Vill skipa í ríkisstjórn eftir eigin höfði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. apríl 2024 19:04 Eiríkur Ingi skilaði undirskriftum í Hörpu í dag. vísir/rax Eiríkur Ingi Jóhannsson sjómaður og forsetaframbjóðandi skilaði inn undirskriftum til landskjörstjórnar í Hörpu í dag. Lítið hefur farið fyrir Eiríki í baráttunni sem safnaði nær öllum undirskriftum í eigin persónu og hefur háleit markmið um að breyta stjórnskipan landsins. „Þetta er búið að síast í mig í svona tuttugu ár, má segja,“ segir Eiríkur, spurður hvenær hann hafi tekið ákvörðun um framboð. „Því eldri sem maður verður og þroskaðri fer maður að kafa dýpra í þetta. Það var bara einhver tilfinning að nú skuli láta vaða, þó ég hefði viljað óska eftir betra árferði í þetta. En maður verður að sigla á þann sjó sem er.“ Til upprifjunar öðlaðist Eiríkur landsfrægð árið 2012 þegar hann lifði af sjóslys undan ströndum Noregs og var valinn maður ársins á Bylgjunni og Rás 2. Hann er vélvirki og rafvirki að mennt og býr í Árbænum. „Ég gerði þetta nánast allt í eigin persónu,“ segir Eiríkur um undirskriftirnar sem allar eru á pappír á gamla mátann. Hvert verður þitt erindi á Bessastöðum? „Mig langar, númer eitt, tvö og þrjú að auka lýðræði á Íslandi og aðskilja framkvæmdavaldið frá löggjafavaldinu. Það er löngu tímabært að við förum að vinna eftir þeirri stjórnarskrá sem við höfum, og það hvílir allt á herðum forsetans að gera svo.“ Heldurðu að forseti geti breytt því, þarf ekki Alþingi að gera breytingar á stjórnarskrá? „Það er forseti sem raðar í ríkisráð, með því er hann búinn að aðskilja það.“ Þannig þú myndir bara skipa eftir eigin höfði í ríkisstjórn? „Maður leitar sér nú alltaf ráða, þú ferð aldrei einvalda með svona völd,“ segir Eiríkur að lokum. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
„Þetta er búið að síast í mig í svona tuttugu ár, má segja,“ segir Eiríkur, spurður hvenær hann hafi tekið ákvörðun um framboð. „Því eldri sem maður verður og þroskaðri fer maður að kafa dýpra í þetta. Það var bara einhver tilfinning að nú skuli láta vaða, þó ég hefði viljað óska eftir betra árferði í þetta. En maður verður að sigla á þann sjó sem er.“ Til upprifjunar öðlaðist Eiríkur landsfrægð árið 2012 þegar hann lifði af sjóslys undan ströndum Noregs og var valinn maður ársins á Bylgjunni og Rás 2. Hann er vélvirki og rafvirki að mennt og býr í Árbænum. „Ég gerði þetta nánast allt í eigin persónu,“ segir Eiríkur um undirskriftirnar sem allar eru á pappír á gamla mátann. Hvert verður þitt erindi á Bessastöðum? „Mig langar, númer eitt, tvö og þrjú að auka lýðræði á Íslandi og aðskilja framkvæmdavaldið frá löggjafavaldinu. Það er löngu tímabært að við förum að vinna eftir þeirri stjórnarskrá sem við höfum, og það hvílir allt á herðum forsetans að gera svo.“ Heldurðu að forseti geti breytt því, þarf ekki Alþingi að gera breytingar á stjórnarskrá? „Það er forseti sem raðar í ríkisráð, með því er hann búinn að aðskilja það.“ Þannig þú myndir bara skipa eftir eigin höfði í ríkisstjórn? „Maður leitar sér nú alltaf ráða, þú ferð aldrei einvalda með svona völd,“ segir Eiríkur að lokum.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira