Eiríkur og Ástþór fá frest til að bæta við undirskriftum Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2024 19:10 Eiríkur Ingi Jóhannsson og Ástþór Magnússon vilja báðir verða forseti Íslands. Vísir Forsetaframbjóðendurnir Ástþór Magnússon og Eiríkur Ingi Jóhannsson fá báðir frest til klukkan fimm á morgun til þess að safna örfáum undirskriftum til viðbótar. Ástþór segir fleiri undirskriftir hafa dottið út hjá sér en venjulega. Í gær skiluðu forsetaframbjóðendur inn meðmælendalistum sínum til Landskjörstjórnar. Til þess að mega bjóða sig fram þurftu þeir að safna 1.500 undirskriftum og skiluðu þrettán manns inn listum sínum. Við yfirferð Landskjörstjórnar kom í ljós að í það minnsta tveir frambjóðendur, Eiríkur og Ástþór, væru með undir lágmarksfjölda undirskrifta í Sunnlendingafjórðungi þegar búið var að fjarlægja ógild meðmæli, svo sem nöfn þeirra sem höfðu einnig skrifað undir hjá öðrum frambjóðanda. Ástþór segir í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið um tvö hundruð nöfn sem duttu út hjá honum, sem er meira en hann hefur séð áður. Hann vantar örfá nöfn til viðbótar, en einungis á Sunnlendingafjórðungi. „Þetta gerðist þannig að konan sem var ráðin í að safna þar, hún veiktist og lenti á sjúkrahúsi. Ég ætlaði að vera með meira á Suðurlandi en hún lenti á sjúkrahúsi. Við héldum að þetta væri bara komið en svo skaraðist þetta meira en áður,“ segir Ástþór. Eiríkur birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist hafa safnað um 1.700 undirskriftum, 1.524 þeirra hafi verið gildar en þrátt fyrir það vanti enn fimmtán í Sunnlendingafjórðungi. Uppfært klukkan 20:02: Ástþór segist í samtali við fréttastofu hafa safnað undirskriftunum sem vantaði á skotstundu. Því sé hann aftur kominn með lágmarksfjölda í Sunnlendingafjórðungi. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Vill skipa í ríkisstjórn eftir eigin höfði Eiríkur Ingi Jóhannsson sjómaður og forsetaframbjóðandi skilaði inn undirskriftum til landskjörstjórnar í Hörpu í dag. Lítið hefur farið fyrir Eiríki í baráttunni sem safnaði nær öllum undirskriftum í eigin persónu og hefur háleit markmið um að breyta stjórnskipan landsins. 26. apríl 2024 19:04 „Ísdrottningin myndi bráðna ef hér kæmi kjarnorkusprengja“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson eru gestir Pallborðsins sem sýnt var í beinni útsendingu á Vísi. 26. apríl 2024 14:37 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Í gær skiluðu forsetaframbjóðendur inn meðmælendalistum sínum til Landskjörstjórnar. Til þess að mega bjóða sig fram þurftu þeir að safna 1.500 undirskriftum og skiluðu þrettán manns inn listum sínum. Við yfirferð Landskjörstjórnar kom í ljós að í það minnsta tveir frambjóðendur, Eiríkur og Ástþór, væru með undir lágmarksfjölda undirskrifta í Sunnlendingafjórðungi þegar búið var að fjarlægja ógild meðmæli, svo sem nöfn þeirra sem höfðu einnig skrifað undir hjá öðrum frambjóðanda. Ástþór segir í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið um tvö hundruð nöfn sem duttu út hjá honum, sem er meira en hann hefur séð áður. Hann vantar örfá nöfn til viðbótar, en einungis á Sunnlendingafjórðungi. „Þetta gerðist þannig að konan sem var ráðin í að safna þar, hún veiktist og lenti á sjúkrahúsi. Ég ætlaði að vera með meira á Suðurlandi en hún lenti á sjúkrahúsi. Við héldum að þetta væri bara komið en svo skaraðist þetta meira en áður,“ segir Ástþór. Eiríkur birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist hafa safnað um 1.700 undirskriftum, 1.524 þeirra hafi verið gildar en þrátt fyrir það vanti enn fimmtán í Sunnlendingafjórðungi. Uppfært klukkan 20:02: Ástþór segist í samtali við fréttastofu hafa safnað undirskriftunum sem vantaði á skotstundu. Því sé hann aftur kominn með lágmarksfjölda í Sunnlendingafjórðungi.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Vill skipa í ríkisstjórn eftir eigin höfði Eiríkur Ingi Jóhannsson sjómaður og forsetaframbjóðandi skilaði inn undirskriftum til landskjörstjórnar í Hörpu í dag. Lítið hefur farið fyrir Eiríki í baráttunni sem safnaði nær öllum undirskriftum í eigin persónu og hefur háleit markmið um að breyta stjórnskipan landsins. 26. apríl 2024 19:04 „Ísdrottningin myndi bráðna ef hér kæmi kjarnorkusprengja“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson eru gestir Pallborðsins sem sýnt var í beinni útsendingu á Vísi. 26. apríl 2024 14:37 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Vill skipa í ríkisstjórn eftir eigin höfði Eiríkur Ingi Jóhannsson sjómaður og forsetaframbjóðandi skilaði inn undirskriftum til landskjörstjórnar í Hörpu í dag. Lítið hefur farið fyrir Eiríki í baráttunni sem safnaði nær öllum undirskriftum í eigin persónu og hefur háleit markmið um að breyta stjórnskipan landsins. 26. apríl 2024 19:04
„Ísdrottningin myndi bráðna ef hér kæmi kjarnorkusprengja“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson eru gestir Pallborðsins sem sýnt var í beinni útsendingu á Vísi. 26. apríl 2024 14:37
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum