinn. Sama umræða og áður Hann segir svipaða umræðu ekki nýja af nálinni. „Þetta er bara sama dæmið og „má ekkert lengur“. „Í gamla daga voru krakkarnir bara úti að leika sér.“ Þetta er bara sama orðræðan nema nú mjög nákvæm hvað varðar karlmenn og stráka,“ segir Þorsteinn. Jafnréttismál Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Þetta er það sem kapítalisminn og þessi stóru félög vilja að þið gerið, að konan verði „career driven“. Sem er allt í lagi en ég held að maðurinn eigi að vera „career driven“ og leggi alla sína orku í það og hún á að vera „nurturing“,“ sagði tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, í hlaðvarpi Skoðanabræðranna Snorra og Bergþórs Mássona í vikunni. Viðtalið hefur vakið mikla athygli en fjöldi fólks hefur sakað þá félaga um karlrembu með því að tala um að karlinn eigi að vera á vinnumarkaði en konan ekki. Karlremba í tísku Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur, óttast að karlremba sé komin aftur í tísku. „Þetta er búið að vera í gangi í nokkur ár, einhver karlrembusjónarmið sem komast inn í umræðuna. Eins og þetta sé eitthvað sem við eigum að taka alvarlega og eins og þetta sé einhver liður í umræðu sem varðar okkur öll. Þetta er bara kjaftæði,“ segir Þorsteinn. Kyndir undir bakslag Hann segir að rætt sé um að karlmenn nái tökum á karlmennskunni á ný og leiti aftur í forna tíð til þess, til dæmis á víkingaöld. Það kyndi undir andspyrnu gegn jafnréttismálum. „Öll þessi umræða um „víkingar vakna“ og þetta. Það þyki hugrekki að fara gegn femínistum og hinsegin fólki. Að þetta sé liður í einhverri gagnrýnni hugsun á meðan það er akkúrat þveröfugt. Þetta er bara að kynda undir bakslagið og andspyrnuna sem er til staðar. Er í gangi. Þetta er mjög alvarlegt,“ segir Þorsteinn. Sama umræða og áður Hann segir svipaða umræðu ekki nýja af nálinni. „Þetta er bara sama dæmið og „má ekkert lengur“. „Í gamla daga voru krakkarnir bara úti að leika sér.“ Þetta er bara sama orðræðan nema nú mjög nákvæm hvað varðar karlmenn og stráka,“ segir Þorsteinn.
Jafnréttismál Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira