„Við erum ekki að fara rúlla yfir eitt eða neitt mót“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. apríl 2024 16:36 Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn á Þrótti. VÍSIR/VILHELM Valur vann 1-2 útisigur gegn Þrótti í 2. umferð Bestu deild kvenna. Pétur Pétursson var ánægður með sigurinn og fór yfir nýjustu félagaskiptin þar sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir er gengin í raðir Vals. „Þetta var hörkuleikur en við fengum nóg af færum til að skora þriðja markið sem við gerðum ekki og þá kemur alltaf smá stress en Þróttur er með gott lið, “ sagði Pétur sem hefði viljað sjá sitt lið skora þriðja markið. Að mati Péturs var leikurinn kaflaskiptur en öll mörkin komu í fyrri hálfleik. „Mér fannst fyrsti hálftíminn var ágætur og mikið af tækifærum til að nýta færin eða komast inn fyrir. Mér fannst við gera vel fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik en svo kemur alltaf stress verandi 1-2 yfir.“ Sierra Marie Lelii jafnaði metin í fyrri hálfleik eftir að Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, leikmaður Vals, átti klaufalega sendingu til baka sem Sierra komst í og skoraði í kjölfarið. „Þetta er bara hluti af fótbolta og stundum kemur þetta fyrir.“ Þrátt fyrir að bæði liðin hafi fengið færi kom ekkert mark í seinni hálfleik. Pétur var þó nokkuð ánægður með 1-2 sigur. „Við fengum 2-3 færi fyrstu tíu mínúturnar en 2-1 er líka nóg þar sem þetta hafa verið hörkuleikir undanfarin ár sem hafa yfirleitt endað 2-1 og það var fínt að það hélt áfram.“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir var tilkynnt sem nýr leikmaður Vals í gær en Pétur vildi ekki gefa það upp hvenær hún byrjar að spila með liðinu. „Bara þegar hún verður tilbúin. Ég skal hringja í þig þegar að ég veit það.“ Aðspurður hvort Valur ætti að rúlla yfir mótið sagði Pétur að það væri af og frá. „Ég ætla að láta ykkur vita svo það sé alveg á hreinu að það eru tuttugu og fimm leikmenn búnar að fara frá okkur undanfarin tvö ár. Það hafa fjórtán leikmenn farið á þessu ári bæði í atvinnumennsku og allt það. Við þurfum leikmenn eins og aðrir. Við vorum bara með átján leikmenn á skýrslu í dag það var ekki meira en það.“ „Svo það sé alveg á hreinu þá erum við ekki að fara rúlla yfir eitt eða neitt mót. Þetta eru góð lið sem við erum að spila á móti alveg sama hvaða lið það er. Við erum líka að stefna á Meistaradeildina sem skiptir okkur máli.“ Pétur sagði að lokum að hans mati væru öll liðin með mannskap í að elta Val í toppbaráttunni. Valur Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
„Þetta var hörkuleikur en við fengum nóg af færum til að skora þriðja markið sem við gerðum ekki og þá kemur alltaf smá stress en Þróttur er með gott lið, “ sagði Pétur sem hefði viljað sjá sitt lið skora þriðja markið. Að mati Péturs var leikurinn kaflaskiptur en öll mörkin komu í fyrri hálfleik. „Mér fannst fyrsti hálftíminn var ágætur og mikið af tækifærum til að nýta færin eða komast inn fyrir. Mér fannst við gera vel fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik en svo kemur alltaf stress verandi 1-2 yfir.“ Sierra Marie Lelii jafnaði metin í fyrri hálfleik eftir að Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, leikmaður Vals, átti klaufalega sendingu til baka sem Sierra komst í og skoraði í kjölfarið. „Þetta er bara hluti af fótbolta og stundum kemur þetta fyrir.“ Þrátt fyrir að bæði liðin hafi fengið færi kom ekkert mark í seinni hálfleik. Pétur var þó nokkuð ánægður með 1-2 sigur. „Við fengum 2-3 færi fyrstu tíu mínúturnar en 2-1 er líka nóg þar sem þetta hafa verið hörkuleikir undanfarin ár sem hafa yfirleitt endað 2-1 og það var fínt að það hélt áfram.“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir var tilkynnt sem nýr leikmaður Vals í gær en Pétur vildi ekki gefa það upp hvenær hún byrjar að spila með liðinu. „Bara þegar hún verður tilbúin. Ég skal hringja í þig þegar að ég veit það.“ Aðspurður hvort Valur ætti að rúlla yfir mótið sagði Pétur að það væri af og frá. „Ég ætla að láta ykkur vita svo það sé alveg á hreinu að það eru tuttugu og fimm leikmenn búnar að fara frá okkur undanfarin tvö ár. Það hafa fjórtán leikmenn farið á þessu ári bæði í atvinnumennsku og allt það. Við þurfum leikmenn eins og aðrir. Við vorum bara með átján leikmenn á skýrslu í dag það var ekki meira en það.“ „Svo það sé alveg á hreinu þá erum við ekki að fara rúlla yfir eitt eða neitt mót. Þetta eru góð lið sem við erum að spila á móti alveg sama hvaða lið það er. Við erum líka að stefna á Meistaradeildina sem skiptir okkur máli.“ Pétur sagði að lokum að hans mati væru öll liðin með mannskap í að elta Val í toppbaráttunni.
Valur Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira