Eiríkur og Ástþór fá frest til að bæta við undirskriftum Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2024 19:10 Eiríkur Ingi Jóhannsson og Ástþór Magnússon vilja báðir verða forseti Íslands. Vísir Forsetaframbjóðendurnir Ástþór Magnússon og Eiríkur Ingi Jóhannsson fá báðir frest til klukkan fimm á morgun til þess að safna örfáum undirskriftum til viðbótar. Ástþór segir fleiri undirskriftir hafa dottið út hjá sér en venjulega. Í gær skiluðu forsetaframbjóðendur inn meðmælendalistum sínum til Landskjörstjórnar. Til þess að mega bjóða sig fram þurftu þeir að safna 1.500 undirskriftum og skiluðu þrettán manns inn listum sínum. Við yfirferð Landskjörstjórnar kom í ljós að í það minnsta tveir frambjóðendur, Eiríkur og Ástþór, væru með undir lágmarksfjölda undirskrifta í Sunnlendingafjórðungi þegar búið var að fjarlægja ógild meðmæli, svo sem nöfn þeirra sem höfðu einnig skrifað undir hjá öðrum frambjóðanda. Ástþór segir í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið um tvö hundruð nöfn sem duttu út hjá honum, sem er meira en hann hefur séð áður. Hann vantar örfá nöfn til viðbótar, en einungis á Sunnlendingafjórðungi. „Þetta gerðist þannig að konan sem var ráðin í að safna þar, hún veiktist og lenti á sjúkrahúsi. Ég ætlaði að vera með meira á Suðurlandi en hún lenti á sjúkrahúsi. Við héldum að þetta væri bara komið en svo skaraðist þetta meira en áður,“ segir Ástþór. Eiríkur birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist hafa safnað um 1.700 undirskriftum, 1.524 þeirra hafi verið gildar en þrátt fyrir það vanti enn fimmtán í Sunnlendingafjórðungi. Uppfært klukkan 20:02: Ástþór segist í samtali við fréttastofu hafa safnað undirskriftunum sem vantaði á skotstundu. Því sé hann aftur kominn með lágmarksfjölda í Sunnlendingafjórðungi. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Vill skipa í ríkisstjórn eftir eigin höfði Eiríkur Ingi Jóhannsson sjómaður og forsetaframbjóðandi skilaði inn undirskriftum til landskjörstjórnar í Hörpu í dag. Lítið hefur farið fyrir Eiríki í baráttunni sem safnaði nær öllum undirskriftum í eigin persónu og hefur háleit markmið um að breyta stjórnskipan landsins. 26. apríl 2024 19:04 „Ísdrottningin myndi bráðna ef hér kæmi kjarnorkusprengja“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson eru gestir Pallborðsins sem sýnt var í beinni útsendingu á Vísi. 26. apríl 2024 14:37 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Í gær skiluðu forsetaframbjóðendur inn meðmælendalistum sínum til Landskjörstjórnar. Til þess að mega bjóða sig fram þurftu þeir að safna 1.500 undirskriftum og skiluðu þrettán manns inn listum sínum. Við yfirferð Landskjörstjórnar kom í ljós að í það minnsta tveir frambjóðendur, Eiríkur og Ástþór, væru með undir lágmarksfjölda undirskrifta í Sunnlendingafjórðungi þegar búið var að fjarlægja ógild meðmæli, svo sem nöfn þeirra sem höfðu einnig skrifað undir hjá öðrum frambjóðanda. Ástþór segir í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið um tvö hundruð nöfn sem duttu út hjá honum, sem er meira en hann hefur séð áður. Hann vantar örfá nöfn til viðbótar, en einungis á Sunnlendingafjórðungi. „Þetta gerðist þannig að konan sem var ráðin í að safna þar, hún veiktist og lenti á sjúkrahúsi. Ég ætlaði að vera með meira á Suðurlandi en hún lenti á sjúkrahúsi. Við héldum að þetta væri bara komið en svo skaraðist þetta meira en áður,“ segir Ástþór. Eiríkur birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist hafa safnað um 1.700 undirskriftum, 1.524 þeirra hafi verið gildar en þrátt fyrir það vanti enn fimmtán í Sunnlendingafjórðungi. Uppfært klukkan 20:02: Ástþór segist í samtali við fréttastofu hafa safnað undirskriftunum sem vantaði á skotstundu. Því sé hann aftur kominn með lágmarksfjölda í Sunnlendingafjórðungi.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Vill skipa í ríkisstjórn eftir eigin höfði Eiríkur Ingi Jóhannsson sjómaður og forsetaframbjóðandi skilaði inn undirskriftum til landskjörstjórnar í Hörpu í dag. Lítið hefur farið fyrir Eiríki í baráttunni sem safnaði nær öllum undirskriftum í eigin persónu og hefur háleit markmið um að breyta stjórnskipan landsins. 26. apríl 2024 19:04 „Ísdrottningin myndi bráðna ef hér kæmi kjarnorkusprengja“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson eru gestir Pallborðsins sem sýnt var í beinni útsendingu á Vísi. 26. apríl 2024 14:37 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Vill skipa í ríkisstjórn eftir eigin höfði Eiríkur Ingi Jóhannsson sjómaður og forsetaframbjóðandi skilaði inn undirskriftum til landskjörstjórnar í Hörpu í dag. Lítið hefur farið fyrir Eiríki í baráttunni sem safnaði nær öllum undirskriftum í eigin persónu og hefur háleit markmið um að breyta stjórnskipan landsins. 26. apríl 2024 19:04
„Ísdrottningin myndi bráðna ef hér kæmi kjarnorkusprengja“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson eru gestir Pallborðsins sem sýnt var í beinni útsendingu á Vísi. 26. apríl 2024 14:37